11.4.2013 | 03:08
Að stinga höfðinu í sand
Ég persónulega er búinn að fá leið á því að ný frjálsir fangar geti bara valsað um frjálsir og hótað mér og fjölskyldu minni. Það er vitað mál að fangelsismál hér á Íslandi eru í ólestri. Dópdreifing í fangelsum er ekkert minni en í miðbæ Reykjavíkur og net- og símanotkun (til þess að taka þátt í fyrri hegðun) er algengari en krakkar í grunnskólum komast upp með (ég er að benda á að aginn er meiri í grunnskólum).
Það líða oft misseri áður en glæpamenn eru vistaðir í fangelsum hér á landi frá því að þeir voru dæmdir. Á undan því þá voru kannski mál þeirra að velkjast um í kerfinu næstum því út fyrningarfrest á lögbrotinu.
Ég er ekki afbrotasérfræðingur en ég veit það allavega að fangelsiskerfið hér á Íslandi hefur engan fælingarmátt varðandi glæpamenn sem almenningur á að fá frið fyrir.
Auðvita eru sumir sem þurfa að taka út refsinguna sína samkvæmt lögum og læra af því. Ég er ekki að halla á þá einstaklinga.
En svo eru það hinir sem eru reglulegir fastagestir og fyrir þeim er þetta bara frí. Fangelsismál hér á Íslandi eru í ólestri og stjórnvöld bera ábyrgð á því. Það væri ágætis byrjun á því að banna fíkniefni í fangelsum og banna notkun nets og farsíma. Ef fangelsisstofnun tækist það bara í tvo daga eða svo þá myndu sumir fangar kannski upplifa fangelsi sem ávísun á að það væri kominn tími til þess að hugsa sín mál.
Ég get ómögulega talist blóðþyrstur því ég hef oft verið tekinn fyrir sem lögreglumaður af "ný-frjálsum" föngum þar sem á ekki bara að berja mig í tætlur heldur líka nauðga dóttur minni: og ég sem er ekki einu sinni lögreglumaður né á dóttir!
Hvernig er eiginlega lífið hjá raunverulegum lögreglumönnum?
Gegnsýrt af hatri og heift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.