Færsluflokkur: Löggæsla

Munu erlendir málaliðar berja niður íslenska lögreglumenn?

Ég hlustaði á afar forvitnilegt viðtal við Ögmund innanríkisráðherra í útvarpsþættinum "Reykjavík síðdegis" á Bylgjunni í gær (28. september 2011).

Þar segir hann:

"... og það þarf eitthvað mikið að gerast til að við förum horfa út fyrir landssteinana með hjálp í þessum efnum. Þá gerum við hitt miklu fremur að beina orðum til Íslendinga almennt ..."

og svo aðeins síðar: 

"... í stað þess að fara að flytja inn erlendar óeirðarsveitir þá beinum við þeim orðum til íslendinga, eigum við ekki bara að taka á málum hvað þetta snertir og tryggja að hér sé friður í landinu og að mótmælin séu með friðsæmum hætti ..."

riot3Ég skil þetta ekki öðruvísi en að erlendir málaliðar verði kallaðir til ef þörf krefur. Svipað og Gaddafí notaði gegn þjóð sinni.

Þegar ráðherrar eru komnir út á þennan hála ís að ræða um erlenda málaliða til þess að berja á almenningi og lögreglu landsins - þá láta þeir ekki einhverja stjórnarskrá eða lög stoppa sig.

Ég trúi því varla að íslenskur ráðherra hafi leyft sér að viðra þennan möguleika í beinni útsendingu.

Upptaka af viðtalinu: Reykjavík síðdegis
 

 

 

(Mynd: http://twistedscottishbastard.blogspot.com
/2010_06_01_archive.html
)


mbl.is Lögreglan í kröfugöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendar óeirðasveitir (málaliðar) í boði Ögmundar?

Ég var að hlusta á Reykjavík síðdegis áðan og þar var Ögmundur innanríkisráðherra í símaviðtali.

Þar segir hann:

‎"... og það þarf eitthvað mikið að gerast til að við förum horfa út fyrir landssteinana með hjálp í þessum efnum. Þá gerum við hitt miklu fremur að beina orðum til Íslendinga almennt ..."

og svo aðeins síðar:

"...í stað þess að fara að flytja inn erlendar óeirðarsveitir þá beinum við þeim orðum til íslendinga... eigum við ekki bara að taka á málum hvað þetta snertir og tryggja að hér sé friður í landinu og að mótmælin séu með friðsæmum hætti..."
 
Þarna er Ögmundur augljóslega að gefa það til kynna að mögulegt sé að erlendar sveitir verði kallaðar til þess að þvinga íslenska borgara til skoðana og lags við núverandi ríkisstjórn. Munu þessar erlendu sveitir beita vopnum á íslenska borgara og íslenska lögreglumenn?
Ég hvet alla til þess að hlusta á þetta viðtal við Ögmund!

mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgðina á þessu?

Varðskipið Þór tignalegt í ChileÞað vita það flestir íslendingar að Landhelgisgæslan er ein af grunnstoðum öryggis okkar hér á Íslandi. Hlutverk hennar er mjög fjölbreytt. Allt frá reglubundnu eftirliti til björgunar mannslífa. Eitt er víst að við getum ekki án hennar verið.

Landhelgisgæslan hefur verið mjög óheppin að undanförnu. Í mínum huga eru það aðallega skemmdir á nýja skipinu okkar sem er verið að smíða í Chile. Af hverju það var ekki frekar smíðað á Íslandi er mér enn hulin ráðgáta.

Á sama tíma og henni er gert að draga úr útgjöldum þarf hún að fást við aukin verkefni. Eftirlit með strandveiðibátum er bara hluti þeirra verka sem hún þarf að sinna. Hér er hins vegar búið að skilgreina vandann. Það vantar meira fjármagn svo Landhelgisgæslan geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Hvernig stendur á því að ríkisstjórn Íslands gerði ekki ráð fyrir auknu álagi hjá Landhelgisgæslunni?

Ég er á þeirri skoðun að strandveiðar smábáta eiga að vera frjálsar og að Landhelgisgæslan eigi að fá aukin fjárframlög til þess að standa við lögboðið hlutverk sitt.

Mynd tekin af heimasíðu Landhelgisgæslunnar: http://www.lhg.is/starfsemi/adgerdasvid/nyttvardskipogflugvel/Vardskip/nr/1571


mbl.is Álagið á Gæslunni gríðarlegt vegna strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband