23.8.2013 | 13:28
Landvirkjun að tapa fé?
Þegar ég heyri að fyrirtæki eins og Landsvirkjun sé að tapa peningum þá sperri ég eyrun. Tæknilega eiga svona fyrirtæki ekki að geta sýnt tap nema t.d. það eiga sér stað náttúruhamfarir, hryðjuverk eða eitthvað álíka óvænt áfall.
Nema auðvita að þau fari fram úr sjálfu sér í offjárfestingu.
En það kemur fram í fréttinni að þetta er vegna afleiðuviðskipta tengt álverði. Fyrst að svo er má þá ekki spyrja sig hvort Landsvirkjun er orðin of háð þessum álfyrirtækjum? Til dæmis með lélegum samningum?
Það eru engin teikn á lofti um að það verði viðsnúningum í heimsmálum á næstu misserum. Nema auðvita það brjótist út stórt stríð einhverstaðar. Það mun eflaust hækka álverðið og bæta afkomu Landsvirkjunar. Ég er á móti stríðum og er bara að benda á kaldhæðnina í þessu.
Fyrirtæki eins og Landsvirkjun eiga að mala gull.
Landsvirkjun tapar 6 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Landsvirkjun er illa rekið fyrirtæki enda hefur forstjórinn meiri áhuga á að drýgja sínar tekjur með stjórnarsetu í einkafyrirtækjum út í bæ m.a. VERITAS
Landsvirkjun vill með öllum ráðum leggja rafstreng til Evrópu
Því þá geta þeir hækkað rafmagnsverð til almennings í samræmi við hæsta verð á samkeppnismarkaði í Evrópu
Grímur (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 18:22
Ég þekki ekki tengsl forstjóra Landsvirkjunar við Veritas en ég hefði haldið að það starf að vera forstjóri Landsvirkjunar (gulleggi þjóðarinnar) væri meira en fullt starf.
Þetta með sæstreng til Evrópu er bara brandari. Tæknilega er þetta alveg hægt. En þá myndi allt raforkuverð hækka hér á Íslandi. Fólk hér á Íslandi þyrfti að velja á milli þess að fylla tankinn á bílnum eða kaupa rafmagn fyrir vikuna. (Án spaugs!)
Sérstaklega í ljósi þess að Landsvirkjun nær ekki að semja við einstaka álver þannig að öruggt sé. Hvernig heldur að þessir samningamenn Landsvirkjunar lendi í samningaviðræðum þegar þeir þurfa að fást við alvöru hrægamma sem sýsla með orku um allt meginlandið? (Evrópu og allt kerfið sem tengist út frá því.)
Sumarliði Einar Daðason, 23.8.2013 kl. 20:31
Heildsalar í grunni allra ríkja , skipta milli sín því reiðfé sem fer í grunni á hverju ári. Í heildina græðir enginn á öllum 5 árum og örugglega á öllum 30 árum. Raunvirði er ákveði með reiðfé loka kaupenda. Eftirspurn ræður framboði, og þegar vestur lönd takmarka reiðufé sinn almennu neytenda þá stórgræða seljendur [fjarfestar] í ríkjum sem ekki er orðin stöndug: allir búnir að fá nóg. Steinar frá S-Ameríku hafa hækkað um 500% í raunvirði þegar selja á neytenda mörkuðum í USA. Ísland getur ekki grætt á sölu í efnahagsgrunni annarra ríkja: vegna þess að þykja ekki fair "traite" gróðinn á skila mestu þegar loka kaupandi staðgreiðir körfuna. Það sem ekki lífeyrisnauðsynlegt og selst almennt eða daglega getur skilað mestum gróða á hlutabréfamarkaði. Verðtrygga á áhættu um raunvexti í breiðúrvali heildsala í grunni er fýsilegt fyrir þá sem vilja viðhalda hlutdeild sinnar fjölskyldu í heimsskiptingu reiðufjár: vali=>vald.
Júlíus Björnsson, 25.8.2013 kl. 03:23
http://veritas.is/um_veritas/stjorn/
Rafstrengur brandari?
Ónei það er hópur manna sem vinnur markvisst að því að selja íslendingum þessa hugmynd. Einfaldlega vegna þess að þeir telja sig sjá persónulega gróðarvon skítt með það þó sá gróði sé sóttur beint í vasa almennings
Grímur (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 16:09
Mér finnst það sem þú ert að segja mér Grímur, þurfi nánari skoðun. Landsvirkjun er í ríkiseigu og þeir sem vinna hjá því fyrirtæki eru opinberir starfsmenn. Alveg sama þó eignaaðild sem flækt með hlutafélagalögum.
Mér sýnist að mál eins og þetta - að opinber starfsmaður sé að hagnast á stöðu sinni - eigi heima hjá einhverju innra eftirliti hjá hinu opinbera.
Ég er að vanda orðavalið og passa mig að fullyrða ekki neitt.
Sumarliði Einar Daðason, 27.8.2013 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.