30.6.2010 | 12:42
Fyrning á báða bóga?
Almennar kröfur fyrnast á fjögurra ára fresti nema þær séu endurnýjaðar reglulega. Það sem var gert upp fyrir fjórum árum er því fyrnt á báða bóga. Hvorki skuldari eða lánadrottinn geta því ekki gert kröfu um endurgreiðslu eða leiðréttingu.
Hins vegar má eflaust teygja lopann ef lánasamningur var ennþá í gildi eða óuppgerður innan síðast liðinna fjögurra ára. Þá tel ég að lagabrotið í heild sinni sé ekki fyrnt. En þá verða menn að vera snöggir því hver dagur telur.
Varðandi skattalegu hliðina á þessu, þá skilst mér að einungis sé hægt að gera leiðréttingar sjö ár aftur í tímann.
Glugginn opnast fyrir nýjar kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.