8.9.2012 | 10:51
Íbúðalánasjóður í afneitun
Það er með ólíkindum að Íbúðalánasjóður skuli fyrst núna reyna að átta sig á því hvað er búið að vera í gangi síðustu ár eða áratug. Núna skal það vera rannsakað sem öllum er ljóst - nema Íbúðalánasjóði og stjórnvöldum.
Íbúðalánasjóður verður að átta sig á að vasar almennings eru ekki botnlausir. Það er ekki endalaust hægt að seilast í tóma vasa almennings til þess að bjarga bágum efnahagsreikningi og klaufalegri stjórn sjóðsins.
Íbúðalánasjóður hefur með markvissum hætti haldið uppi fasteignaverði og leiguverði til þess að verja þetta veika eignasafn sitt. Allt þetta hækkar verðbólgu sem hækkar verðtryggingu sem hækkar greiðslubyrði.
Kaupmáttur launa nær með engu móti að halda í við þetta rugl.
Dæmi:
Stjórnvöld hér á landi, bæði fyrri og núverandi, sem og Íbúðalánasjóður opna lúxus veitingahúsakeðju í hjálparbúðum Rauða krossins þar sem hungusneið ríkir, því þar er jú markaðurinn - hellingur af svöngu fólki.
Þau myndu ómögulega átta sig á því að markhópurinn á ekki pening. Þau myndu samt ekki gefast upp og setja af stað rannsókn: Af hverju vill þetta hungraða fólk ekki kaupa þennan fína mat sem við bjóðum þeim? Að lokum myndu þau komast að þeirri niðurstöðu að þetta hungraða fólk geti dreift greiðslu fyrir hverja máltíð yfir 12 mánuði ef það verslar þrisvar í viku.
Í dæminu er ég bara að benda á hvernig stjórnvöld og Íbúðalánasjóður vinna. Algjörlega úr takti við raunveruleikann.
Þess ber að geta að Íbúðalánasjóður er langt undir 5% lágmarki um eigið fé og ríkissjóður þarf að dæla í hann tugi milljarða. Það er auðvita gert með því að hækka skatta sem dregur enn meira úr greiðslugetu fólks til þess að borga af húsnæðislánum.
Um 500 ný heimili í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.