Leiguokur Íbúðalánasjóðs?

Miðað við þessar forsendur þá sýnist mér Íbúðalánasjóður vera að stunda leiguokur og halda leiguverði uppi hér á Íslandi. Ef leigutekjur 880 íbúða ná að dekka rekstrakostnað 2.052 íbúða sem og skila framlegð upp í fjármagnskostnað þá er rukkuð leiga a.m.k. 50% of há ef miðað er við 10% arðsemi.

Þetta auðvita leyfir öðrum að hækka sína leigu "í takt við markaðinn".

Þetta er þvert á lögboðið hlutverk Íbúðalánasjóðs sem er að veita landsmönnum kost á húsnæði með sanngjörnum hætti, hvort sem það er í formi lána eða leigu.

Þetta er félagslegur sjóður en ekki banki með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi, þó svo sjóðurinn eigi að vera sjálfbær.


mbl.is Rúmur milljarður í leigutekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

afhverju á íbúðarlánasjóðður að undirbjóða markaðinn á kostnað skattborgara?

viltu að íbúðarlánasjóðu verði rekinn með tapi?

hvar á þá að skera niður í staðinn?

Landsspítalinn kannski?

Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 09:28

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hlutverk íbúðalánasjóðs er ekki að halda uppi óeðlilega háu fasteignaverði eða leiguverði. Þessi sjóður á að vera sjálfbær - markmiðið er ekki að skila hagnaði í sama skilningi eins og bankar og fyrirtæki.

Ótrúlegt en satt þá er Landsspítalinn ekki heldur fyrirtæki sem á að græða á sjúklingum sínum. Svona sjúkrahús í opinberri eigu eru og verða alltaf niðurgreidd úr samfélagssjóðum. Sama gildir um lögreglu og slökkvilið.

Íbúðalánasjóður er kominn langt niður fyrir lögbundið eigið fé og er eiginlega búinn að mála sig út í horn. Þrátt fyrir það er hann ekki stikkfrí frá gagnrýni og enn síður hefur hann heimild til þess að stjórna markaðinum með óeðlilegum hætti. Hann þarf líka að taka á sig skell og ábyrgð eins og tugþúsundir einstaklingar og fyrirtæki hafa þurft að gera í kjölfar bankahrunsins. Það var enginn sem neyddi sjóðinn að lána bönkum peningum fyrir hrunið, sem kynti undir sjúklega fasteignabólu.

Sumarliði Einar Daðason, 5.9.2012 kl. 10:22

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"Það var enginn sem neyddi sjóðinn að lána bönkum peninga fyrir hrunið, sem kynti undir sjúklega fasteignabólu." átti síðasta setning að vera

Sumarliði Einar Daðason, 5.9.2012 kl. 10:24

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Hlutverk íbúðalánasjóðs er ekki að halda uppi óeðlilega háu fasteignaverði "

það var einmitt sem íbúðarlánasjóður gerði fyrir hrun með sín 90% íbúðarlán. (hvar hef ég sagt að landsspítalinn er fyrirtæki?)

Íbúaðrlánsjóður er búinn að kosta okkur sattborgara milljarða og er að koma fólki í þrot á hverjum degi. Ég sé ekkert félagslegt við það.

"Það var enginn sem neyddi sjóðinn að lána bönkum peningum fyrir hrunið,"

síðan hvenær var íbúðarlánasjóður að lána bönkunum fyrir hrunið??? og hvernig ætti það að hafa kynndað upp fasteignabólu??

íbúðarlánasjóður var að veita almenningi alltof há lán til almennings vegna kosningaloforðs Framsóknarflokksins sem kynnti undir stærstu fasteignabólu frá upphafi byggðar á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 10:36

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ef fólk getur ekki sjálft orðið sér út um húsnæði, t.d. í gegnum Íbúðalánasjóð, þá er það skylda sveitarfélags að hjálpa viðkomandi að komast í húsnæði. Sveitarfélög eru á ábyrgð ríkissjóðs. Ríkissjóður og sveitarfélög eru kostuð af skattgreiðendum.

Þannig að það er algjört rugl í gangi varðandi velferðarmál hér á Íslandi - bara af því að sumir ríkisstarfsmenn geta ekki talað saman - hvað þá stjórnmálamenn!

Sumarliði Einar Daðason, 5.9.2012 kl. 10:37

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt er það.

En hvað lánaði Íbúðarlánasjóður bönkunum mikinn pening?

Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 10:40

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég skil núna spurninguna "Landsspítalinn kannski?". Að sjálfsögðu á ekki að skera þar niður. Það eru feitir spenar út um allt í stjórnsýslunni sem á að sjálfsögðu skera niður áður en ráðist er á sjúkrahús. En ríkissjóður er rekinn með bullandi tapi nú þegar og yfirdrátturinn hjá AGS er hratt að tæmast.

Ég vinn ekki hjá Íbúðalánasjóði og hef því ekki nákvæmar upplýsingar en miðað við fjölmiðlaumfjöllun þá lánaði sjóðurinn bönkum háar upphæðir fyrir hrun (því fólk minnkaði í miklum mæli að taka lán hjá sjóðnum og sjóðurinn þurfti að viðhalda ávöxtun á eigin fé). Þetta fé notuðu svo bankarnir til þess að lána fólki fé, meðal annars til húsnæðiskaupa eða í einkaneyslu með veði í fasteignum.

Sumarliði Einar Daðason, 5.9.2012 kl. 10:45

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ætli það sé hægt að fá þessar upplýsingar hjá Íbúðalánasjóði eða Ríkisendurskoðun?

Sumarliði Einar Daðason, 5.9.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband