28.8.2016 | 12:51
Netlögga Íslands mun ráðleggja National Security Agency USA
Varðandi aukið eftirlit með netnotkun þá vil ég taka fram að þetta getur aldrei orðið að veruleika enda ekki hægt að framfylgja þessu tæknilega. NSA (National Security Agency - USA) gæti það ekki einu sinni.
Þetta væri kannski hægt með því hreinlega slökkva á Internetinu á Íslandi. En þá færi allt samfélagið á hliðina varðandi opinberar stofnanir, banka, fyrirtæki, símasamskipti, ferðaþjónustu, sjúkrahús o.s.frv.
Þetta er bara enn eitt polítíska dellumálið sem marg oft er búið að skoða.
Það væri hreinlega ódýrara fyrir dómsmálaráðuneytið að gefa "rétthöfum" t.d. 300 milljarða á ári til að vega upp á móti samfélagslegu tjóni að slökkva á Internetinu. Ég held að íslenskir "rétthafar" hafi ímyndað sér að þeir þurfi bara einn milljarð til þess að verða sáttir. Ef það er til tími og peningar þá ætti að stofna sérstaka lögregludeild sem fylgist með að "rétthafar" og "söluaðilar" skili höfundalaunum til íslenskra höfunda. En þá á auðvita eftir að friða erlenda "rétthafa".
Ég er sjálfur listamaður og ég hvet alla til þess að virða höfundarétt. Það er fljótt að fréttast út ef einhver er að dreifa einhverju ólöglega - sérstaklega hér á Íslandi. En við ráðum ekki við restina af heiminum.
Ef það má auka við netlögguna þá vona ég svo sannarlega að það verði sérstaklega nýtt til þess að rannsaka barnaníð, fíkniefnasölu, hatursglæpi, tölvuárásir o.s.frv. Það myndi nýtast venjulegu löggunni mjög vel til þess upplýsa glæpi sem eru á hennar könnu.
Smá húmor í lokin um öfgana. Þetta spilast beint frá All 4, Channel 4 í gegnum Facebook server (er ekki stolið eða vistað á blog.is og er opið almenningi á milli flestra landa).
Ólöglegt og ómögulegt neteftirlit? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að margir dreifi íslensku höfundarréttarvörðu efni í dag sem hefðu aldrei gert það fyrir nokkrum árum. Ég veit bara að Deildu breytti um stefnu eftir að t.d rithöfundar og tónlistarmenn fóru að væla í fjölmiðlum um að allir sem notuðu deildu væru að stela frá þeim, ég notaði deildu mikið á þeim tíma og hafði aldrei séð íslenskt efni þar inná. Ég fór meiraðsegja á pirate bay og leitaði að þeim sem voru mest að væla og fann ekkert þar heldur. Það var að vísu hægt að ná í þætti af Dagvaktinni og Næturvaktinni á pirate bay, en lítið meira. Einstaka geisladisk en það virtist ekki vera neitt rosalega vinsælt að ná sér í þá, miðað við niðurhalstölurnar (ekkert miðað við t.d þá sem náðu sér í Vaktaþætti). Í dag hef ég ekki minnsta samviskubit yfir að ná mér í íslenskt efni (hef bara því miður lítinn áhuga á því) og deildu breyttu um stefnu bara útaf þessu heimskulega ofstæki og hvetja nú beinlínis til að íslenskt efni sé sett inn. Það er mjög vinsælt, og þeir sem njóta þess geta einungis þakkað Bubba og félögum, því vitleysan og ruglið í þeim varð til þess að íslenskt efni flæðir nú um netheima ;)
Ætli það sé yfirhöfuð eitthvað verra að stela sér afþreyingarefni en að kalla saklaust fólk þjófa?
halkatla, 28.8.2016 kl. 19:07
Ég er ekki að skipta mér að því þó einhverjir séu í stríði við "rétthafa" en ég myndi alla vega ekki taka þátt í því. Hins vegar varðandi öfgana sem tengist efni greinarinnar hjá mér hér að ofan þá setti ég inn myndband sem Channel 4 (All 4) gerði. Þarna er verið að gera grín af nákvæmlega því sem ég fjalla um hér að ofan. (Ég bætti því við eftir að halkatla skrifaði inn sína athugasemd, þannig að það var ekki í upphaflegri grein.)
Sumarliði Einar Daðason, 29.8.2016 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.