Styrkjum Akureyrar- og Egilsstaðarvöll frekar en Reykjavíkurvöll

Ef þetta eldgos hefur kennt okkur eitthvað þá er það að það borga sig ekki að hrúga allri þjónustu á sama blettinn fyrir sunnan. Það þarf að dreifa eggjunum út um allt land.

Það er búið að sýna sig og sanna undanfarið að það þarf að styrkja Akureyrar- og Egilsstaðarflugvöll sem og bæta samgöngur með rútum um allt land.

Af hverju eru strandsiglingar ekki lengur til staðar á Íslandi? Eru einhver fraktskip skráð yfir höfuð á Íslandi?

Spurningin er bara: Hvenær ætla stjórnmálamenn að vakna úr rotinu og gera sér grein fyrir að við búum á Íslandi og þurfum að miða samgöngur við íslenskar aðstæður og íslenskan efnahag.


mbl.is Um 3.500 farþegar farið um Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband