Snúum bökum saman

Ég er á því að núverandi ríkisstjórn er í engu sambandi við raunveruleikann. Það má ekki gleyma því að Jóhanna og Steingrímur eiga stóran þátt í því hvernig ríkið hefur þróast undanfarna áratugi. Þau hafa bæði verið ráðherrar áður og þau hafa verið atvinnustjórnmálamenn stærsta hluta ævi sinnar. Þau geta því ekki falið sig á bakvið þekkingar- og reynsluleysi.

Þessi fyrrnefndu eru búin að hafa gott tækifæri til þess að reyna að rétta hlutina af eftir banka- og gjaldeyrishrunið en flest allar ákvarðanir þeirra eru á skjön við almenna hagfræði. Þau kjósa að svelta beljurnar (og jafnvel slátra) en krefjast þess að mjólka á meiri afköstum en eðlilegt er.

Á sama tíma lifa þau í alsnægtum og passa vel upp á að gefa sér og sínum nóg að borða. Spillingin hefur aldrei verið meiri að mínu mati en einmitt eftir hrun (hvort sem það er mælt í raunvirði eða á nafnvirði).

Það dæmi gengur ekki upp og hefur aldrei gengið upp í mannkynssögunni. Sagan Animal Farm lýsir þessu á hliðstæðan hátt.

Á sama tíma og prestar, alþingismenn, ráðherrar, dómarar og ýmsir forstjórar ríkisstofnana fá sjálfgefnar launahækkanir, oft upp á hundruð þúsundir, þá er enginn vilji til þess að hækka laun lögreglumanna, þó það væri bara til þess að halda í við raunvirði ráðstöfunartekna.

Það eru tugir opinberra starfsmanna sem eru með milljónir í mánaðarlaun þrátt fyrir loforð forsætisráðherra um að svo yrði ekki.

Bestu skilaboðin sem ríkisstjórnin gæti fengið frá þjóð sinni til þess að hugsa ráð sitt - er að halda friðsamleg mótmæli 1. október næst komandi kl. 10:00, þar sem lögreglan myndi nýta tækifærið og mótmæla líka, þó það væri ekki nema rétt á meðan alþingismenn ganga yfir í kirkjuna; lögreglumenn gætu myndað skjöld um almenning gagnvart alþingismönnum í mínútu eða svo.


mbl.is Lögreglumenn geta engu treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það yrði nú aldeilis táknrænt, Sumarliði, ef lögreglan í fullum herklæðum myndaði skjöld um mótmælendur/almenning. :)

Kolbrún Hilmars, 24.9.2011 kl. 13:47

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjáumst á vellinum Sumarliði þann 1 október samstaða lögreglan með okkur í friðsömum mótmælum, en ég gét ekki lofað því að einstaka fúkyrði verð látið falla til þingheims.

Sigurður Haraldsson, 24.9.2011 kl. 15:40

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég var að horfa á fréttirnar á Stöð 2 og RÚV og þar var tekið viðtal við almenning. Þar að auki er búið að vera ræða þetta mikið á Facebook í dag. Mér sýnist það sé einhugur á meðal almennings að hækka laun lögreglumanna.

Það myndi sýna samstöðu meðal þjóðar ef það yrðu friðsamleg mótmæli þann 1. október og að lögreglan myndi sýna táknræn mótmæli líka. Erlendir fjölmiðlar myndu strax beina athygli sinni að slíku. Þó ráðherrar hlusti ekki á þjóð sína þá eru þeir fljótir að bregðast við þegar erlendir fjölmiðlar byrja að fjalla um málið.

Sumarliði Einar Daðason, 24.9.2011 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband