9.9.2016 | 02:38
Osiris REx skotið til Bennu - Heimsviðburður
Af því að Morgunblaðið hefur ekki ennþá sagt frá þessu þá má ég til með að gera það. Þann 8. september 2016 kl. 7:05 á ED tíma tókst NASA að skjóta upp Osiris REx geimflauginni á loft til móts við smástirnið Bennu þar sem ætlað er að safna sýnum sem gæti varpað ljósi á uppruna lífsins og hvernig Jörðin varð til eins og við þekkjum hana.
Skotið heppnaðist fullkomlega. Eldflaugin er mjög tæknilega vel búin í alla staði. Þekkingin kemur víða að úr heiminum þó verkinu sé stýrt af NASA.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.asteroidmission.org/
Merki hér að ofan og upplýsingar eru eign NASA.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.