Þetta er ólíðandi staða

Lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og tryggir öryggi okkar eftir fremsta megni. Lögreglan kemur yfirleitt fyrst að slysum, hjálpar fólki í neyð og aðstoðar ógæfufólk að finna réttan farveg.

Miðað við ríkisfjárlög undanfarin 10 ár þá hafa framlög til lögreglu minnkað hvert einasta ár að raunvirði. Þessi niðurskurður tengist kreppunni ekkert. Að nafnvirði hafa framlög verið nokkurn vegin þau sömu ár eftir ár.

Á sama tíma hefur samfélagið breyst og það er orðin meiri harka í samfélaginu og það er mun meiri fjölbreytni í íbúasamsetningu. Í venjulegum samfélögum á maður að sjá einn og einn lögreglumann að labba um á meðal borgara. Það var þannig hér á Íslandi áður.

Nú hefur lögreglan engan tíma til neins nema sinna alvarlegum neyðarútköllum og einhverjum formlegum erindagjörðum embættismanna.

Viljum við samfélag þar sem hver og einn þarf að stóla á einkarekin öryggisfyrirtæki til þess eins að búa í þessu samfélagi?

Ég er ekki að tala um að fylla allar götur af lögreglumönnum, heldur að þjónustan sem lögreglumenn veita verði alla vega meiri en í þróunarlöndum. Þetta er allt í hendi alþingismanna og ráðherra. Það eru þeir sem forgangsraða hlutunum.


mbl.is „Þetta er vond staða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband