Færsluflokkur: Fjármál
26.7.2019 | 09:06
Verðtryggingabull og okurvextir
Það rýrnar allt í lífinu. Við eldumst öll og rýrnum. Höfum ekki sama þróttinn um sextugt eins og við höfðum um tvítugt. Dýr og plöntur gera það líka á þeirra lífskeiði. Að lokum líkur því með dauða. Það eru helst málmar sem viðhalda verðmæti sínum með aldrinum.
Þetta vita margir en ekki allir gera sér grein fyrir þessu.
Það er vonlaust að fara með ker fullt af fiski í Bónus til þess að fá mjólk, ost, brauð og lambalæri svo eitthvað sé nefnt. Upprunalegur tilgangur peninga er að auðvelda viðskipti. Gull og önnur verðmæti voru notuð til þess að geyma og sýsla með verðmæti. Núna eru peningar ávísun á verðmæti sem einhver annar getur borgað, sem hefur fengið verðmæti frá þér. Þetta er upprunalegur tilgangur peninga.
Svo datt mönnum í hug að gera peninga að vöru og það væri hægt að hagnast á því. Það var byrjað á því að lána peninga. Menn bjuggu til vexti til þess að hagnast og viðhalda verðmæti peninga sinna. Það var snjöll aðferð. Það var hægt að viðhalda verðlausum peningum við upphaflegt verðmæti sitt (ef vel gengur) og jafnvel að fá smá bónus, sem oft voru notaðir til þess að brúa bilið ef einhver stóð ekki í skilum á geiðslum. Með vöxtum átti að öllu jöfnu að viðhalda verðmætum og koma í veg fyrir rýrnun.
Hér á Íslandi var ekki nóg að eiga pening og fá vexti af þeim. Þennslan var slík að peningar rýrnuðu með miklum hraða. Því meiri peningar sem voru í umferð .Þeim mun meira lækkaði verðmæti þeirra. Það var orðið nauðsynlegt fyrir þá sem eiga peninga að koma þeim í umferð strax og fá ávöxtun. Þeir sem raunverulega voru að búa til verðmæti voru fljótir að finna lyktina og hækkuðu bara verðið í þá átt sem markaðurinn þoldi. Þetta kallast verðbólga.
Þeir sem voru ríkir af peningum fundu líka lyktina á því hvernig hægt væri að græða á peningum; að lána peninga á háum vöxtum þannig að þeir ávöxtuðu fé sitt mjög vel, langt umfram áhættu sem fylgir því að lána peninga.
Þetta var ekki nóg. Það þurfti að græða líka á peningum aukalega.
Upp var því tekin verðtrygging (sem upphaflega vextir áttu að dekka). Það var fundin upp einhver aðferð að reikna út hvað verðmæti rýrnuðu og bæta því við höfuðstólinn sem upphaflega vextir áttu að dekka.
Það var ekki nóg, heldur voru vextir verðtryggðir líka.
Þarna komum við inná afleiðuviðskipti, sem verðtrygging er. Hér á Íslandi er verðtrygging byggð á huglægu mati. Það er fundið út hvað meðalfjölskylda eyðir miklu í hitt og þetta. Til dæmis matarinnkaup, fatnað, flugferðir, bílakaup, leiguverð íbúða og svo framvegis.
Eftir því sem meira er neytt því hærri verður verðbólgan. Því hærri sem verðbólgan er því hærri verður verðtrygging og vextir líka. Sem sagt, þeir sem eiga peninga til að lána öðrum eru stöðugt að græða langt umfram því sem vextir áttu að dekka. Þeir sem skulda tapa mun meira en þeir eiga skilið.
Afleiðuviðskipti, sem verðtrygging er, er ekkert annað en spákaupsmennska sem aðeins sérmenntaðir einstaklingar eiga að fást við, eftir langa menntun. Hér á Íslandi er þessum afleiðuviðskiptum varpað á þjóðina sem margir hafa varla háskólamenntun til þess að gera sér grein fyrir hvað þeir eru að hlekkja sig við í skuldafangelsi. Þegar fólk tekur verðtryggt lán, þá reiknast upphæðin langt í framtíðina með stjarnfræðilegum upphæðum, sem fólk tekur trúanlega að það verði komið með stjarnfræðilega há laun á sama tíma. Sú er raunin ekki.
Það þarf ekki nema íslenskt efnahagshrun, alvarlegan jarðskjálfta, eldgos, stríð eða önnur áföll, þá hækka lánin strax. Sem sagt lánveitandi er tryggður bak og fyrir, en lántakandi er hjálplaus og án allra varna.
Verðtrygging er bull og böl. Þetta er eitthvað sem þarf að afnema sem fyrst. Láta markaðinn stjórnast af eðlilegum vöxtum. Það er mikilvægt að það sé hægt að hafa neikvæða vexti af og til, til þess að auka hagvöxt. Það er ekki hægt með verðtryggingabulli.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2018 | 18:25
Smálán og verðtryggð lán - sama bölið
Það er ánægjulegt að Alþingismenn eru að vakna til lífs og sjái okrið á smálánum.
En ánægjulegra væri ef þau vöknuðu til lífs varðandi verðtryggð lán. En þar setja þau sjónaukann fyrir blinda augað og segja ekkert.
