Færsluflokkur: Samgöngur

Við þurfum fleiri skip og þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna

Þetta atvik í Noregi með Viking Sky hlýtur að kenna okkur að við þurfum fleiri skip eins og Þór fyrir Landhelgisgæsluna og fleiri þyrlur. Bara á Akureyri er áætlað að 209 skemmtiferðaskip heimsæki Akureyri árið 2019. Með um 159.238 farþega fyrir utan áhafnir.

Þó það er að mestu um sumartímann þá kemur það ekki í veg fyrir svipað ástand gæti gerst eins og í Noregi.

Svo eru sjúkrahúsin ekki tilbúin að taka við miklum fjölda, hvorki á Akureyri né í Reykjavík. En sennilega er gert ráð fyrir fjöldahjálparstöðvar, eins og til dæmis ef stór flugslys verða.


mbl.is „Okkur er öllum brugðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug­véla­eldsneyti frá árinu 2006 getur varla verið gott

Ég hjó eftir í fréttinni að flug­véla­eldsneytið er allt frá árinu 2006. Venjulegt bensín fyrir bíla byrjar að rýrna eftir 6-12 mánuði og almennt er eldsneyti ekki talið nothæft eftir tvö ár.

Þetta fer hins vegar eftir því hvernig eldsneytið er geymt. Við fullkomnar aðstæður getur það varðveist í mörg ár.

Þarna er verið að tala um allt að 12 ára gamalt flug­véla­eldsneyti til sölu. Það getur varla verið gott fyrir flugvélar þar sem öryggiskröfur eru miklar. En kannski er hægt að nýta það í eitthvað annað.

Hins vegar er tekið fram að „Það er á ábyrgð kaup­anda að meta og kanna gæðin [..]".

Ps. ég er ekki sérfræðingur í þessu, þetta er bara almenn þekking.


mbl.is Gæslan auglýsir olíu til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þau stöðva ekki fyrr en í heima­höfn"

„Þau stöðva ekki fyrr en í heima­höfn. Á meðan þau eru í sigl­ingu í er­lend­um höfn­um þá halda þau áfram allt þar til þau koma í heima­höfn,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að því taki um viku að stöðva öll skip­in.

Hvar er heimahöfn þessara skipa? Síðast þegar ég vissi þá er heimahöfn flestra þeirra erlendis. Getur til dæmis Goðafoss og Dettifoss bundist við bryggju í sinni heimahöfn sem er Saint John, Antigua and Barbuda?


mbl.is Tekur viku að stöðva öll skipin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Eimskip einhver skip á Íslandi?

Samkvæmt því sem ég best veit þá á þetta óskabarn þjóðarinnar, Eimskipafélag Íslands, ekkert skip skráð á Íslandi. Ef ég hef rangt fyrir mér, getur þá einhver bent á skip sem þeir eiga og er skráð hér?

Í reynd á það víst að vera þannig að það eru engin fraktskip skráð á Íslandi, nema í mesta lagi eitt.

Hvað veldur þessu? Stjórnvöld? Skatturinn? Launamál?

 


mbl.is Óskabarn þjóðarinnar 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvellir í þéttbýli: Ronald Reagan Washington flugvöllur vs. Reykjavíkurflugvöllur

Þar sem oft er verið að gera samanburð á erlendum flugvöllum innan þéttbýlis og borga þá er ágætt að gera raunhæfan samanburð (1:1). Hér tek ég Ronald Reagan Washington flugvöll sem dæmi og miða við Reykjavíkurflugvöll.

Almennt er leitast við að setja ekki öll eggin í sömu körfu þegar kemur að þjóðaröryggi, en hér á Íslandi er öllu hrúgað á sama stað vegna íhalds- og þægindasjónarmiða.

Það dytti fáum þjóðum í hug að hafa bæði forseta, ráðherra og alþingismenn á brautarenda alþjóðlegs flugvallar. Hvað gerðist ef Boeing 757 þyrfti að nauðlenda úr norðri þegar það væri þingsetning?

Svo er sjaldgæft að eina "alvöru" sjúkrahús landsins sé svona nálægt alþjóðlegum flugvelli. Þar fyrir utan gæti sjúkrahúsið sennilega ekki sinnt stóru flugslysi með góðu móti vegna vanbúnaðar. Það skiptir engu máli hvar á landinu stór alvarleg flugslys yrðu - sjúkrahúsin hafa enga burði til þess að sinna slíku - þau hafa ekki einu sinni burði til þess að sinna þjónustu við borgara miðað við það sem hefur komið fram opinberlega undanfarið.

Ég hélt að það væri liðin tíð að smíða stór skemmtiferðaskip og hafa alltof fáa björgunarbáta um borð eins og frægt varð með Titanic slysið fyrir 101 ári síðan.


Fjölmargar stofnanir ríkisins stóðu í þeirri merkingu

Fyrst þegar ég heyrði af þessum orðrómi um að flugvél frá bandaríska flugflotanum væri að flytja sprengiefni á Akureyrarvöll fyrir Vaðlaheiðargöng, þá fannst mér það auðvita ótrúlegt. Það fer enginn að flytja sprengiefni með flugvél nema þá í hernaði. Aldrei of nálægt byggð nema það sé stríð - sérstaklega ekki á Íslandi.

Það má ekki einu sinni flytja notaða bílavarahluti, sem hafa komist í tæri við eldsneyti, með flugvél.

Fyrir utan það rökrétta í málinu þá hefði það aldrei rúmast innan kostnaðaráætlunar Vaðlaheiðarganga að flytja eitthvað með leiguflugi frá bandaríska flughernum - hvort sem það væri sprengiefni eða varahlutir. Smile

Það sem hins vegar slær mig við þessa frétt er þetta:

Fjölmargar stofnanir ríkisins stóðu í þeirri merkingu

Ef þetta er rétt sem stendur í fréttinni þá finnst mér sinnuleysið hjá þessum ríkisstofnunum vera umtalsvert. Hvaða stofnanir ætli þetta séu? Ég er nokkurn veginn viss um að það hafi ekki verið lögreglan, Almannavarnir eða slökkvilið. Ef þetta hefði verið raunin þá hefðu auðvita allt slökkviliðið verið í viðbragðsstöðu og sennilega flest allir viðbragðaðilar líka. Venjulega er mikið magn af sprengiefni ekki flutt nema í fylgd lögreglu - a.m.k. í þéttbýli.

Í alvöru, hverjum myndi detta í hug að flytja mikið magn af sprengjuefni með flugvél hér á landi?


mbl.is Herflugvél á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettifoss og Goðafoss eru ekki íslensk skip

GoðafossBæði Dettifoss og Goðafoss eru skráð erlendis. Þau eru bæði skráð í Antigua & Barbuda sem er pínulítil eyja í Karabíska hafinu. Þar af leiðandi eru þetta erlend skip og koma skipaflota Íslands ekkert við frekar en skipið "Adventure of the Seas".

Eflaust eru meiri líkur á því að það séu fleiri íslendingar um borð í Adventure of the Seas heldur en flutningaskipunum sem rangt var farið með sem íslensk skip.

Í reynd er sorglegt að segja frá því að það er ekkert flutningaskip skráð á Íslandi. Samt er Ísland eyja á miðju Atlantshafi og algjörlega háð flutningum á sjó. Þetta væri svipað kjánalegt og það væri ekki til neitt fiskveiðiskip til á Íslandi.

Mér skilst að þetta sé vegna ofurskattheimtu hins opinbera hérlendis. Það vita allir af þessu en enginn tekur á málunum.

Saint John, Antigua and Barbuda, heimahöfn Goðafoss og Dettifoss

Heimahöfn Dettifoss og Goðafoss

Eitthvað segir mér að hvorki Goðafoss né Dettifoss geti athafnað sig með góðu móti í eigin heimahöfn, hvað þá leggst að bryggju. Smile 

(Myndin efst til hægri er af heimasíðu Eimskip.is en þar má jafnframt finna nánari upplýsingar um skipin sem þeir notast við. Myndin af höfninni er tekin úr Google Maps.)

 


mbl.is Farþegaskip á stærð við tíu Dettifossa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndu göngin vera opin?

Það er ekkert nýtt að Víkurskarðið sé lokað og þar sé vörubíll fastur. Hann væri sennilega ekki fastur þarna ef það væru göng undir Vaðlaheiði.

Oftar en ekki þá er horft framhjá hlutum eins og þessum þegar rætt er um göng undir Vaðlaheiði, sem og á öðrum stöðum.

Þessi vörubíll er kannski að fara með nauðsynlega varahluti sem þarf að nota í fiskvinnslu þar sem 100 manns starfa. Eða matvöru fyrir byggðarlag. (Ég nefni þetta bara sem dæmi þar sem ég veit ekkert hvað hann er að flytja.)

Er gert ráð fyrir svona hlutum í arðsemisútreikningum?


mbl.is Ófærð fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband