Hver ber ábyrgðina á þessu?

Varðskipið Þór tignalegt í ChileÞað vita það flestir íslendingar að Landhelgisgæslan er ein af grunnstoðum öryggis okkar hér á Íslandi. Hlutverk hennar er mjög fjölbreytt. Allt frá reglubundnu eftirliti til björgunar mannslífa. Eitt er víst að við getum ekki án hennar verið.

Landhelgisgæslan hefur verið mjög óheppin að undanförnu. Í mínum huga eru það aðallega skemmdir á nýja skipinu okkar sem er verið að smíða í Chile. Af hverju það var ekki frekar smíðað á Íslandi er mér enn hulin ráðgáta.

Á sama tíma og henni er gert að draga úr útgjöldum þarf hún að fást við aukin verkefni. Eftirlit með strandveiðibátum er bara hluti þeirra verka sem hún þarf að sinna. Hér er hins vegar búið að skilgreina vandann. Það vantar meira fjármagn svo Landhelgisgæslan geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Hvernig stendur á því að ríkisstjórn Íslands gerði ekki ráð fyrir auknu álagi hjá Landhelgisgæslunni?

Ég er á þeirri skoðun að strandveiðar smábáta eiga að vera frjálsar og að Landhelgisgæslan eigi að fá aukin fjárframlög til þess að standa við lögboðið hlutverk sitt.

Mynd tekin af heimasíðu Landhelgisgæslunnar: http://www.lhg.is/starfsemi/adgerdasvid/nyttvardskipogflugvel/Vardskip/nr/1571


mbl.is Álagið á Gæslunni gríðarlegt vegna strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjókrimmi

Ég er svo hjartanlega sammála þér að strandveiðar eiga að vera frjálsar, og það er nú þegar búið að takmarka okkur síðan í fyrra núna eru veiðar bannaðar á fös,lau og sun... og minnka þorskígildin á dag.  En samt sem áður er annað og það er að þessi lokuðu hólf sem eru lokuð útaf línuveiðum, ættu að vera opin handfæraveiðum... En það er auðvitað bara mín skoðun , og ég er alveg sammála þér með gæsluna auðvitað ættu þeir að fá aukið fjárframlag.

Sjókrimmi, 18.5.2010 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband