30.8.2011 | 09:55
Viðbragðstími Landhelgisgæslunnar við vá á Íslandi
Ég er einn af þeim sem dáist að hlutverki Landhelgisgæslunnar og tel hana með þeim nauðsynlegustu stofnunum hér á landi. Ég skil ekkert í yfirvöldum að vera að keyra þessa stofnun niður í fjárframlögum.
Hins vegar skil ég ekki hvað er verið að dreifa flota gæslunnar svona langt í burtu - svo langt að hún mun vera lömuð ef vá ber að dyrum hér á Íslandi.
Ef þessi tækjakostur og mannskapur skiptir ekki höfuðmáli við slíka vá - má þá ekki bara selja þessi tæki og segja upp mannskapi - og spara um leið?
Slys og náttúruhamfarir gera ekki boð á undan sér - það eitt er víst!
Gæsluvélin til Senegals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæslan er einmitt að reyna eftir fremst megni að halda í þann dýrmæta mannskap sem hún hefur með öllum ráðum. Það kostar gífurlega fjármuni að þjálfa upp nýtt fólk og reynslan er ekkert smá dýrmæt. Ég vildi óska þess að fólk huxaði almennt eins og þú og væri að mótmæla hærra því gífurlega fjársvelti sem á sér stað hjá LHG
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.