Þau hamra á fjármálalæsi en það er nánast vonlaust fyrir flesta að vita hvernig verðtryggð lán enda - enda ekki hægt - þó þú sért dúx í fjármálum, viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.
Verðtryggð lán ætti að vera fyrir löngu búið að afnema, nema til fagaðila.
Ef menn þora ekki að afnema hana á einu bretti, þá að minnsta kosti taka húsnæðisliðinn út til að byrja með. Á sama tíma festa neyslukörfuna þannig að sömu vörur/þjónusta haldi vægi sínu út tímann - en ekki sé flakkað með neyslumynstur á hverjum tíma eftir því hvað er í tísku hverju sinni.
Smálán ekkert annað en óværa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2016 | 13:36
Er verið að kaupa aftur hlutinn sem seldur var nýlega?
Það er ekki langt síðan útvöldum var leyft að kaupa hlut Arion banka í Símanum á undirverði þar sem kaupendur högnuðust verulega þegar Síminn var svo settur á markað.
Núna er Arion banki að kaupa aftur hlut í Símanum. Hvað er eiginlega í gangi hér? Er Arion banki að hugsa um hag eiganda sinna?
Arion kaupir 36 milljóna hlut í Símanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2016 | 17:09
Er ekkert fyrirtæki hér á Íslandi með ISO 9001 vottun?
Mér skilst að Þór sé skilgreint sem varðskip og þurfi því ekki að bjóða út evrópska efnahagssvæðinu. Hefði ekki verið upplagt að bjóða þetta út á Íslandi og halda uppi atvinnu og spara gjaldeyri? Eru kannski ekki fyrirtæki hér á Íslandi sem hafa burði til þess að gera þetta?
Kæra útboðið á viðgerð Þórs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 18:29
Eins og rjúpur við staur
Þeir sem þekkja til hvernig peningar og vextir vinna vita að þetta er bara sandkassaleikur hjá Seðlabanka Íslands. Einhver sýndargjörningur sem bítur lítið sem ekkert á - ekkert frekar en loforðsræða íslensks stjórnmálamanns í vínsmökkun.
Þetta bítur lítið á meðan verðtryggingin er til staðar sem og gjaldeyrishöft. Flestir í dag eru ekki að taka lán nema til þess að jafna sig eftir hrunið 2008 - sem var fyrirsjáanlegt hjá þeim sem vildu sjá!
Háir vextir eru mælikvarði á því hversu lélegur gjaldmiðillinn er. Verðtrygging er í raun "tryggingarauki" fyrir þá sem vita að það er ekki hægt að ganga að vöxtum vísum til tryggingar.
Best væri að hafa engar vísitölutryggingar og láta vaxtastig ráða ferðinni. Þá gætu þessir vextir virkað á móti verðrýrnun krónunnar. Ef það er of mikil þensla án framleiðsluaukningar í samfélaginu þá er hægt að hækka vexti og það bítur. Ef það er samdráttur þá er hægt að lækka þá niður.
Það rýrnar allt í lífinu. Það er ekki hægt að ganga að því gefnu að allt haldi verðmæti sínu. Manneskja eldist og deyr. Vatn gufar upp. Járn veðrast. Rafmagn leiðir út. Svona mætti lengi telja. Ef peningar eru ávísun á verðmæti (vinnustundir, vatn, járn eða rafmagn) þá er eðlilegt að álykta sem svo að þeir hljóti að rýrna líka. Peningar eru ekkert annað en ávísun á verðmæti sem einhver manneskja hefur látið af hendi.
Það er óöruggt að eiga peninga. Þeir byggjast alltaf á því að einhver vilji taka við þeim og geti notað þá áfram. Það halda því margir fram að ef verðtrygging verður tekin úr umferð hér á landi þá muni það bitna á lífeyrissjóðskerfinu. Það er í grundvallaratriðum rétt enda er ekkert lögmál jörðinni sem segir að allt muni endast órýrnað að eilífu. Besti lífeyrissjóður allra er yngra duglegt fólk sem heldur samfélaginu gangandi og borgar skatta.
Íslensk verðtrygging og lífeyrissjóðskerfið hér á landi er að mínu mati eitt mesta pýramídasvindl í heiminum. Það byggist á því að stöðugt er verið að greiða í það en fáir útvaldir njóta góðs af því - mest öll verðmætasöfnunin er étin upp af ákveðnum einstaklingum í rauntíma. Þessi gagnrýni mín á ekki við gegnumstreymiskerfi eða lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
Sammála um vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2010 | 12:42
Fyrning á báða bóga?
Almennar kröfur fyrnast á fjögurra ára fresti nema þær séu endurnýjaðar reglulega. Það sem var gert upp fyrir fjórum árum er því fyrnt á báða bóga. Hvorki skuldari eða lánadrottinn geta því ekki gert kröfu um endurgreiðslu eða leiðréttingu.
Hins vegar má eflaust teygja lopann ef lánasamningur var ennþá í gildi eða óuppgerður innan síðast liðinna fjögurra ára. Þá tel ég að lagabrotið í heild sinni sé ekki fyrnt. En þá verða menn að vera snöggir því hver dagur telur.
Varðandi skattalegu hliðina á þessu, þá skilst mér að einungis sé hægt að gera leiðréttingar sjö ár aftur í tímann.
Glugginn opnast fyrir nýjar kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)