Þetta er ljót sóun á skattfé

Ég ætla ekki að hylla þeim sem fremja lögbrot en að mínu er þetta ljót sóun á skattfé.

Níu húsleitir á Íslandi út af höfundarétti? Af hverju eru ekki 9.000 húsleitir út af efnahagshruninu hér á landi?

Það hlýtur að vera eitthvað stórt mál í gangi sem tengist íslenskum rétthöfum.


mbl.is Níu húsleitir vegna ólöglegs niðurhals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar um þjófnaði er að ræða þarf að leita að þýfinu.

Ómar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 01:12

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er sammála þér í því. Ég er til dæmis fyrir löngu hættur að kippa mér upp við það þó fólk sé að nota mín verk í einkaþágu eða við kennslu. Ef það eru fyrirtæki þá nægir að hafa samband og málið er leyst.

Þú þekkir það sjálfur þar sem þú ert inngróinn í íslenska menningu með þínum verkum.

Ég er ekki að verja dreifingu þessara aðila. Mér finnst hins vegar full hratt ganga í þessum málum á meðan stærstu skúrkar íslandssögunnar ganga lausir. Skúrkar sem hafa valdið mun meiri skaða og eymd fyrir okkur öll.

Þessir tölvugaurar munu aldrei fá dóm. Ekki frekar en Steingrímu J. Sigfússon fær dóm fyrir að dæla 30 milljónum úr ríkissjóði til opinbers "heimilis" sem nauðgaði barni í hans kjördæmi.

Sumarliði Einar Daðason, 2.12.2010 kl. 01:34

3 identicon

Þjófnaður/stuldur er bara enganvegin hugtakið sem þú ert að leita að. Því síður þýfi, Ómar.

Skv. Íslenskri Orðabók (ég er bara með 1980 útgáfuna hjá mér):

þjófnaður: að stela, stuldur

stela: s. 1 taka ófrjálsri hendi, slá eign sinni (leynilega) á e-ð, sem e-r annar á...

þýfi: stolnir munir

Það er kannski skiljanlegt að árið 1980 hafi menn ekki hugsað útí það hvernig við notum tæknina í dag en ég er nokkuð viss um að það hafi ekki heldur verið talað um stuld þegar þú fékkst upptöku af útvarpsþætti frá kunningja.

Þegar fólk talar um stuld af þessu tilefni fer það bara svo rosalega í mig. Þetta er rosalega mikil þröngsýni. Núna heyrði ég að þetta tengdist nætur-/dagvaktinni og mig langar að velta upp nokkrum spurningum:

Hefði Næturvaktin orðið svona vinsæl ef ekki hefði verið fyrir þá stemningu sem myndaðist í kringum hana (að mjög miklu leyti hjá fólki öðru en áskrifendum stöðvar 2). Hefðu verið gerðar 3 þáttaraðir og ein kvikmynd ef fólk sem ekki hafði áskrift að stöð tvö hefði verið að passa sig að stela ekki af þessum góðu mönnum sem framleiddu þættina?

Ég man eftir því að það myndaðist rosalega mikil stemning hjá fólki á mínum aldri og það voru allir að tala um síðasta þátt og menn að spurja aðra hvort þeir væru ekki búnir að sjá þættina. Nær engir minna kunningja horfðu á þættina þegar þeir voru sýndir á Stöð 2. Voru þessir menn sem sögðu öllum sem vildu (og vildu ekki) heyra frá ágæti þessara þátta og sögupersónanna í þeim þjófar?

Hérna er maður sem nær (á ensku) að setja fram þessar hugsanir mínar á rosalega fínan hátt: http://www.mawhorter.net/news/my-downloading-is-theft-rant

Halldór Rúnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 01:47

4 identicon

Er virkilega verið að eltast við börn og unglinga, mér finnst það bara ljótt og þvílik peningasóun, hefði betur farið í auka fjárveitingu til sérstaks saksóknara. Ég spyr ætli barnavendunar yfirvöld hafi verið með í för, því annars er þetta ólögleg aðgerð þar sem flest þessi börn eru ekki skriðin yfir lögráða aldur. Ef þetta er það sem koma skal: Ofsóknir á hendur börnum þá verða nú ekki margir eftir á þessu skeri.

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 02:38

5 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Þetta er þvílík peningasóun og tímaeyðsla! Það er nú ekkert allt of mikið af lögreglumönnum og er verið að eyða tíma þeirra í einhverja svona smávægilega glæpi!? Á meðan það eru vanrækt önnur og mikilvægari störf að mínu mati. Er bara verið að reyna að setja eitthvað fordæmi eða hvað? Tíðni glæpa (og þá er ég ekki að tala um svona "glæpi") hefur rokið upp undanfarin ár og lögreglan hefur varla tíma né mannskap í að rannsaka það allt saman, en eitthvað svona verður bráðnauðsynlega að stöðva? Einhver 15 ára gutti að setja eitthvað á netið?

Það var stolið bílnum mínum fyrir einu og hálfu ári, hann var settur á ská yfir stolna bíla og ekkert rannsakað frekar því lögreglan sinnir svona málum ekki af meiri nákvæmni en svo. En eitthvað svona er rannsakað!? Guði sé lof að þessir menn voru böstaðir, I feel so much safer now! Kjaftæði...

Forgangsraða takk fyrir!

Júlíana Ingveldardóttir, 2.12.2010 kl. 03:44

6 identicon

Endalaus græðgi í þessum anti-tæknivænu stofnunum, sem einmitt sjá um að rukka allt og alla fyrir höfunda óháð vilja þeirra.

 Í fyrsta lagi er þetta meira uppgvötun heldur en þjófnaður. T.d. þáttaröðin Battlestar Galactica hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið fyrir torrent dreifikerfinu, s.s. heimsvinsældir bjargaði þættinum og er hann ennþá í gangi í dag. Sama er með tónlist, þó nokkrar hljómsveitir hafa öðlast heimsfrægð með hjálp internetsins. Ef það er talað um að þessi afrit sé týndur peningur, ef það væri efni sem ekki væri hægt að afrita eru ekki miklar líkur á því að það yðri keypt í sama magni hvor sem er. Það yrði þá týnd frægð á móti. Þetta er í rauninni frí auglýsing.

Í öðru lagi hefur margmiðlunar afritun alltaf verið til staðar. Það er talað um að það sé of auðvelt að "stela" þessu í dag, en er bara mjög auðvelt að framleiða slíkt efni á móti. Tæknin hefur gert þetta mikið auðveldara fyrir báða aðila þannig að hvað breyttist í rauninni? Þetta er allt spurning um gott jafnvægi milli öðlun vinsælda og sölumennsku. Það vorkennir enginn milljónarmæringum.

 Mér finnst persónulega verulega hart að stimpla ungu og efnilegu kynslóðina sem glæpamenn fyrir að finna betri leið og framkvæma hana. Þróunin heldur áfram og þröngsýna fólk verður skilið eftir. Nornaveiðar hjálpar engum.

Einar Þórir Árnason (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 04:21

7 identicon

Þetta er bara bull. Ég get viðurkennt það að ég er búinn að niðurhala örugglega efni fyrir um 500 þúsund ef út í peningalega er farið. Ég þekki svo mikið af fólki sem horfir á niðurhalið efni að það þyrfti að lögsækja 100.000 manns þetta er svona svipað og banna fólki að drekka kaffi.

Grétar Arndal (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 04:27

8 Smámynd: Rebekka

Lag sem auðvelt er að fá á heilann: http://www.youtube.com/watch?v=IeTybKL1pM4

Höfundar og framleiðendur þurfa að breyta viðskiptaháttum sínum til þess að aðlagast tækninni í dag.  beiðni um frjáls framlög, aukaefni, sala á tengdum varning sem ekki er hægt að hala niður (s.s. föt) o.fl., allt eru þetta mögulegar leiðir til að græða á hugmynd, án þess að þurfa að kæra viðskiptavini sína. 

Rebekka, 2.12.2010 kl. 07:18

9 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

ég bara spyr, hvernig er hægt að rukka gjald á dvd diska, tölvubúnað og annað og jafnframt að fara fram með slíku offorsi. núna vilja rétthafar jafnvel leggja sérstakt gjald á internettengingar, er þetta þá ekki orðið löglegt þar sem þessi gjöld renna til STEF. ???????

Menn geta ekki haft gjöld og jafnframt handtekið menn er ekki allt í lagi hjá STEF ????????

Arthur Páll Þorsteinsson, 2.12.2010 kl. 07:23

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Sumarliða, þetta er undarleg forgangsröðun.  Beita lögreglu að afli gegn óljósum "efnahagsbrotum" ungs fólks. 

Á meðan hyskið gengur laus, á meðan fólk horfir máttvana á lífeyrissjóðin sóa skyldugreiðslum fólks, á meðan fjármögnunarleigurnar komast upp með ólöglega lánastarfsemi óáreitt árum saman og þegar brotið hefur verið staðfest með dómi þá er ekki hirt um að rannsaka hvort vaskinum var stolið.

Þessi lögregluaðgerð opinberar að aðgangur að lögreglunni er misjafn.  Það er raðgjaldþrota hyski á kennitöluflakki sem virðist eiga lögreglu landsins.

Magnús Sigurðsson, 2.12.2010 kl. 07:36

11 Smámynd: Kommentarinn

Sammála Arthuri. STEF er að fá hluta af ágóða af sölu á tövlubúnaði. Þú getur ekki rukkað fólk fyrir þjónustu og kært það svo fyrir að nýta sér hana.

Kommentarinn, 2.12.2010 kl. 07:54

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvað um þá, sem árum saman seldu geisladiska á stórkostlegu yfirverði? Það eru sömu aðilar sem væla nú sem hæst yfir þessu niðurhali. Eru þeir ekki líka þjófar? Að mínu mati fengu þessir okrarar ekkert annað en makleg málagjöld. Ég er reyndar þessa stundina að hlusta á niðurhalaða tónlist sem ég borgaði fyrir, enda sannarlega þess virði í þessu tilfelli:

Getz/Gilberto frá 1964 í 24bit 96kHz

http://tinyurl.com/23dze3u

Hörður Þórðarson, 2.12.2010 kl. 08:05

13 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

mig langar að vita og kannski smáís geti frætt okkur um það og svo ábyrgur hlutlaus aðili staðfest.

1. Hvað eru höfundarréttar samtökin að fá í tekjur af tómum geisla diskum hörðum diskum og öðru sem þeir fá greiðslur af án tillits til notkunar.?

2. hversu mikið af því fé skilar sér til höfunda. ?

3. hvað kostar rekstur smáís og hver er kostnaðurinn við þau málaferli sem hafa farið fram vegna þessara mála. ?

4. hversu mikið er tapið fyrir höfunda. ?

Einhvern tíman heyrði ég að niðurhalið kostaði höfunda milljónir og stundum verið nefnt tugir milljóna.

Ég er þeirrar skoðunar að ég máta áður en ég kaupi. ég er líka þeirrar skoðunar að menn eiga að fá greitt í samræmi við vinnu og gæðivinnunar.

Ég persónulega styrki mörg verkefni þá sérstaklega hugbúnaðar skrifara þó svo að forritinn þeirra séu notendum að kostnaðarlausu.

það er vegna þess að gæðin eru góð og þá er mikil gæða vinna að baki.

Ég hvert höfundarrétt hafa til þess að sleppa milliliðnum og finna lausnir til að koma þessum málum á skynsamlegt ról í samvinnu við almúgan sem oft á tíðum blöskrar verð og gæði.

það að lögreglunni skuli beitt með þessu móti er hreint bull .

lögreglan hefur um þarfari hluti að hugsa svo sem eltast við alvöru glæpamenn sem hafa stolið milljörðum af íslensku þjóðinni þar á meðal höfundarrétt höfum.

Að lokum hvet ég höfunda til að koma fram og segja okkur hvað þeir fá mikið greitt frá frá þessu kerfi og hversu mikið kostar að reka öll þessi málaferli og rannsóknir.

Já og hversu mikið hafa þeir fegnið út úr því að eltast við einstaklinga sem eiga í flestum til fellum enga peninga.

Hjörleifur Harðarson, 2.12.2010 kl. 08:11

14 identicon

Netlögga Nágríms NEI-kvæða.

Nágrímur fær sennilega í buxurnar við þessar fréttir. Hann er búið að dreyma blauta drauma fyrir net-löggu á Íslandi að Kínveskri fyrirmynd.

Höfundaréttur er svolítið sérstakt mál hér á landi þar sem innheimt er STEF af bæði afritunarbúnaði og brennanlegum geisladiskum, þ.e.a.s. það er búið að borga fyrir afnot af efninu......

Það síðan að vera að eyða tíma lögreglu á niðurskurðartímum í svona lagað er ekki vitleysa heldur hrein HEIMSKA (svolítið sem réðamenn hérlendis eru reyndar mjög "STERKIR" Í)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 08:38

15 identicon

Í Bandaríkjunum eru þættir eins og t.d Dexter sett strax eftir frumsýningu í sjónvarpi frítt á netið til niðurhals með nýjum auglýsingum.

Ég geri ráð fyrir því að þessar nýju auglýsingar skapi meiri tekjur enn að elta uppi krakka.

kannski að Smáís þurfi að fara endurhanna starfsemi og stefnu sína.

Símon (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:14

16 Smámynd: Einnar línu speki

Höfundarrétthafar skilja ekki að öllum réttindum fylgja skyldur. Torrent er ekki bara spurning um að fá efnið ókeypis, stór hluti af því er að fá efnið yfirhöfuð. Ég játa að ég hef náð mér í efni á þennan hátt, yfirleitt var ástæðan sú að ég hreinlega nennti ekki að standa í því að panta pakka frá amazon og öllu því veseni sem því fylgir. Auk þess langaði mig að sjá viðkomandi efni um næstu helgi, ekki í næsta mánuði.

Af hverju ætti hinn venjulegi neytandi ekki líka fá að njóta hnattvæðingarinnar beint? Auk þess hefur þetta lítil áhrif á samviskuna, þar sem ég hef þegar greitt smáís í gegn um gjöld af tölvunni minni, geisladrifinu og öllum geisladiskunum sem ég hef notað undir eigið efni. 

Einnar línu speki, 2.12.2010 kl. 09:24

17 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég fæ yfirleitt á tilfinninguna að þessir aðilar séu í raun að pissa upp í vindinn, sama hvað þeir þrýsta hlandinu fast út, það fýkur alltaf í andlitið á þeim.

Það skiptir engu þótt einhver torrent síða væri lokuð einhvers staðar því um leið opnast 3 nýjar í staðinn.  Að bösta einhverja unglinga fyrir sækja efni sem er á netinu er mjög einkennileg nálgun á málið, þ.e.a.s. efni sem er í raun bara músasmell í burtu.

Það er bara til ein lausn við þessu, ég endurtek ein lausn.  Þú verður að fá fólk til að vilja borga fyrir efni sem það sækir á netið, ef þér tekst það þá ertu búin að leysa vandann, ekki fyrr.

Garðar Valur Hallfreðsson, 2.12.2010 kl. 09:30

18 identicon

Sammála Garðari að ofan. Það kemur mér mikið á óvart að Ómar R. tali um þetta sem þjófnað.

Samkvæmt íslenskum lögum er ekki ólöglegt að sækja efni sem er með höfundarrétt heldur bara deila því.

Hver eru rökin á því að taka tölvur af fólki, og hvaða sannanir eru til handa um að þeir séu að sækja viðkomandi efni? Er verið að skoða hvaða vefsíður notendur nota?

Mér finnst að þetta mál ætti að fá góða umfjöllun, og að fréttablöðin taki þetta í gegn. Ég sé ekkert sem bendir til þess að það megi taka tölvur af fólki nema sannanir liggja á borði.

Jón F. (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:39

19 identicon

Eitt verða menn reyndar að muna.  STEF = Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar.  SmáÍs = Samtök allra rétthafa og eigenda flutningsréttar á Íslandi. 

Aðgerðirnar eru fengnar af stað með undirlagi Smáís, ekki STEF.  En Potato, Potatoe, skiptir ekki máli.

Því miður munu þessir drengir fá dóm.  Af hverju segi ég það?  Vegna þess að ég hef hlotið dóm fyrir nákvæmlega sama hlut, dc málið svonefnda.

Vandamálið er, að lögreglan kann ekki að rannsaka málið, saksóknari skilur ekki hvað er verið að gera og börn dómaranna stunda akkúrat sömu glæpi. Hér er verið að keyra á einhvern hræðsluáróður og halda að það leysi málið. Að með því að handtaka nokkra muni niðurhal á Íslandi leggjast niður.

Ég hef staðið fyrir málflutningi í mörg ár um það, að félög eins og STEF og Smáís skuli ekki beita sér fyrir því að við getum keypt það efni sem okkur langar, þegar okkur langar, í staðinn fyrir að standa fyrir lögregluaðgerðum á fimm ára fresti sem hafa nákvæmlega engan árangur.  Það að tíu menn hafi verið dæmdir fyrir ólöglega dreifingu efnis, fimm árum eftir handtöku þeirra, og að tölvan hafi verið tekin af Svavari Lútherssyni er enginn árangur, sorry.

Ég vil geta farið inn á iTunesStore eða Amazon og keypt mér niðurhalanlegt efni.  Borgað fyrir það.  En það er bara ekki hægt.  Ég get ekki keypt efnið, vegna þess að samtök eins og Smáís og STEF standa í vegi fyrir því.  Er ekki peningum betur varið í að skoða þau mál heldur en að handtaka bólugrafna unglinga sem eru að sækja sér nokkrar bíómyndir?

(Að lokum langar mig reyndar að benda á það að ég var næst yngstur af þeim sem handteknir voru á sínum tíma, þá 32 ára, þannig að ímyndin bólugrafinn unglingur á ekki alveg við :-)

Hilmar K H (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 10:23

20 identicon

Svona til að hafa það á hreinu þá snéri þessi aðgerð ekki að því að krakkarnir hafi niðurhalað efni, heldur því að halda úti torrent síðum þar sem hinir og þessir geta skipst á efni.

En að því sögðu verð ég að segja alveg eins og er að þessar aðgerðir eru úti í hött. Mánuðum saman er efnahagsbrotadeildin búin að liggja í þessu máli sem endar með handtöku á krakkagreyjum sem eru að dunda sér við það af áhuga að leika sér að uppsetningu á svona síðum og halda utan um spjallborð sem þeim fylgja.

Þarna er komið heim til óharðnaðra unglinga til að leggja hald á einhverja tölvugarma og þeir síðan handteknir. Jafnvel dæmi um að 16 ára krakkagrey sé sótt í aukavinnuna og handtekinn þar fyrir framan yfirmenn, samstarfsmenn og viðskiptavini.

Eftir handtökuna eru þessi grey svo yfirheyrð í nokkra tíma og látin dúsa í fangaklefa þangað til "óhætt er að láta þá lausa vegna rannsóknarhagsmuna".

Þetta finnst mér ekki spennandi lífsreynsla fyrir þessi krakkagrey, þó þeir hafi verið kannski eitthvað öfugu megin við lögin með sínu tölvufikti. Svo sitja þessir krakkar jafnvel uppi glósulausir í byrjun prófa því fartölvuræfillinn sem þeir notuðu í skólanum fyrir glósur og annað er gert upptækt.

Sem foreldri, sem þurfti að sitja þessar yfirheyrslur og veit um hvað málið snýst, verð ég að segja að mér finnst þetta fellibylur í skotglasi og ég get ekki ímyndað mér annað en að efnahagsbrotadeildin hafi einhverja þarfari hluti að gera.

En eitt er alla vega á hreinu, ég hef ekki mikinn áhuga á að kaupa mér löglegt efni í framtíðinni og styðja þannig Smáís og Stef oþh fasistasamtök... En tilganginum hjá þeim er náð, þeir eru búnir að fá þá fjölmiðlaumfjöllun sem þeir þurftu.

Steini (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 10:54

21 identicon

Ef að aðgerðirnar ganga út síðurnar en ekki fólkið sem notar þær má allt eins fara í mál við Apple og Micrsoft beint fyrir að selja búnað til lögbrota.

Síðan þyrfti eftir því sama að fara í seljendur niðurhals.

Tölvuverslanir... hubúnaðarframleiðendur osfrv.

En hér á kommúnistaríkjandi íslandi er ráðist á almenning en ekki þann sem er að gera eitthvað rangt. Ekki vegna þess að það sé rétt... heldur vegna þess að það er auðveldara!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 11:54

22 identicon

Það væri langbest ef þessi fyrirtæki myndu bjóða upp á að fólk gæti keypt tónlistina, þættina og bíómyndirnar í gegnum heimasíðurnar sínar í bestu gæðum og hefðu þetta mjög ódýrt. Ég held að þau myndu græða meira á því.

Gummi (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 14:44

23 Smámynd: Mofi

Það fólk sem ég þekki sem nær í efni á netinu er líka það fólk sem fer mest í bíó og leigir sér myndir. Á meðan fólkið sem er ekkert að ná sér í efni á netinu er sömuleiðis fólkið sem er ekkert að fara í bíó eða leigja sér myndir. Þetta virkar á mig eins og ofsóknir á hendur þínum eigin viðskiptavinum.

Mofi, 2.12.2010 kl. 16:33

24 identicon

Ef ég missi af þætti í sjónvarpinu að þá kemur fyrir að ég sæki hann af netinu. Horfi á hann og deleta honum út aftur.

Er ég að brjóta lög afþví að torrentforritið mitt deilir til annara á meðan ég sæki?

Ég er búinn að borga af Stöð 2 og RÚV(skatt) ... er ég þá búinn að borga fyrir það að fá að horfa á þáttinn ?

Einnig allar tölvuvörur sem maður kaupir. CD/DVD diskar, harðir diskar osfrv. Maður er rukkaður af þessum fyrirtækjum fyrir þá vöru. Er maður þá að brjóta lög ef maður gerir það sem maður er jú búinn að borga fyrir með CD kaupunum ;) og sækir efnið.

Stórfurðulegt mál og spes að lögreglan í þessum niðurskurði og ástandi geti staðið í svona umfangsmiklum aðgerðum v/ unglingsgutta sem eru að sækja og dreifa tölvuleikjum og þáttum.

Stórfurðulegt mál.

Einar (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 17:19

25 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það einkennilega er það að þeir sem berjast gegn þessu, eins og Smáís og STEF, segja að þú megir alls ekki sækja efni með þessu móti, þ.e.a.s. að þótt þú hafir keypt ýmsar vörur sem á hvílir skattur til þeirra sjálfra þá mátt þú samt ekki sækja þetta á netið því það er lögbrot.  Einnig segja þeir að þótt þú hafir einmitt borgað áskrift af Stöð 2 og missir af þætti, sækir/horfir/hendir, þá skiptir það akkúrat engu máli, þeir segja að þú sért alltaf í jafn miklum órétti.  Þess má til ógamans geta að fljótlega verður sennilega skattur settur á allar ADSL tengingar á Íslandi, því miður.

Ég er alveg búin að komast að því að það þýðir lítið sem ekkert að rökræða þessa hluti við menn um þetta, ég get alveg eins talað við hjólkopp.  Ég segi enn og aftur, ef hagsmunaaðilar vilja sporna við þessari þróun þá er eina leiðin að nýta þér tæknina sjálfa, þ.e.a.s. eina leiðin fyrir hagsmunaaðila er að finna leið til að fá fólk til að vilja borga fyrir niðurhalið.

Garðar Valur Hallfreðsson, 2.12.2010 kl. 17:33

26 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég vil geta farið inn á iTunesStore eða Amazon og keypt mér niðurhalanlegt efni.  Borgað fyrir það.  En það er bara ekki hægt.  Ég get ekki keypt efnið, vegna þess að samtök eins og Smáís og STEF standa í vegi fyrir því."

Ég bý ekki á Íslandi svo ég vissi ekki hversu hörmulegt ástandið er. Það eina sem þessi samtök uppskera með þessu er að efla hatur fólks á þeim, kenna fólki að finna leiðir framhjá þeira fáranlegu reglum og forðast að eiga viðskipti við þá sem eru meðlimir í þessari mafíu. Stjórnvöld ættu strax að stöðva þessa vitleysu.

Hörður Þórðarson, 2.12.2010 kl. 18:15

27 identicon

Ég fékk vaktaþættina lánaða hjá tengdó. Stal ég þeim, fyrst að ég horfði á þá án þess að greiða fyrir?

Ef það verður dæmt Stef og Smáís í vil í þessum málum, þá verður að afnema allar greiðslur til þeirra vegna sölu á stafrænu geymsluplássi. Það er skattlagning sem þeir fengu í gegn á sínum tíma sem uppbót vegna niðurhalsins. 

Einnig tel ég að þeir hljóti þá að greiða til baka "blóðpeningana" sem þeir þáðu úr því að þeir geta samt sótt fólk til saka sem hefur þó borgað þeim skattinn fyrir geymsluplássið? Ekki satt? 

Sú fjárhæð hlýtur að nema tugum milljóna. 

Heimir (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 20:21

28 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það er hætt við að svona fari þegar samtök almennings eru veik og stjörnvöld skilningslítil. Fámennur hópur getur með þrýstingi komið á ranglátum og ílla grunduðum reglum sem eru öllum þorra fólks í óhag. Þorri fólks veit ekki og skilur ekki hvað er að gerast og hefur oft hvorki tíma né orku til að fylgjast með því. Eins og Garðar nefndi hér að ofan, þá hefur hann reynt að ræða þessi mál við "menn" en hann gæti alveg eins verið að að tala við hjólkopp. Það er virkilega synd að málin skuli vera komin í þennan farveg. Smáís og STEF munu ekki uppskera neitt gott af þessu þegar til lengdar lætur og þetta mun kenna landsmönnum að leita leiða til að komast fram hjá þessari vitleysu, leiða sem oft eru því miður ólöglegar.

Annað dæmi um það þegar hagsmunnir lítils en öflugs hóps voru teknir fram yfir hag þorra fólks: Ég man þá tíð að hægt var að fá staðgreiðsluafslátt ef greitt var fyrir vörur með beinhörðum peningum en ekki með krítarkorti. Krítarkortafyrirtækin stöðvuðu þetta á þeim grundvelli að með þessu væri verið að mismuna fólki ólöglega. Stjórnvöld hlustuðu á þessa krítarmenn, og samþykktu þetta. Ekki var lengur hægt að gera hægstæð viðskipti með því að nota reyðufé.

Krítarkortamenn voru ekki sjálfum sér samkvæmir í þessu vegna þess að það felst mismunun í því að nota kort og greiða seinna eða nota peninga og borga strax. Ef þeir væru sjálfu sér samkvæmir krefðust þeir að þessi að þessi mismunun yrði lögð af en auðvitað gera þeir það ekki.

Ég er viss um að fjöldamörg önnur dæmu um það þegar fámennir hópar traðka á tám fjöldans eru til. Á íslandi þurfa að vera stjórnvöld sem raunverulega bera hag allmennings fyrir brjóst og öflug samtök neytenda.

Hörður Þórðarson, 2.12.2010 kl. 21:27

29 identicon

Ég get ekki labbað út í búð og keypt sumt sem ég vill horfa á.

95% af því sem ég hef keypt hefði ég ekki keypt væri ekki fyrir þennan "glæp"

Ég á ekki snjónvarp og langar bara ekkert í sjónvarp þannig að ég horfi á þetta í tölvunni minni, og a tíma sem ÉG VILL horfa þetta á.

Stef smáís ættu nú að fara yfir youtube og láta fjarlægja þessi milljón myndbönd þar sem hver sem er getur horft á.

Kanski margt fólk veit ekki en margar ísl-torrent síður hafa nú þegar bannað íslenskt efni á síðum sínum, þannig að ef farið væri 100% eftir því þá væru þessar ofsóknir á hendur þessara glæpamanna alfarið peningagræðgi.

Björn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 11:58

30 Smámynd: predikari

Mér finnst vanhuguð athugasemd Ómars það besta í þessum þræði, ástæðan fyrir því að þjófnaður er um allan heim talinn siðferðislega röng hegðun er að hún sviptir einn aðila eign sinni með valdi.

Það er að segja vald er notað til þess að tilfæra hlut frá einum aðila til annars.

Að bera höfundarréttarbrot saman við þjófnað er óheiðarleg nálgun sem þjónar þeim eina tilgangi að notfæra sér siðferðislega afstöðu almennings til þjófnaðar. Höfundarréttarbrot felur í sér að búið er til afrit af einhverjum hlut eða hugmynd án leyfis rétthafa. Þegar höfundarréttarbrot á sér stað stendur upprunalegi eigandinn ennþá uppi með sína eign og það eina sem breytist er að annar einstaklingur á nú 'vöruna' líka.

Þetta hugnast rétthöfum ekki enda hafa þeir í gegnum vald ríkisins komist í einokunarstöðu á hugmyndum sínum þar sem þeir fá valdið til þess að beita hvern þann ofbeldi sem hefur sömu hugmynd og þeir, burtséð frá því hvernig þeir komust yfir hugmyndina.

predikari, 3.12.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband