9.5.2010 | 08:50
Nóg að gera hér fyrir norðan
Ótrúlegt en satt þá verður maður ekkert svo mikið var við þessi stóru ferlíki hér á Akureyri. Að vísu er ég hlutdrægur í þessu því ég hef sérstakan áhuga á flugi, þannig að hljóð frá þessum vélum er eins og góð tónlist í mínum eyrum. Rákirnar í loftinu minna mann á að við erum hluti af alþjóðlegu umhverfi.
Það er ánægjulegt að vita af því að fjárfesting um stækkun Akureyrarflugvallar er að skila sér. Núna vantar bara stærri flugstöð svo farþegar þurfi ekki að hýrast í neyðarskýlum. Slík stækkun gæti verið atvinnuskapandi á þessum tímum. Með göng undir Vaðlaheiði líka væri búið að stytta tímann til Mývatns og Egilsstaða verulega.
Mikil flugumferð yfir Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.