23.6.2011 | 12:21
Góðar eða slæmar fréttir?
Þetta eru að sjálfsögðu góðar fréttir fyrir þá sem eiga allt eða að mestu leyti í fasteign sinni. 25 milljónarkróna eign er kominn upp í 27,5 milljónir. Þetta þýðir bókhaldslegan hagnað upp á 2,5 milljónir sem eru næstum árslaun hjá sumum hér á landi. Hjá sumum hærra en öðrum minna. Hjá einhverjum tap.
Þetta lækkar í fyrstu veðsetningarhlutfall margra sem eru með eignina veðsetta. Núna geta fleiri bætt við sig lánum eða þeir, sem voru með fullnýtt veðhlutfall (jafnvel vel yfir), bætt samninga sína.
Þetta styrkir einnig stöðu íbúðarlánasjóðs og bankastofnana þar sem veðlánasafn þeirra styrkist á pappírum.
Það neikvæða er að þetta endurspeglar virði krónunnar og jafnvel styrkir verðbólguvítahringinn sem þjóðhagkerfið virðist AFTUR vera fallið í. Eftir fáeina mánuði munu verðtryggð lán og samningar hækka. Skrípaleikurinn heldur áfram.
Þess ber að geta að mikil hækkun á fasteignamarkaði er yfirleitt hættumerki um þennslu og jafnvel bólur sem geta sprungið með afleiðingum sem við þekkjum öll.
Það má að sjálfsögðu deila um hvort tiltölulega fáir kaupsamningar eigi að hafa svona víðtæk áhrif á allan markaðinn og lífskjör í landinu.
Fasteignamat hækkar um 6,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta minnir, því miður, á að það sé nýlega búið að skrifa undir kjarasamninga hjá þeim sem lægst höfðu launin og nú þarf að stoppa upp í götin sem þar olli. Aftur á móti er eins passað sé upp á að hækka hitt og þetta, áður en þeir hærra launuðu gera sína samninga. Þetta kyndir einungis undir bálinu gamla sem kennt er við verðbólgu.
Með tilliti til fasteignaverðs, get ég ekki séð að þetta komi nokkrum að gagni, nema kannski hugsanlega þeim sem eiga eftir að setja verðmiða á sína eign og skulda næstum ekkert í eigninni.
Steinmar Gunnarsson, 23.6.2011 kl. 13:38
Veislan heldur áfram í boði venjulegs launafólks sem á lítið sem ekkert í húsnæði sínu. Verðbólgan stefnir aftur í tveggja stafa tölu með þessu áframhaldi. Það er allt að hækka, landbúnaðarvörur, bensín, fiskur, húsnæðiskostnaður... hvað þarf ég að telja upp meira í bili...... alla vega sé ég ekki að þessi hækkun standist, enda tölur byggðar á samningum frá 2005 - 2011, sem sagt 2007 er inni í dæminu með meðaltalinu.
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 13:50
Takk fyrir innlitið Steinmar og Margrét. Ég tek undir með ykkur báðum hér að ofan. Þetta er ávísun á bullandi verðbólgu og jafnvel alvöru efnahagshruni eftir fáein misseri eða fyrr.
Bókhaldslega séð var verið að prenta peninga með þessum gjörningi. Lánastofnanir geta auðveldlega margfaldað áhrif peningaprentunarinnar því þetta styrkir stöðu þeirra beint.
Ég mæli sérstaklega með grein eftir Jóhannes Björn um Bankahrun 2 á slóðinni:
Ég vil frekar kalla næsta hrun Efnahagshrun 1 því síðasta hrun var í raun og veru bara bankahrun.
Sumarliði Einar Daðason, 23.6.2011 kl. 14:20
Þetta þýðir bókhaldslegan hagnað upp á 2,5 milljónir
Ef engin innstæða er fyrir þessum bókhaldshagnaði þá er hann eintóm froða. Þessi froða mun engum gagnast nema til að bólstra efnahagsreikninga, sem er nokkurnvegin það sama og olli fyrra hruninu.
Skjaldborgin er fundin. Búin til í excel, fyrir bankana.
So long and thanks for all the fish
Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 18:10
Hefur nýbyggingarkostnaður hækkað hér í samræmi? Hvaðeru margir fermetrar af húsnæði á íbúa? Það tekur engin mark á Íslenskum efnahagsreikningum, utan Íslands. Ekki vegna þess að þeir eru í krónum,heldur vegna þess að hér eru ekki lög sem koma í veg fyrir fjámagnsglæpi í Ríkjum frjálsmarkaðar og löglegrar nýfrjálshyggju. Þetta er síðasta endurreisnin. Ísland er örugglega ekki flokkkað sem Norðurlöndum lengur í Alþjóðlegri markaðsetnigu. Mig grunar að við séum flokkuð með Skotlandi. Hér er consumption index number til ávöxtunar tryggingar þeirra sem leigja út húsnæði, kosturinn við hana er að hagvöxtur allra heimila er óháður neyslusandrætti þeirra. Hér er fasteigna verði haldið upp með ríkishjálp, viðhald á tómu húsnæði. Einnig er tekið tillit til fjöleigna aðila og fasteigna matið lækkar hjá þeim. CIN tryggir lámarks verðbólgu og fækkun íbúa á næstu mánuðum. Fallandi innra gengi. Það gildir mjög lítið af reynslu annarra vestrænna ríkja hér. Hér er ráðstjórnar nýlendugrunnur forsenda allra Íslenskra sérfræði ályktanna og almennra. Flestir hér sem tilheyra ráðstjórninni eru líka eigendur bréfa í Kauphöll og leiga út minnst eina íbúð. Ég er sammála fræðingum OCED, að hér sé reiðufjáreiginfé veðlánasjóða það mikið að hægt er að koma öllum skuldarhöfuðstólum heimilis veðlána niður fyrir hámarks veðbönd. Til þess er þetta reiðufé notað erlendis. Afskrifa of metinn hagvöxt efnahagsstjórnanna. Neyðarlegt að láta útlendinga gera hér veðköll bak við tjöldin.
Júlíus Björnsson, 23.6.2011 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.