Þurfti gos til þess að stjórnvöld standi við plön

Nú þegar gos truflar starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjavík þá er flotinn þeirra fluttur til Akureyrar. Þegar Íslendingar neyddust til þess að taka þyrlumálin í sínar hendur þá var það fullyrt að a.m.k. ein þyrla yrði gerð út frá Akureyri. Ekkert af því stóðst.

Núna þegar á reynir - neyðast stjórnvöld að standa við gefin fyrirheit.

Sem sérstakur áhugamaður um flug og flugöryggismál þá langar mig að tengja þetta líka við umræðuna um staðsetningu flugvallarins í Reykjavík vegna nálægðar við sjúkrahúsið - við enda flugbrautarinnar þar.

Það finnst öllum óþægilegt að tala um "neikvæða hluti" en segjum svo að eitthvað óheppilegt stórslys gerist á meðan Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur er lokaður. Hversu mikilvægt er þá að hafa öll dýrmætustu eggin okkar (sjúkrahús, flugvöll, stjórnvald, höfuðstöðvar löggæslu o.fl.) troðið á nákvæmlega sama blettinn í Reykjavík sem er minna en gígurinn sem gýs núna (hernaðarheitið er E15).

Þetta er þörf umræða og verður að vera í tíma tekin áður en spilltir stjórnmálamenn taka endanlegar ákvarðanir sem verður ekki hægt að breyta sökum kostnaðar.


mbl.is Flugvél og þyrla Gæslunnar færðar á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það hefur aldrei verið gott að setja öll eggin í sömu körfu

Sigurður Haraldsson, 23.4.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband