1.11.2012 | 09:58
Noregur, Danmörk og Seychelles að skila hlutfallslega meiri tekjum
Þetta er villandi frétt.
Bara ef súluritin eru skoðuð þá eru Noregur, Danmörk og Seychelles að skila hlutfallslega meiri tekjum miðað við afla. Við ættum að ná 25-100% meiri tekjum ef við tækjum þær þjóðir til fyrirmyndar.
Kannski er það vegna þess að stór hluti aflans á Íslandi er fluttur óunnin út.
Getur það verið að útgerðir hérlendis eru að selja sjálfum sér fiskinn erlendis og vinna hann þar til þess að komast fram hjá brengluðu efnahagslífi hér á íslandi?
Danir veiða lítið en margfalda verðmætin.
Ekkert ríki skapar jafn mikil verðmæti úr fiskveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
stærsti hlutinn af svarinu liggur í að engin önnur þjóð skuldar eins mikið í sjávarútveginu (sem lækkar afkomu greinarinnar, sem er það sem þú ert væntanlega að spyrja um).
fjármagnskostnaður var u.þ.b. 900% af auðlindagjaldi 2010 - sem er ástæðan fyrir því að fiskvinnslan kvartar svona hátt. M.ö.o. - stór hluti af tekjum úr sjó hverfur inn í bankana í formi vaxta - og svo aftur í formi afborgana af "eignum" (kvóta) - m.ö.o. þeir keyptu "loforð" á yfirverði.
Eiginfjárstaða greinarinnar í síðustu úttekt sjávarútvegsráðuneytisins, var u.þ.b. 4% (að meðtöldu veð-verðmæti kvótans) - m.ö.o. 96% var í skuld. Það toppar engin önnur þjóð.
þegar þú svo aftur skoðar hversu stór hluti af vöxtum og afborgunum fara til erlendra banka - sem heldur gengi krónunnar niðri (m.v. ef "loforð um hlutfall af kvóta" væru ekki fjármögnuð með lánum) - þá má spyrja:
Helst gengi krónunnar lágt vegna skuldsetningar sjávarútvegsins, sem svo aftur hjálpar þeim að þéna fínt af útflutningi?
Hvað þá um hin 75% þjóðarinnar sem skapa óskuldsettar útflutningstekjur (eða amk. með hærra eiginfjárhlutfalli)?
Lágt gengi krónunnar hjálpar þannig þeim sem stýra tekjum af sjávarútveginum til að halda yfirráðum af 1/4 útflutningstekna, að mestu í skjóli (erlendra?) banka - og það kallar á enga smá hagsmunabaráttu.
baldvin kristjánsson (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 10:33
Ég skil ekki greinina öðruvísi en hér sé að tala um brúttótekjur. Sé ekki alveg hvernig þessi langa athugasemd á við?
Hákon (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 11:23
þetta er augljóslega rétt hjá pistlahöfundi.
Enn einu sinni er LÍÚ-Moggi caught lying.
þetta er líka dæmi um hveLÍÚ/Sjalla/Mogga propagandað er einfalt og hrátt og líkt og þeir haldi að allir séu bara fábjánar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2012 kl. 12:21
Þetta er yfirborðskenndur samanburður. Norskur sjávarútvegur er ríkisstyrktur en íslenskur ekki.
Ef skoðað væri kr á kg kæmi í ljós að íslendingar fá hæsta verð pr kg. Getið þið skoðað glærur Daða Más því til stuðnings: http://www.liu.is/files/Daði%20Már_456780266.pdf á glæru 15 getið þið séð að t.d. er verð á Ýsu allt að tvöfalt hærra frá Íslandi en Noregi. Flatfiskur 1,5 x hærri, Ufsi 1,25 og þorskur á pari.
Ísland er jafnframt eina landið sem er hætt að flytja út heilfrystann fisk. En samkeppnisaðilar okkar flytja mikið út af heilfrystum fiski, senda hann líka til kína í vinnslu og þar er hann frystur aftur fyrir markað. Hæst verð fæst fyrir fersk flök, það er ekki hægt að fullvinna það neitt frekar. Ef þér dettur í hug að hærra verð fáist fyrir það að velta fiskinum upp úr raspi eða sulla sósu yfir hann áður en hann er fluttur út er það misskilningur.
Ómar Bjarki, alltaf málefnalegur.
Njáll (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 08:34
Íslendingar stunda mikið af niðurgreiðslum:
Fob verð eru þegar söluskattur er af: fá er eftir : eingarskattur: hráefnis kaup, orku kaup : útborgað kaup [vegn húsnæðis og neyslu starfsmanna] og launskattar og fleira.
Húsnæði starfsmanna er eða var niðurgreitt með subveðskuldar formum, launskattur með afslætti per starfsmann.
Ef við seljum þýsku kaupanda þá gilda hans hugmyndir um raunvirði, þess vegna er hægt að lækka heima raunvirðið eins og Norðmenn gera með beinum niðurgreiðslum til að tryggja full launa og eignaskatta og vaxtaskatta. Verjast undirboðum frá Íslandi meðan gengið var falsað , og lánafyrirgreiðslum dælt í sjávarútvegin [frá hráefnis kaupenda ríkjum: fjárfesta í hagræðingu: fækkun stjórnar manna: kauphallar leynd EU ]í gegnum Íslenska óþjóðhollustbanka meðan veð voru til staðar í heimilum almennings. Það hentar kaupendu í innkaup ríkjum ef gengið er lágt hér, þá fá þeir fleiri kg. fyrir pund, evru eða dollar sem eru greiddir fyrir krónur t.d. Þetta kallast líka niðurgreiðslur ef Brussel og London stýrðu ekki eftirpurn eftir krónum. Hér að mati Brussel er ekki gott að vera með evru , því þá er löglegt svigrúm til gegnis niðurgreiðslan minna. Skuldstaða Íslands vegna fals hagvatarmats þeirra sjálfa mun hindra upptöku annarrs forms að gengis gjaldeyris en krónu um mörg ár eða áratugi í viðbót. EES nágranna samning er ætlað að mynda langtíma einka viðskiptasamninga, lækka raunvirði kostnaðar verða hráefna og orku sem getum ekki nýtt sjálf. Til þess notar commission Seðlbankakerfið og þeirra þjónstubanka kerfi og Kauphallarnet EU, heimild stjórnarskrá EU.
10% ríkustu íbúar EU , spyrja ekki um verð ef gæðinn eru þau bestu. Matvæli til daglegar neyslu millistétta í borgum EU seljast almennt og lúta verðlags viðmiðum Brussell ef seljast víða um EU. Gróðinn er tekin beint af almennu heimilum hér : heldur á elítu kauphallar mörkuð skammtíma vsk. rekstra lögaðila í reatail geirum.
Júlíus Björnsson, 12.11.2012 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.