Þetta er álíka kjánalegt og einkaréttur á vatni

Ég lifi og hærist í að búa til hluti og finna upp eitthvað nýtt. Ég nýti mér það sem ég sé og ég veit til þess að aðrir gera það sama.

Ég er á þeirri skoðun að enginn getur haft einkarétt á einu eða neinu. Bretar reyndu þetta gagnvart Indverjum með saltið (sumir hér á Íslandi eru að reyna að gera þetta með vatnið).

Kjarni málsins er sá að þú getur ekki haft einkarétt á skoðunum og framtakssemi annarra. Það væri eins og að banna fólki að teikna mús í framtíðinni af því að viðkomandi horfði á teiknimynd af Mikka mús í æsku.

Ef einstaklingur er góður í því sem hann er að gera þá mun það skila sér til baka á einn eða annan hátt. Annað er frekja!


mbl.is Í einkaleyfamál við Apple, Facebook og Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm...

Ef þú ert búinn að leggja mikla vinnu og fé í að þróa hluti, og átt einkaleyfi á því, er ekkert sanngjarnt að einhver noti það sér að kosnaðarlausu.

Sé enga samlíkingu með vatninu né Mikka mús.

AFB (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 12:26

2 identicon

Einkaleyfiskerfið í Bandaríkjunum er náttúrulega alveg í ruglinu. Það er rosalega auðvelt að fá gefið út einkaleyfi á einhverja abstract viðskiptahugmynd ef þú felur það í smá tækniumfjöllun.

(sjá aðeins hérna: http://spectrum.ieee.org/at-work/innovation/the-death-of-businessmethod-patents)

Einkaleyfi eru samt bráðnauðsynleg því að annars væri algjörlega ómögulegt fyrir fyrirtæki sem stunda aktíva vöruþróun að reka sig því að þróun er svo dýr (svo kæmi bara annar gaur sem býr til eins tæki sem er hægt að verðleggja mun ódýrar því að hann þurfti bara að herma eftir).

Halldór Rúnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 13:16

3 identicon

AFB: Það er stór munur á því að leggja vinnu og fé í að þróa eitthvað, og fá svo einkaleyfi á því, og að fá fá einkaleyfi á aðferðarfræði. Oft lítil vinna og þróun þar bakvið.

T.d. væri ekki asnalegt ef það væri til einkaleyfi á því að notendur gætu skráð eigin athugasemdir (commentað) við fréttir eða greinar (blogg) á vefnum?
Voðalega lítil vinna eða fé bakvið þess lags einkaleyfi. Hinsvegar er nóg af svona einkaleyfum til.

Get nefnt dæmi: Hugmyndin að notandi sem er að versla í netverslun, geti með einu músarklikki farið beint og borgað/pantað ákveðna vöru (hafi hann áður verið búinn að fylla inn greiðsluupplýsingar). Og gerir "shopping cart" ónauðsynlegt. Þette kallað 1-click / one-click-checkout, og er háð einkaleyfi. Amazon á leyfið, og fyrir nokkrum árum þegar netverslanir voru orðnar þokkalega algengar, þá tók Amazon af skarið og fór fram á að þeir sem notuðu þennan "fítus" (jafnvel þó að viðkomandi verzlun hafði "þróað" (lestist: eytt vinnu og peningum) þennan fítus sjálf) myndu borga Amazon fyrir. Mikið af stærri netverzlunum fóru að beiðni Amazon og byrjuðu að borga leyfisgjöld, en aðrir fóru í að breyta netversluninni sinni og fjarlægðu þennan fítus.
Þetta er dæmi um einkaleyfi sem aldrei hefði átt að veita.

Jónatan (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 17:12

4 identicon

Hugverkaréttur er ekkert fáránlegt fyrirbæri í sjálfu sér. En eðli málsins samkvæmt verða lög varðandi þau alltaf flókin og háð túlkun.

Paul Allen er samt ekki með neina göfuga hugmynd um að verja "réttindi hugmyndasmiða" eða hvernig þið viljið orða það - hann er bara að nota loðið regluverk til að slást um peninga.

Hvers vegna hann er að því akkúrat núna er hins vegar áhugaverð spurning. Ætli hann sé að hjálpa vinum sínum í Microsoft að bola burt samkeppni? Eða ætli honum hreinlega leiðist? Ég gæti ímyndað mér að hann skemmti sér best í einhverju fyrirtækjabraski og "bardögum" í réttarsalnum, heldur en að dóla sér á snekkjunni sinni.

Danni (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband