Eru útfluttar landbúnaðarvörur niðurgreiddar?

Eins og flestir vita þá fá bændur og bændasamtökin einhverja milljarða í niðurgreiðslur eða styrki frá skattgreiðendum. Ég hef heyrt að það sé til þess að styrkja þessar greinar og til þess að halda verðinu niðri.

Nú er búið að vera flytja landbúnaðarvörur, s.s. skyr og lambakjöt, til útlanda og slíkt er stöðugt að aukast samanber þessa frétt.

Er verið að niðurgreiða þessar vörur af íslenskum skattgreiðendum? Ef ekki, hvernig fara bændur að því að sundurskilja framleiðslu sína; það sem er framleitt fyrir innanlandsmarkað og svo það sem er flutt út?

Ég geri fastlega ráð fyrir að bændur séu ekki með þetta aðskilið. Ef svo er, er þetta réttlátt eða er þetta hluti af þróunaraðstoð Íslands?


mbl.is Skyrmarkaður erlendis tvöfalt stærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í samanburði við þau ríki  sem leggja flatan velferðaskatt [þjóðaröryggisgjald] 17,5% til 20,0% á brúttó árs reiðufjár innkomu allra sinna Ríkisborgara , og Atvinnurekendur skila sömu upphæð af útborguðu til starfsmanna, þá er öll laun niður greidd hér , þau lægstu hlutfallslega mest.
Í USA ef allir borgar er með 1100 milljarða í brúttó reiðufjár innkomu, 900 milljarða vegna vinnu hjá öðrum. 

Þá rennur til velferða kerfis í grunn þar frá skilað í nafni allra borgara: 164 milljarðar framlag atvinnurekenda 900 milljarðar x 17,5/117,5= 149 milljarðar . Alls   313 milljarðar : Grunnheilsa og framfærslu lífeyrir. Langtíma fjárlaga rammar þar sem þetta er lámark til að allir geti lifað með reisn og sem lengst.
Þrepa skattar ,eð persónu afslætti er viðbót á þá með mestu innheimt á markaði. 

Dæmi USA Brúttólaun einstaklings eru 8 milljónir þá er tekið af  1.2 milljónir í Velferð. [Fyrirtæki skilar 1.2 milljónum á móti]. 

Segjum að innkoma af 1 þrepi stjórnsýslu skatta fjármagni rekstur Sveitarfélags, afláttur sé 6 milljónir af Brúttó launum [Salary]   og prósenta 8,0% . Þá fær sveitarfélagið : 8-6 milljónir  x 10/110 = 182.000 kr.

Einstaklingur fær til ráðstöfunar: 8 - (1.2 + 0,8) = 6 milljónir . Alls tekið af honum  2 milljónir eða 25% .
Launakostnaður  atvinnurekenda er 9.2 milljónir og skilar hann af því 3,2 milljónum  í velferðar og þrepskatt, Það er 35%.

Ísland er þess vegna ekki með sömu borgarréttindi og Vestræn markaða ríki ekki með fjármögnun á grunnframfærslu og heilsu tryggingu sem fast hlutfall aF RAUNVIRÐI HEILDAR ÞJÓÐAR INNKOMU.  ÞAÐ ER ENGIN  FLATUR VELFERÐA SKATTUR HÉR , Persónuafláttur  skilar svo engu útsvari af fyrstu 150.000 kr. úrborguðu til starfsmanns í hverju mánuði. 

Um 120 milljarða velferðar afsláttur hér miðað við helstu samkeppni ríki. Á móti ofur prósentur á því sem fer yfir 150.000 kr. á mánuði út .  Skyldu iðgjalda skattar til ellitrygginga sumra atvinnurekenda. 

Employer scheme í UK og Danmörku  og Þýskalandi eru viðbótar ellilífeyrir.

Séreignar lífeyrir er þriðja innkoma , án ríkis ábyrgðar.

Júlíus Björnsson, 12.12.2013 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband