19.8.2011 | 11:35
Það er ekki tap hjá þjófi að skila ránsfeng
Nú er það ekki endilega þannig að allar lánastofnanir, ef einhverjar, hafi brotið núgildandi lög um verðtryggð lán. En það stendur skýrt í lögum að einungis eigi að reikna verðtryggingu af hverri afborgun fyrir sig - EKKI HÖFUÐSTÓLI eða vöxtum.
Ef einhverjir eru að uppreikna höfuðstólinn til þess að finna út verðtryggingu og svo að reikna vexti ofan á allt saman þá eru þeir að brjóta lög. Enn frekar versnar það ef einhverjir hafa verið að reikna verðbætur ofan á verðbættan höfuðstólinn.
Ef einhverjir hafa verið að brjóta lög og ofrukkað, þá verða þeir að sjálfsögðu að skila ránsfengnum til baka að viðbættu einhverjum skaðabótum fyrir tjónið, til dæmis í formi vaxta. Að sjálfsögðu þurfa þeir sömu að bæta brotaþola annað tjón sem gæti hafa hlotist af þessu t.d. ef eignir hafa verið boðnar upp eða ef einhver innheimtukostnaður hafi lagst ofan ólöglegar kröfur.
Það verður ekkert tap hjá þeim sem ofrukkaði og það þarf að skila "þýfinu" til eigandans. Viðkomandi græddi bara ekki á svikunum. Hins vegar getur þetta að sjálfsögðu valdið tapi ef tjónþoli fer fram á skaðabætur umfram leiðréttingu.
Gætu þurft að afskrifa milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
EF þetta yrði dæmt ólöglegt, væri það þá ekki Seðlabankinn sem þyrfti að greiða allan mismuninn? Því fjármálastofnanirnar hafa reiknað þetta rétt samkvæmt lögum frá Seðlabankanum en lög Seðlabankans eru ekki í samræmi við landslög.
Gummi (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:06
Þetta er góð spurning! Ef Seðlabankinn hefur neytt lánastofnun að reikna þetta ólöglega þá hlýtur hann að vera þátttakandi í lögbrotinu. En lánastofnunin ber samt sem áður alltaf ábyrgð gagnvart tjónþola og ber að fara eftir landslögum.
Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 12:18
Nú veit ég ekki hvernig fjármálafyrirtækin hafa þetta, en ég býst við að þau skoði og fari eftir lögum Seðlabanka þá hljóti Seðlabankinn að bera mesta ábyrgð á þessu.
Gummi (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 12:20
Það er allavega öruggt að landslög gilda fremur en reglugerð ef það skarast á.
Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2011 kl. 12:44
Ekki er ég undrandi að það skuli vera draugagangur í Seðlabankanum.
Sigurður Haraldsson, 20.8.2011 kl. 00:36
Siggi, er þetta ekki bara spurning um að kalla á Ghostbusters?
Frá því að ráðherrabíllinn keyrði þig niður og málið þaggað niður - þá er ég búinn að sjá enn meiri spillingu og þagganir. Það er alveg eins og ákveðnir aðilar innan íslands eru stilltir á sjálfseyðingu þjóðar og ef einhver gagnrýnir það þá eru þeir keyrðir bókstaflega niður.
Djöfull erum við heppin að það sé engin stjórnarher á Íslandi.
Sumarliði Einar Daðason, 20.8.2011 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.