Dettifoss og Goðafoss eru ekki íslensk skip

GoðafossBæði Dettifoss og Goðafoss eru skráð erlendis. Þau eru bæði skráð í Antigua & Barbuda sem er pínulítil eyja í Karabíska hafinu. Þar af leiðandi eru þetta erlend skip og koma skipaflota Íslands ekkert við frekar en skipið "Adventure of the Seas".

Eflaust eru meiri líkur á því að það séu fleiri íslendingar um borð í Adventure of the Seas heldur en flutningaskipunum sem rangt var farið með sem íslensk skip.

Í reynd er sorglegt að segja frá því að það er ekkert flutningaskip skráð á Íslandi. Samt er Ísland eyja á miðju Atlantshafi og algjörlega háð flutningum á sjó. Þetta væri svipað kjánalegt og það væri ekki til neitt fiskveiðiskip til á Íslandi.

Mér skilst að þetta sé vegna ofurskattheimtu hins opinbera hérlendis. Það vita allir af þessu en enginn tekur á málunum.

Saint John, Antigua and Barbuda, heimahöfn Goðafoss og Dettifoss

Heimahöfn Dettifoss og Goðafoss

Eitthvað segir mér að hvorki Goðafoss né Dettifoss geti athafnað sig með góðu móti í eigin heimahöfn, hvað þá leggst að bryggju. Smile 

(Myndin efst til hægri er af heimasíðu Eimskip.is en þar má jafnframt finna nánari upplýsingar um skipin sem þeir notast við. Myndin af höfninni er tekin úr Google Maps.)

 


mbl.is Farþegaskip á stærð við tíu Dettifossa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flest eða öll skip í EU er skráð  í skattaparadísum,samhengið hér er að vera eins skattalega séð. Spurning er líka hvert er eignarhaldið á meintum Íslenskum skipafélögum. Ávinnngur hér áður að skrá skip heima hjá sér voru velferðakattar á útborgað kaup starfsmanna og tekjurnar sem þeir eyddu á Íslandi. 

Júlíus Björnsson, 28.5.2013 kl. 12:30

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Stjórnvöld ættu auðvita að skapa þannig aðstæður að rótgróin fyrirtæki geti í það minnsta gert út skip frá sinni heimahöfn á Íslandi.

Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.

Sumarliði Einar Daðason, 28.5.2013 kl. 14:10

3 identicon

Blaðamaðurinn gleymt heilanum heima í morgunn...

Hjalmar (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 16:59

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríki er stofnuð utan um Fjármálaborg og þá á forsendum  "strategy infrastructre".
Íslendingar er "insular" og byggja því í eigin forsenduheimi.  Skilja ekki okkur hin. Það er hernaðarhyggjan er þeim ekki meðfædd. Hernaðar hyggja er : Endalegur heimur, áttvísi [hringsjá], innsæi  og rökrétt yrðingafræði til framsýni. Koma, sjá og sigra. 
Íslenska er hugbúnaður í sjálfum  sér sem mótar alla hugmyndfræði hér og gerir bjartsýni nauðsynlega.

Tungumál eru byggð upp mismundi  til að þjóna best því IQ sem smíða málin.

Sjá Tungmál eru ekki byggð upp til þjóna höfundum.

Skattar eru réttlætingar grunvöllur  fyrir stofnun borgar samfélaga og upphaf hugmynda um frelsi.  Fangar þrá frelsi.  Sá sem er frjáls í sjálfum sér hefur enga þörf  fangelsi.  Enskir rita "elsi" "else". Orðsyfjalega  er els-i/e.  orð + viðskeyti.  Els má kenna við V:al.  V er áttvísi: Há er stefnumörkun frá nadir til zenit.    HÍÚ [hue, hjú, HIV, ....] er sjálfgefin hjálpar tákn fordnskálda.  ás hvað er það ? Við innum How : Hint gefur hás. [house]. 

Skattleggja skip er spurning um aðstæður.  Fullt skip fram og til baka í grunn flutnging milli tveggja PPP -ríkja.
Hvað ríki á hirði t.d. velferðaskatta lagð á áhöfnina?
Velferðaskattur er erlendis lagður á reiðufjár tekjur einstakilnga undir í og grunnframfærslu lámarki allra einstaklinga. Staðgreitt [salary , wages] eða greitt eftir á [ 1.april eftir lokun skatta árs] : vextir , leiga , arður t.d.   Tekjskattur einstklinga er ofast viðbótar álagninga prósent eða aftöku prósent  miðað við tilteknar uppgörs upphæðir.   Í USA eru grunntekjur um 237.000 : fyrsta tekjuskatts bil milli [237.000  til 500 .000 kr.] fyrir reiðfjár tekjur inna lögsögu.  Margin [t.d. tila að  set apart an additional amount of space or money for security ]er hér   rammar [þrep á Íslandi er afvegaleiðandi]. 

Total income í EU tölfræði er heildar reiðufjár innkoma einstaklinga.  Skattar á kaup strafsmanna ekki PPP [reglustýrir fákeppni grunnur [verð með min og max] ekki vsk. [PPP aukingar]. rekstrar eining [óeigna skilandi] voru kölluð laun hér, til að auk virðingu fyrir þessu liði.     Ríkið hér er orðið svo áberandi beinn framkvæmdaðili að allir eru orðnir Ríkistarfsmenn.   Allir hér tala um Launin sín og tekjur sem teknar eru af þeim.

Erlendis þurfa lögaðilar með rekstraleyfi  að leggja launaskatta á útborgað reiðfé [eða reiðufjár ígild]  to fund the basic welfare system.   Söluskattar er greiddir fyrir opinbera þjónust við geira í samhengi og eftir eðli.
Íslendingar sem skilja þetta ekki hernaðarlega  geta ekki skilið efnahagsmál í erlendum ríkjum eða samhengi.

Kommista skýringin er einmitt allir eru með eins laun og [þá þarf engan her: Íslenska áherslan].  Hernaðar hugsun er leiðtoga og foringja hugsun per se. Sóknar - Varnaher  eigin fjármálgeira. 

Ríkið hirðir nettó laun skatta og nettó söluskatta til að fjámagna þjónustu lögaðila á sama skatta ári.

Þetta kemur eignarhaldi þjónustunnar ekkert við. Privatization í EU, merkir að hver opinber eining skilar sér efnhagsreikning og hefur sér kennitölu. Gera private frá framkvæmdagleði götunnar. Það er nefnlega mjög algengt í banka  og sjóða samhengi að fært sé á milli sjálfstæðra varsjóða innan sömu  stofnunar  þar sem stjórnsýslu aðilar eru daglegir gestir.    þetta skilja Íslendingar ekki heldur: skýr skil á milli þroskaðar matrix veðsafna.

Ísland er svo borgarlega vanþróað.   Bankar eru byggðir á strategy infrastructure auto streamline, eins og þroskað skatta kerfi. Mismunun er rasismi í sjálfum sér.  

Skilningur á sköttum er lámarks forsenda áður en aðilar reyna að skilja Alþjóða viðskipti.   Insular án hernarhyggju  eru Ísland, Kanaryeyjar, Falkalands eyjar , Kúpa, Malta, ...   eins um felst að öllu leyti.
þess ensku mælandi [betur hugsandi] bera þó af eins og Malta.  Ríki sem er brúka kjaft.  Tekur ráðleggingum. 

Ísland er undir árlegu yfirliti AGS  frá 1970 og hælist hafa minnkað í rauntekjum meir en öll OCED ríki síðust 30 ár: Hér er nefnlega ekki  afskrifað og fjármála væntinga tekjur bókaðar fyrir fram.

Lögaðil hér færir til tekna svo kallað bakveðs leiðréttingar á rekstralegum fasteignum , til geta staðið undir lífeysisjóð sköttum , sem hann fær síðust 30 ár lánað fyrir í Ríkisbönkunum hér , fyrir og eftir formbreytingar á eignarhaldi. Þetta er að hreinsa þrautavarsjóði að innan í samanburði. Öreigvæða borgara framtíðar.  

Lífeyris tekjurnar fara svo í gegnum kauphöll til íbúðalánsjóð sem fjármagna framkvæmda gleði launaliðsins.  Lífeyris sjóðir fjármagn svo suma lögaðila en ekki aðra með víkjandi lánsfé [hlutfjárkaupum].  

EU veit allt um fyrrverandi skatta veðfölsunar nýlendur eða þjóðir.  Flæði reiðufjár um allan heim: er allt undir controll.  Lánadrottnar gefa upp sínar kröfur þegar þeim hentar í sumum tilvikum.

Refsivextir eru alltaf raunvextir umfram verðbætur [sem eru ekki krafa um umfram eignahlut í framtíðar skiptingu].  Skapa aðstæður til að innheimta refsivexti er oft arðbært.  Það þarf ekkert að kenna þroskuðum ríkjum slíkt. Þetta er hluti af borgarmenningu síðustu árþúsundir. Saklaus meðan sekt er ekki sönnuð.  Leyfa insular að skjóta sig í fótinn.  Útvíkun EU er skylda að verði að veruleika.  Lögbundin skylda eru efnisleg rök í stöndugum Ríkjum. þannig ber að lesa EU lög. Þá er krossa próf óþörf.

Ísland getur sennilega vegna EES,  skilgreint grunnflutninga milli Íslands og EU, og selt langtíma rekstraleyfi, með verðtryggðum lámörku og hámörkun: til minnka ekki raunvirði skatttekna á Íslandi og í EU.  Þar geta líka verið skilgreind lámarks laun og fleira.   Rammar [tekju skatts þrep] tryggja almennt frelsi.  6 tekju rammar í USA.   Persónuafláttur : 100 starfsmenn skila skila 60 milljónum á ári.  20% arð og leigu tekjuskattur er hér flatur en þrep 6 USA byrjar í 29 milljónum af þeim er borgað eftir á um  9 milljónir 31% tekið af undir 29 milljónum , 37 % af því sem er umfram 29 milljónir.  1500 milljarða arður í USA til einstaklings kostar  um 548 miljarða í velferða skatt.   Hér um  290  milljarða.  Útlendingar er dauð hræddir við launaliðið hér og starfa því gegnum eingarhaldsleppi.

það þarf að skoða flutninga í rökréttu eðlilgu samhengi, ekki Íslensku vanþroskuð launa=komma kerfi.

Persónuafláttur + ótakmörkuð fákeppni erlendra eignhaldskeðja á innlendum eignarhaldskeðjum er hringmyndum sen gerir út á þrælhæld og mútuþæga stjórnsýslu. EU kemur ekki í veg fyrir líkt en gefur sér að Meðlima ríki beri sjálf ábyrgð á eigin heima keppni um  meira þjónstu stig: velferða skatta og loka söluskatta á almennum heimamörkuðum.   Íslendingar kunna ekki að lesa þroskaða texta. Ríki í EU eru í innbyrðis keppni um heimatekjur á sameiginlegum  grunni, hráefna, orku, lámarks manneldis kostnaði, samgöngukerfis, upplýsingakerfis, ...  allt non profitt inna 30 ára fjárlaga ramma og háð rekstraleyfum [meðmælum] Commission.
óbeinir okur skattar í gegnum  ekki eignaskapandi þjónustu aðila í grunni , eyðleggja alla möguleika um frelsi til hávirðiauka arðmyndunnar innan Íslenkrar lögsögu.  Fluttningar þurfa fyrst og fremst að vera langtíma öruggir l og á heims lámarks verðum til að tryggja PPP viðskipti í grunni: fyrst og fremst vegna innflutnings sem er metin lífsnauðsynlegur.   

Júlíus Björnsson, 28.5.2013 kl. 17:31

5 identicon

"Stjórnvöld ættu auðvita að skapa þannig aðstæður að rótgróin fyrirtæki geti í það minnsta gert út skip frá sinni heimahöfn á Íslandi."

Láttu þér aldrei detta í hug að þeir geti það ekki. Það er einfaldlega staðreynd að þegar viðhorfið er að hámarka arðsemi, sama hvað það kostar, þá leita fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri alltaf á náðir skattaparadísa og oftar en ekki í gegnum flóknar fléttur til þess að fela slóðina. Hefur ekkert með hvað er hægt og ekki hægt, eða hvað er sanngjarnt og ekki sanngjarnt.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 21:36

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég held að það væri nú akkur í því að geta siglt undir íslenskum fána frekar en "einhvers" lands út í heimi. Ég hef auðvita ekki gert samanburð á kostnaði að gera skipin út frá Antigua & Barbuda miðað við Ísland, en það er eflaust betra fyrir ríkissjóð að fá einhverjar tekjur en engar.

Sumarliði Einar Daðason, 28.5.2013 kl. 23:48

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég sá dallinn í Rostock í síðustu viku. Sigldi með syni mínum frá Gedser á Prins Joachim sem eitt sinn var stærsta ferja Dana (á milli Kalundborg og Árósa) en er nú eign Scanlines og skráð í Rostock. Ferjan var eins og fluga við hliðina á þessu ferlíki og það tók dágóðan tíma að gondóla framhjá því í innri höfninni í Rostock.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.5.2013 kl. 05:35

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Adventure of the Seas er glæsilegt skip. Það verður gaman að sjá hvað Eimskipahúsið á Oddeyrarbryggju verður lítið í samanburði þegar það kemur hingað til Akureyrar 5. júní.

Sumarliði Einar Daðason, 29.5.2013 kl. 12:11

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er í samhengi Alþjóða siglingahefða, þá eru skip í milliríkja flutinginum , nást með eigin lögsögu fyrir utan 3 mílna landhelgi. Þjóna því yfirleitt hagsmunum tveggja ríkja til lækka grunnverð. Fyrir 30 árum þá var það áhafna launakostnaður sem þótt of mikill í sumum ríkjum og smátt varð siglinga markaður einsleitur og ráðandi lákostnaðar flutningar tóku yfirhöndina.  80% kjósenda býr í stórborgum erlendis.  Söluskattar eru feldir niður.  það er greinilegt að hér er þegjandi samkomulag milli ríkja að vera eins.  Lækka almennan framfærslu kostnað í Borgum. Virða óskir 80% kjósenda um meira magn fyrir minni pening. Skipin er samt sem áður eyrnarmerkt eignarhaldsríkjum  samt sem áður.

Júlíus Björnsson, 29.5.2013 kl. 12:30

10 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Heimahöfn Dettifoss og Goðafoss

Ég var að bæta við þesari mynd í upprunalegu færsluna. Mér sýnis að skipin geti ekki einu sinni athafnað sig í eigin heimahöfn og því er þetta bara skrípaleikur.

Sumarliði Einar Daðason, 29.5.2013 kl. 15:03

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flöggun skipa í skattaparadísum er alþjóðlegt vandamál, ekki séríslenskt. Vestræn þjóðfélög með sína dýru velferðarkerfi geta ekki keppt við smáeyjar sem eru ekki með nein eða algjör lágmarksvelferðarkerfi.

Vandamálið er almenn siðblinda hjá þessum útgerðum. Ef hryðjuverkamenn ráðast á t.d. hentifánaskip í eigu bandaríkjamanna með bandarískum farþegum, á bandaríski herinn auðvitað að leggja út í rándýrar aðgerðir til að bjarga skipinu þrátt fyrir að það hafi ekki komið eitt sent frá eigendum skipsins í rekstur hersins.

Íslensk hentifánaskip þurfa sjálfsagt ekki að óttast hryðjuverkaárásir en þau gætu þurft þjónustu frá íslenska ríkinu og jafnvel fengið hana þrátt fyrir að hafa ekki borgað krónu til samfélagsins.

Theódór Norðkvist, 29.5.2013 kl. 15:31

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

...með sín dýru velferðarkerfi...

Theódór Norðkvist, 29.5.2013 kl. 15:32

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skipin koma með vörur á lámarksverðum inn í hávirisauka borgirnar.Þar er svo lagt á. Stóru borgirnar græða hlutfallslega mest fá stærstu farmanna. Íslendingar halda að þeir séu svo "BIG". 

Júlíus Björnsson, 29.5.2013 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband