22.3.2008 | 10:49
Vald veitir hamingju - ef það er notað á aðra!
Nú er ég að snúa út úr með fyrirsögn minni. Auðvita líður flestum vel þegar þeir gefa eitthvað af sér til þeirra sem hafa það ekki eins gott. En að fullyrða að það séu peningar sem slíkir finnst mér í besta falli kjánalegt. Til að reyna vera ennþá fyndnari: er átt við íslensku krónuna sem er að hríðfalla í verði? Þetta ætti frekar að vera "Að hjálpa öðrum veitir hamingju".
Það mætti halda að fjármálasérfræðingur, stjórnvöld eða íslenskur banki hafi skrifað þessa frétt. Jú, auðvita þurfa þeir á peningagjöfum að halda. (er þetta bón?) Þetta eru bara mín tvö sent (eða 310 íslenskir aurar - áður en tvö núll voru tekin af! (eða 31.000 aurar)).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.