10.5.2010 | 08:46
Um miðnætti var þarna rosalegt sjónarspil
Ég er einn af þeim sem kíki alltaf á vefmyndavélar Mílu og Vodafone af og til. Þegar ég gerði það um miðnætti í gær þá sá ég stórar sprengingar, að mínu mati. Slíkar að ég hélt að það væri eitthvað alvarlegt að gerast. Ég náði að smella af nokkrum í gegnum tölvuna og læt þær fylgja hér með.
Þarna voru stórir hraunmolar að skjótast upp í álíka hæð og fellu niður. Getur einhver fróður lagt mat á hvað glóandi hlutinn nær hátt upp í loft í metrum?
Þetta er áhrifamikið sjónarspil en ég er viss um að mér liði ekki vel að búa í nálægð við þetta óútreiknalega eldfjall.
Öskufall við Skóga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kl 11 í gær urðu skjálftar á 30 km dýpi beint undir eldstöðinni þær hræringar virðast ná beint upp í fjallið á mjög stuttum tíma, Svipað geriðis í síðustu viku skömmu áður en gosið tók kipp.
Guðmundur Jónsson, 10.5.2010 kl. 09:16
Hér eru myndir undan Eyjafjöllum:http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157623898290881/
Njörður Helgason, 10.5.2010 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.