1.7.2011 | 09:04
Lækka íslenskir stýrivextir heimsmarkaðsverð?
Ég vil byrja á að fagna því að seðlabankinn er farinn að átta sig á að verðhækkanir innanlands eru ekki út af óstjórnlegri eftirspurn hér á landi - ekki núna.
Einnig er ég ánægður með það framfaraskref að þeir hafi tekið það saman greinagerð um málið og sent viðskiptaráðherra hana. Kannski að ríkisstjórnin átti sig með tíð og tíma hvernig ástandið er hér á landi. Málið er að ríkisstjórnin er ekki ennþá búin að átta sig á því að raunvirði og nafnvirði er ekki sami hluturinn og má ekki rugla saman. Fólk þarf að hafa jafn miklar tekjur eða hærri en það kostar að lifa. Þetta er ekki bara nauðsynlegt á Íslandi heldur einnig í öllum öðrum löndum í heiminum.
Hins vegar þarf seðlabankinn að taka mark á sjálfum sér og spyrja sjálfan sig hvort íslenskir stýrivextir muni draga úr heimsmarkaðsverði á hrávöru- og olíuverði.
Munu stýrivextir hafa áhrif á Fasteignamat ríkisins sem hækkar allt fasteignaverð út frá "tilfinningu"?
Munu hærri stýrivextir draga úr skattahækkunum sem hafa hækkað vöruverð?
Olíuverð ýtir upp verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst nokkuð "fróðlegt" að hlusta á blaðrið í Má Guðmundssyni í Kastljósinu í gærkvöldi. En þeir eru ekki enn búnir að átta sig á því að "hlutverk" stýrivaxta í stjórn efnahagsmála hvers lands (sérstaklega lönd sem eru með lítið hagkerfi eins og Ísland) er stórlega ofmetið. Þessir "spekingar" verða að fara að átta sig á því að það er ekki hægt að yfirfæra Amerískar aðstæður yfir á Ísland óbreyttar..................
Jóhann Elíasson, 1.7.2011 kl. 09:36
Ég á eftir að horfa á þetta viðtal en það er nokkuð ljóst að seðlabankinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið eru ekkert að slá í sama takti. Það eru eins og þetta séu einangraðir hópar á sitthvorri plánetunni.
Sumarliði Einar Daðason, 1.7.2011 kl. 10:56
Húsaleiga er líka verðtyggið, fasteignakostnaður skiptir allan rekstur máli. Ísland er eina landið sem hækkar veðmat í kreppu. Hinsvegar í USA er mismunandi prósenta eftir hverfum. Barna hverfi , elli hverfi og nemendahverfi er yfirleitt með lægstu prósentuna á fasteignmati: sem fylgir hveri fasteign [það byggir líka á forsendum um vatnsveitu og tekjur í búa í hverfinu. Hér sjá allir að verið er hækka bókhaldslegt eigna mati í heildina á Íslandi: að hætti hörku komma. Hér mætti vel færa hagkerfi USA eða þýskalands yfir til Íslands. Allt er betra en Íslensku sérfræðin.
Júlíus Björnsson, 4.7.2011 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.