16.9.2010 | 17:45
Það átti að troða bensínstöð þarna niður líka
Ég held að flestir vilji fá KFC á Akureyri en eru á móti því að það átti að troða niður enn einni bensínstöðinni við hliðina á KFC samkvæmt þessari deiliskipulagstillögu. Það er meira en nóg af bensínstöðvum á Akureyri og a.m.k. tvær í sjónlínu frá þessum bletti.
Þetta er því að mínu mati klúður í þessu deiliskipulagi frekar en að Akureyringar vilji ekki KFC.
Á myndinni hér að neðan sést hvernig bensínstöðvar dreifast um Akureyri.
Það er samtals 11 bensínstöðvar á Akureyri og innan skamms verða þær orðnar 12 (sjá appelsínugula punktinn). Það er verið að reisa eina á Glerártorgi. Það eru ein bensínstöð á hverja 1.400 íbúa á meðan þær eru ein á hverja 2.700 íbúa í Reykjavík og ein á hverja 25.000 íbúa í Evrópu.
Tíu ár frá fyrstu umsókn KFC á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að vísu átti að flitja bensínstöðinna sem er við BSO aðeins sunnar í bæin ásamt því að BSO átti að flitnast líka á þessa lóð.
Gísli Einarsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:49
Rangt..
tveir eldsneytistankar áttu að flytjast með BSO úr Strandgötu þar sem þeir hafa verið í 40 ár. Það er hluti af samkomulagi um að BSO fari af lóð við Strandgötu og víki þar með fyrir miðbæjarskipulagi þar sem gert er ráð fyrir hóteli á þeim stað.
Þetta bensínmál kom KFC lóðinni nákvæmlega ekkert við og á öðrum stað.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2010 kl. 22:53
Og ég veit ekki hvernig sjón þú hefur en næsti tankur er við Leirunesti við Leiruveg og ekki sjáanlegur vegna fjarlægðar..og svo veit ég ekki hvað þú meinar þar fyrir utan.. nema þú sjáir út undir Glerá í gegnum holt og hæðir ,,,hús og annað. Kannski þú meinir þessa við BSO sem átti að flytjast þarna .. Ég á líka brúsa heima sem ég geymi með sláttuvélinni.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2010 kl. 22:57
Ef Akureyri væri norskur bær.. þá væru þar max 2 bensinstöðvar.. enda er Akureyri bara þorp. Ef ég man rétt þá eru amk 6 eða 7 bensinstöðvar í þessu þorpi.. en endilega leiðréttið mig ef það er rangt hjá mér.
en gamanlaust þá eru á íslandi alltof margar bensinstöðvar..
Óskar Þorkelsson, 17.9.2010 kl. 02:22
Jón Ingi, ég var nú ekki að meina að bensíntankarnir væru í sjónlínu - öllu heldur að bensínstöðvarnar eru í sjónlínu. Ég útbjó mynd af þessu sem ég setti inn hér að ofan. Þar sést augljóslega að þetta er síst af öllu staðurinn þar sem bensínstöð á að vera.
Sumarliði Einar Daðason, 17.9.2010 kl. 17:07
Ps. deiliskipulagið sem var auglýst var með bensínstöð við hliðina á KFC.
Sumarliði Einar Daðason, 17.9.2010 kl. 17:22
jöss 10 bensínstöðvar í þorpinu.. bilun
Óskar Þorkelsson, 17.9.2010 kl. 18:25
Ég gleymdi meira segja einni bensínstöð rétt hjá Olís. Búinn að bæta henni við hér að ofan.
Sumarliði Einar Daðason, 20.9.2010 kl. 12:14
Rangfærsla á korti.. ef kæmu tankar við Drottningarbraut hverfa þessir við Strandgötu. Það er bannað samkvæmt samkeppnislögum að bæjaryfirvöld reyni að hafa áhrif á samkeppnisrekstur með að beita skipulagi ... og við því liggja háar sektir.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2010 kl. 11:23
Ég var að taka eftir því að það er verið að bæta við tólftu bensínstöðinni á Akureyri (sjá kortið hér að ofan). Það er verið að reisa eina á Glerártorgi. Það er ein bensínstöð á hverja 1.400 íbúa á meðan þær eru ein á hverja 2.700 íbúa í Reykjavík og ein á hverja 25.000 íbúa í Evrópu.
Sumarliði Einar Daðason, 24.9.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.