8.10.2010 | 23:43
Hann spilar svo illa úr þessu eins og forverar
Það fer ekki á milli mála að íslenska þjóðin var rænd - alveg eins og Bretar og Hollendingar. Íslenska þjóðin á ekki og getur ekki borið ábyrgð á starfi sem opinberir starfsmenn klúðruðu sínum eftirlitsskyldum. Það skiptir engu máli hvernig á það er litið, hver þeirra svaf á verðinum eða hver var upptekinn af öðru. Þetta lið fær borgað fyrir að fylgjast með svona hlutum.
Eitt er öruggt: Þeir sem tóku ekki þátt í þessum glæp eiga ekki að borga fyrir þetta!
Ef það væri einhver alvari í þessu máli þá væri búið að handtaka þá sem hugsanlega bera ábyrgð og leiða þá fyrir dómstóla.
Það sem mér finnst gremjulegast við þetta allt saman er að það er nóg til af eignum í þessum föllnu bönkum sem eru ábyrgir fyrir þessu. Það má bara ekki gera þessa skuld upp því þá græðir þrotabúið ekki eins mikið.
Fyrir mér lítur þetta út eins og að fá ömmu sína til þess að skrifa upp á víxil, borga hann ekki, láta selja ofan af ömmu sinni og hrósa sér svo yfir því hvað maður græddi mikið á meðan með því að borga ekki.
Það er einfaldlega eitthvað siðferðilega og andlega rangt við slíka hugsun.
En svona er víst flokkslýðræðið, það er ekki hægt að gelta á eitt tré fyrir það sem skógurinn gerir.
Aldrei spurning um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.