Ennþá í afneitun

Það er hreint ótrúlegt hvað helstu stjórnendur þessa lands eru ennþá í afneitun um hvað er að gerast. Þeir eru ennþá að skara eld að sinni köku og kasta ryki í augu almennings.

Þrátt fyrir stóra hrunið hér á landi þá eru ennþá afvankaðir stjórnendur og stjórnmálamenn sem halda að við séum "bestasta" land í heimi. Á sama tíma vilja þeir ekki koma hreint að borðum og segja hvar peningarnir eru. Þetta gildir um alltof stóran hóp stjórnenda hér á Íslandi. En á milli eru til frábærir stjórnendur - þeir þekkjast á verkum sínum.

Til að minna á alvarlega stöðu Íslands má benda á að það ríkja ennþá neyðarlög hér á Íslandi! Alvarlegar afleiðingar hrunsins fyrir fyrirtæki og heimili eru fyrst að koma í ljós næsta misseri. Í kjölfarið fer boltinn að rúlla og vefur utan um sig. Með afneitun sumra aðila getur þessi kreppa orðið 10-15 ár en ekki bara fimm ár.

Samt vilja þessir stjórnendur bara sínar milljónir á mánuði fyrir að drekka ábyrgðarlaus kaffi og borða rjómatertur í vinnunni án þess að hugsa.

Pinch


mbl.is Segir gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er undarlegt að heyra hann dásama sjóðina þrátt fyrir tapið. En hvar eru stjórnendur annara lífeyrissjóða? Gildi er jú ekki eini sjóður landsins. Hvar eru forsvarsmenn LSR, sem rukkar landsmenn um tapið í formi skatta?

Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband