Alþingi - hin einu sönnu móðurharðindi íslendinga

Alþingi er í mínum huga orðið stór vettvangur skrípaleiks. Alþingismenn virðast ýmist fylgja eigin sannfæringu eða sannfæringu lokaðs hóps innan eigin flokks. Stundum á sama tíma og stundum eftir því hvað klukkan slær.

Stundum er sagt að þú hafir það að meðaltali gott, ef önnur höndin er í ísköldu vatni og hin í sjóðandi heitu vatni. Í því samhengi má segja að allir alþingismenn eru að meðaltali spilltir og siðlausir.

Ég veit varla hvort er verra að vera í spilltu einræðisríki og vita þá allavega af því - eða vera í lýðræðisríki þar sem spilling, svik, lygar og blekkingar eru alls ráðandi - og vita ekki hvað ræður hverju sinni.

Það eru auðvita til alþingismenn sem fylgja eigin sannfæringu - en þeir eru í litlum minnihluta hér á landi.

Sá sem fylgir ekki eigin sannfæringu getur ekki borið ábyrgð á eigin gjörðum og ábyrgðarleysi fylgir siðleysi. Afbrotamenn með einbeittan brotavilja eru oftar en ekki skilgreindir siðlausir. Slíkir einstaklingar eru taldir hættulegir samfélögum - samfélögum sem ég tel að við íslendingar viljum flestir kenna okkur við.

Það á að virða Alþingi og þær ákvarðanir sem eru teknar þar. Alþingismenn eiga líka að virða það. Siðlausir síbrotamenn eiga ekkert erindi á Alþingi. Siðlausir síbrotamenn eru ekki bara morðingjar og nauðgarar. Það geta líka verið einstaklingar sem eru í ábyrgðastöðum - og láta börn og gamalmenni drukkna - á meðan þeir troða í sig kavíar og kampavín, í eina hálftóma björgunarbátnum sem er til staðar.

Eru alþingismenn ekki í neinu sambandi við þjóðina? Þarf íslendingurinn að borga hverjum alþingismanni fimm milljónir svo hlustað sé á hann? Þurfa allir íslendingar að losa sig við siðferði til þess að skilja alþingismenn?

Farið hefur fé betra. Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband