11.2.2011 | 10:45
Besta útgáfan hingað til
Ég er búinn að vera að prófa IE9 beta í nokkra mánuði og það voru hnökrar á honum eins og gefur að skilja með beta útgáfur.
Hins vegar setti ég upp RC* útgáfuna í gær og hún lofar góðu. Að mínu mati besta útgáfan af IE hingað til. Það er hægt að nálgast RC útgáfuna á þessari slóð: http://www.beautyoftheweb.com/
Ég nota líka Firefox, Chrome og Opera daglega (vinn við forritun) og ég verð að segja að IE9 er kominn á þeirra stall. Microsoft hefur vandað sig við þessa útgáfu.
RC þýðir "Release Candidate" og táknar þá útgáfu af forritinu sem líklegast er til þess að vera notað í endanlegri útgáfu (fjöldadreifingu) nema að upp komi alvarlegir gallar.
Microsoft sviptir hulunni af Internet Explorer 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jæja já.. ég vann eitt sinn fyrir Microsoft, og þá var okkur ráðlagt að nota opera eða mozilla í vinnunni :).. svolítið fyndið en samt satt. Þetta var uppi í Piteå i SE árið 2004-2005.
Ástæðan var einföld.. það var miklu meira um vírusa í IE6 sem þá var standardinn hjá MS en nýju broswerunum frá mozilla og opera og við unnum öll á pc.
í dag nota ég mest chroma og mozilla, opera hefur aðeins dottið út hjá méren var minn uppáhalds í mörg ár.
Óskar Þorkelsson, 11.2.2011 kl. 14:17
Svo virðist að þeir séu byrjaðir að vanda sig miki meira núna en áður sérð hvað Windows 7 stýrikerfið er frábært hef ALDREI lennt í neinu vandræðum með það og hef verið með það síðan RC útgáfan af því kom út. Og núna með þennan flotta browser enda er kominn almennilegur samkeppni núna svo þeir þurfa að spíta í lófana til að vinna upp tapaða notendur.
kari (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 21:26
Ég er sammála síðasta ræðumanni varðandi Windows 7.
Sumarliði Einar Daðason, 12.2.2011 kl. 12:40
Að mínu mati er einn stór mínus við IE hvert svo sem útgáfunumerið er , honum er ekki dreift með GPL leyfi og með "open source" , mér er alveg sama hversu góður hann verður ég læt hann eiga sig a.m.k þangað til , og þess utan er ég kominn með algjört ofnæmi fyrir hrokanum sem yfirleitt innibyggður í allan hugbúnað sem kemur frá Redmond. Og svona í framhjáhlaupi a.m.k þrír kunningjar mínir hafa náð að gera W7 ónothæft hjá sér svo það ég lenti í að aðstoða þá við að koma því á lappirnar aftur, hef ekki hugmynd um hvort þetta voru einhverjar fyrir eða eftir RC útgáfur, en engin þeirra er nokkur fiktari, eða í því að setja upp einhvern vafasaman hugbúnað, og hef satt best að segja ekki hugmynd um hverju þeim tókst að klúðra , en endurtekin "installation" var eina ráðið til úrbóta.
Bjössi (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 17:14
Ég var búinn að vera með IE9 beta á 32 bita vél og sett RC útgáfuna beint inn. Það gekk eins og í sögu.
Ég setti einnig inn IE9 RC yfir IE8 á 64 bita vél og þar er stökkið verulegt til hins betra.
Veistu hvað fór úrskeiðis hjá kunningjum þínum? Var það registry-vandamál?
Sumarliði Einar Daðason, 14.2.2011 kl. 16:21
Ég tek þig á orðinu RC er að koma niður.
Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.