Hér er ein tillaga

Það er augljóst að það verður ekki bakkað með þessa framkvæmd úr þessu. Að mínu mati er þarna um hönnunargalla að ræða. Það átti ekki að koma neinum á óvart að það gæti komið hlaup í Markarfljót.

Hvort sem hlaup hefði orðið eða ekki þá hafa margir fræðingar og skipstjórar hér á landi ítrekað skrifað greinar um að sandburður yrði ávallt mikið vandamál tengt þessari höfn. Bandaríski herinn hætti við að reisa höfn á þessu svæði í seinni heimsstyrjöldinni bara út af þessu - samt voru þeir með úrval verkfræðinga sem reiknuðu þetta fram og aftur.

Ég tel að lausnin sé að færa sandburðinn út á meira dýpi og hafa innsiglinguna víðari. Það getur ekki verið dýrari lausn en að færa Markarfljót.

Hér setti ég inn dæmi hvernig sandburðurinn gæti færst lengra út.

ljosmynd b

Hér er annað dæmi þar sem ég er búinn að setja inn viðbótina.

ljosmynd a

Báðar myndirnar eru teknar af vef Landmælinga Íslands og þar má sjá þær óbreyttar.


mbl.is Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

100% sammála þér

Grétar Ómarsson, 17.11.2010 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband