7.5.2010 | 22:54
Ótrúlega góð þjónusta hjá Landsneti - EKKI!
Það er hreint ótrúlegt að Landsnet hafi ekki gert ráð fyrir að upplýsa almenning - sem býr ekki á suðvestur horninu - um hvað var að gerast. Það voru bara þeir sem voru með vafra í símanum sínum sem fengu vitneskju um eitthvað. Þetta var stærsti hluti landsins.
Hvað eru yfirvöld að hugsa? Hvernig getur ein lítil bilun sett stærsta hluta landsins í reiðuleysi? Með óútreiknandi eldgos þarna fyrir sunnan og ekki hægt að hringja í einn eða neinn.
Enn og aftur sannaði Internetið yfirburði sína þegar það kemur að svona vá. En þetta þarf að taka til algjörrar endurskoðunar hjá yfirvöldum.
Rafmagn ætti að koma fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða upplýsingum átti Landsnet að koma á framfæri og með hvaða hætti?
Turd Ferguson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 23:26
Veistu eitthvað um hvað þú ert að skrifa ? http://landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/tilkynningar/
kl 19:25 er tilkynning frá Landsneti þar sem gefið er upp að Fjarðarál hafi keyrt niður afl vegna bilunar.
Er ekki bara málið að kynna sér málin aðeins áður en menn koma með bloggpósta út í loftið ?
Tómas (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 23:33
Já ég er alveg sammála þér með þetta að það þarf auðvitað að koma skilaboðum til fólks þegar svona gerist, sérstaklega miðað við allt sem er að gerast í þessu landi eldgosið og allt það. Amma mín og Afi hringdu skellkuð í mig þau héldu að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Meina fólk veit ekkert hvað er að gerast þegar svona gerist! En aftur á móti er auðvitað erfitt að koma skilaboðum til fólks þar sem allt er rafmagnslaust....
Sjókrimmi, 7.5.2010 kl. 23:40
Og Tómas hvernig á fólk útá landi að geta skoðað vefsíðu hjá landsnet þegar allt er rafmagnslaust? Sumir geta það en ekki allir...
Sjókrimmi, 7.5.2010 kl. 23:42
Tómas, þegar rafmagnið er farið af, álagið á GSM er mikið og aðalsíða landsnet.is, landsvirkjun.is, mbl.is, rarik.is, ruv.is o.s.frv. eru hátt í 1 MB þá hefur maður ekki tök á því að þreifa sig áfram eins og um ljósleiðara væri að ræða.
Sumarliði Einar Daðason, 7.5.2010 kl. 23:44
Hvað ætlisti eiginlega til að sé gert? Á að banka uppá hjá öllum og segja "já heyrðu... það er rafmagnslaust bara ef þið vissuð það ekki"?
BillHill (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 00:03
Lesið þetta: http://landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/frettir/?NewsItemID=2668
Þar er fyrirsögnin: Merkum áfanga náð í vörnum á byggðalínuhringnum
(Þetta er frétt hjá Landsneti 5. maí 2010, þ.e. á fimmtudaginn s.l.).
Þegar svona gerist fara öll viðvörunarkerfi í gang. Það vill svo merkilega til að það eru rekin fyrirtæki út á landi, jú... og líka sjúkrahús, umferðarljós o.fl.
Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 00:10
Ég verð að leiðrétta eitt hér að ofan 5. maí er auðvita á miðvikudaginn, en það breytir engu efnislega.
Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 00:34
Sumarliði, hefur þú minnstu hugmynd um hvernig dreifikerfi raforku virkar ?
Mismunastraumvörn virkar þannig að ef að summa allra strauma sem koma að og fara frá álagi/spenni er ekki 0A (s.s bilun) þá er slökkt á viðkomandi spenni.
Það tekur hellings tíma að rannsaka bilanir í raforkukerfum.
Tómas (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 01:26
Góðan daginn Tómas! Ég tel mig hafa mjög góða þekkingu á þessu (Mekatróník tæknifræði á nánast hug minn allan). Ég tel að þarna hafi verið mannleg mistök sem hafði keðjuverkandi áhrif. Nú hef ég ekki aðgang að innanhús upplýsingum hjá Landsneti en mér finnst það alvarlegur hlutur ef dreifinetið er svona veikt að stærsti hluti landsins verði blackout í þetta langan tíma.
Okkar þjóðfélag er háð rafmagni - sérstaklega fyrirtækin. Þó einhverjir hafi þurft að lesa bók og tala saman í stað þess að horfa á sjónvarpið, þá voru aðrir sem þurftu að tryggja tölvukerfi, frystigeymslur, vélar og svo framvegis. Það varð keðjuverkandi tjón sem hlaust af þessu. Ímyndaðu þér hvað þetta hafði verið stór frétt ef 75% Frakklands hefði orðið blackout í þetta langan tíma?
Ég er á því að við getum lært af þessu sem þjóð og að Landsnet verði alvarlega að íhuga svona veikleika. Það er nefnilega komið árið 2010 og svona víðtæk og löng bilun á ekki að vera valkostur.
Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 09:05
Sæll. Þú hefur ekki svarað spurningunni minni. Hvaða upplýsingum átti Landsnet að koma á framfæri og með hvaða hætti?
Turd Ferguson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 11:12
Turd Ferguson:
Landsnet hefði átt að gefa strax út tilkynningu til almannavarna, öryggisfyrirtækja, símafyrirtækja o.þ.h. Síðan hefðu þeir átt að tilkynna þetta strax til almennings í gegnum RÚV, vefmiðla sem og setja þetta skýrt fram á sína heimasíðu með áberandi hætti!
Í þessu tilfelli nýttust GSM símar með vafra til þess að afla sér upplýsinga en það eru ekki allir með slíka síma.
Þar að auki var símakerfið undir hnjaski vegna þessa. Aðal vefmiðlanir voru þungir í vöfum og allir þurftu að hafa samskipti sín á milli með Facebook samskiptaforritinu.
Eini fjölmiðilinn sem virkaði var Rás 1 (fann ekki Rás 2) og þar var ekkert minnst á þetta fyrr en í 22:00 fréttum.
Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 13:30
Rás 2 sagði frá þessu þegar ég stillti þangað um hálf tíu leytið þegar ég fór að verða forvitinn um orsakirnar. Í sumum landshlutum eru rafmagnstruflarnir því miður ennþá nokkuð algengar og fólk á þeim slóðum rýkur ekki upp í móðursýkiskasti þó að rafmagn detti út. Þetta veldur auðvitað óþægindum og mögulega jafnvel eignatjóni en ég á því ekki að venjast að um þetta sé talað eins og stórkostlegar náttúruhamfarir. Ég sé satt best að segja voðalega lítinn tilgang í því að Landsnet fabúleri eitthvað um orsakir og umfang vandamáls sem þeir skilja ekki einu sinni sjálfir, þeir sem missa rafmagnið þurfa ekki að láta segja sér í fjölmiðlum að þeir hafi misst rafmagnið. Þeir vita það ágætlega.
Turd Ferguson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 13:54
Ég held að ég og þú skiljum hvorn annan Turd. Þegar rafmagnið fer þá fer einfaldlega rafmagnið af. Lítið við því að gera nema að lesa bók, taka upp gömlu spilin og kertin eða fá sér göngu.
Á hinn bóginn eru aðstæður þannig hér á Íslandi að hér ríkja NEYÐARLÖG út af efnahagshruni og það er eldgos sem er sérstakt í nútíma og ALMANNAVARNIR eru að stýra. Þegar 75% landsins verður fyrir svona hlutum - almenningur og yfirvöld - vita ekki hvað er að gerast. Þá hljóta að koma upp einhverjar spurningar?!? Í sumum siðmenntuðum löndum er það kallað "gagnrýn rökhugsun".
Af hverju má ekki ræða hlutina til þess að læra af mistökum? Af hverju þarf að sópa öllu undir tepp í von um að það verði ekki rætt um hlutina?
Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.