Skip frá Antigua and Barbuda?

Ég er búinn að vera að fylgjast með þessu í fréttum bæði innanlands og erlendis. Erlendis er vísað í þetta sem íslenskt skip.

Er þetta íslenskt skip? Það er skráð í Antigua and Barbuda sem er eyja á Karabíska hafi.

Eftir því sem ég best veit þá eiga íslendingar ekkert flutningaskip, þrátt fyrir að við erum eyja á Atlantshafi.


mbl.is Olíubrák hefur náð landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Sumarliði - ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, skipið ber íslenskt nafn og er að því sem ég best veit rekið af Eimskipafélagi Íslands, sem átti Goðafoss.

Þarna getur svosem verið um leiguskip að ræða, sem hefur fengið Íslenskt nafn á meðan á leigutíma stendur - eftir stendur þó spurningin um fjárhagslega ábyrgð - væntanlega er um tryggingamál við erlent tryggingafélag að ræða sem gætu hugsanlega átt endurkröfurétt og þá á hvern?

Yrðu það skráðir eigendur á suðurhafseyjum, eða Norsk hafnaryfirvöld (Norskur lóðs) , eða kemur skellurinn á Íslendinga alla í formi aukinna skatta - þennan möguleika læt ég flakka hér vegna þess að það hvarlar ekki að mér eitt augnablik að einkafyrirtæki auðvaldsins sem hefur tök á að láta okkur almenning borga brúsann, noti sér það ekki...............

Eyþór Örn Óskarsson, 18.2.2011 kl. 12:00

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir það að skip sem ekki ber íslenskan fána,er ekki íslenskt.

Það er talið að Eimskipafélag Íslands,sem áður var talið óskabarn þjóðarinnar,sé nú í eigu hennar,en ég alls ekki fallist á það,hér er það einungis í ábyrgð þjóðarinnar,vegna falls Landbankans.

Sem sagt eitt af mörgu,sem hefur fallið á þjóðina,vegna skulda óreiðumanna.

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.2.2011 kl. 13:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jafn íslenskt og icesafe..

Óskar Þorkelsson, 18.2.2011 kl. 20:57

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Munur á FoB og CIF á innflutning er um 20 milljarðar á ári 2009.  Það er fluttings og tryggingar kostnaður frá EES til Íslands. 

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 02:29

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Júlíus, ég var ekki búinn að pæla í þessum tölum fyrr. Ertu ekki að tala um að FOB sé 20 milljörðum umfram CIF? Ef rétt skilið hjá mér, þá má segja að í raun eru lönd/fyrirtæki ekki að treysta okkur. Við erum að sækja vörur til þess að flytja hingað í stað þess að þeir séu að selja okkur. Veistu hvernig þetta var árið 2010?

Sumarliði Einar Daðason, 19.2.2011 kl. 22:04

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er hægt að sjá hjá hagstofunni. Hagrænn innflutningur frá ESB : FOB og CIF

það gefur þennan mismun : flutningur og tryggingar. Þetta er svipað 2007. Árið eftir hrun þá sést hvernig byrgjar losa út allan lager á Íslandi. Losun er ekki möguleg nema einu sinni.   Þá sér maður líka að minni eftirspurn eftir innflutningi einokunnar samkeppninnar [compete against er ekki with] er svarað með aukinni álagningu og vsk.

Hér þar að leiða í lög að neytendur séu  þjóðin en ekki söluvara eða þorskar.

esp 9 ágætt, finnst samt ómögulegt að copy text.

Það er verið að okra á innflutningi. Ef áhafnir eru ekki Íslenskar.  Þá ætti bara að bjóða innflutning út 5 ár í einu á Alþjóðamörkuðum.  

Júlíus Björnsson, 19.2.2011 kl. 22:32

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Flestar áhafnir flutningaskipa eru síðan ráðnar í gegnum erlendar leigur og borga ekki skatta og gjöld hér. 'Islensk stjórnvöld hafa aldrei fetað í fótspor annrra þjóða og sett lög um hentifána til að halda skatttekjum hér.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.2.2011 kl. 20:52

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JAJ, noregur er eitt mesta farskipaland í heimi, þar er varla skráð eitt einasta skip sem er í svona rekstri.. langstærsti hluti áhafna er frá filipseyjum.. svo sigla þeir undir hentifánum en grenjasvo í stjórnvöldum ef skipi er rænt í Indlandshafi og heimta norska sjóherinn til varnar.. en borga ekki eina krónu í skatt til noregs.. Eimskip er líka svoleiss..

Óskar Þorkelsson, 20.2.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband