28.9.2011 | 19:55
Erlendar óeirðasveitir (málaliðar) í boði Ögmundar?
Ég var að hlusta á Reykjavík síðdegis áðan og þar var Ögmundur innanríkisráðherra í símaviðtali.
Þar segir hann:
"... og það þarf eitthvað mikið að gerast til að við förum horfa út fyrir landssteinana með hjálp í þessum efnum. Þá gerum við hitt miklu fremur að beina orðum til Íslendinga almennt ..."
og svo aðeins síðar:
"...í stað þess að fara að flytja inn erlendar óeirðarsveitir þá beinum við þeim orðum til íslendinga... eigum við ekki bara að taka á málum hvað þetta snertir og tryggja að hér sé friður í landinu og að mótmælin séu með friðsæmum hætti..."
Þarna er Ögmundur augljóslega að gefa það til kynna að mögulegt sé að erlendar sveitir verði kallaðar til þess að þvinga íslenska borgara til skoðana og lags við núverandi ríkisstjórn. Munu þessar erlendu sveitir beita vopnum á íslenska borgara og íslenska lögreglumenn?
Ég hvet alla til þess að hlusta á þetta viðtal við Ögmund!
Óljóst með aðgerðir við þingsetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú spurning hvort Ögmundi væri slíkt heimilt samkvæmt stjórnarskrá.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 21:31
Til þess að starfa sem lögreglumaður þarftu að vera íslenskur ríkisborgari. Erlendir lögreglumenn hafa enga lögsögu hér á landi. Þess vegna yrðu þetta að vera málaliðar, svipað og Gaddafí notaði gegn þjóð sinni.
Þegar ráðherrar eru komnir út á þennan hála ís að ræða um erlenda mállaliða til þess að berja á almenningi og lögreglu landsins - þá láta þeir ekki einhverja stjórnarskrá eða lög stoppa sig.
Ég trúi því varla að íslenskur ráðherra hafi leyft sér að viðra þennan möguleika í beinni útsendingu.
Sumarliði Einar Daðason, 29.9.2011 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.