22.9.2011 | 13:24
Ísland er langt fyrir norðan hættusvæðið
Skilgreint hættusvæði fyrir þennan gervihnött er á milli N57° og S57° breiddargráða. Brakið getur dreifst á um 1.000 km langt svæði frá því að hnötturinn byrjar að brotna í sundur. Þyngsti hluturinn verður í mesta lagi um 150 kg við árekstur. Skotland er til dæmis á N57° breiddargráðu.
Ísland er langt fyrir utan þetta svæði enda er syðsti punktur Íslands, Surtsey, í breiddagráðu N63° sem er um 666 km norðan við skilgreint hættusvæði. Það þarf eitthvað algjörlega óvænt að eiga sér stað til þess að eitthvað gæti lent á Íslandi (til dæmis inngrip geimvera ).
Helstu heimildir:
- http://www.nasa.gov/mission_pages/uars/index.html
- http://news.nationalgeographic.com/news/2011/09/110921-nasa-satellite-uars-space-debris-crash-land-earth-nation/
- http://www.youtube.com/watch?v=TwsmG4fSxaA
- http://www.space.com
Það er hægt að finna ógrynni af upplýsingum um þetta á netinu og flestar eru samhljóma um hættusvæðið. Best er þó að byggja á upplýsingunum frá NASA.
Gæti lent nánast hvar sem er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.