Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Landvirkjun að tapa fé?

Þegar ég heyri að fyrirtæki eins og Landsvirkjun sé að tapa peningum þá sperri ég eyrun. Tæknilega eiga svona fyrirtæki ekki að geta sýnt tap nema t.d. það eiga sér stað náttúruhamfarir, hryðjuverk eða eitthvað álíka óvænt áfall.

Nema auðvita að þau fari fram úr sjálfu sér í offjárfestingu.

En það kemur fram í fréttinni að þetta er vegna afleiðuviðskipta tengt álverði. Fyrst að svo er má þá ekki spyrja sig hvort Landsvirkjun er orðin of háð þessum álfyrirtækjum? Til dæmis með lélegum samningum?

Það eru engin teikn á lofti um að það verði viðsnúningum í heimsmálum á næstu misserum. Nema auðvita það brjótist út stórt stríð einhverstaðar. Það mun eflaust hækka álverðið og bæta afkomu Landsvirkjunar. Ég er á móti stríðum og er bara að benda á kaldhæðnina í þessu.

Fyrirtæki eins og Landsvirkjun eiga að mala gull.


mbl.is Landsvirkjun tapar 6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur, Danmörk og Seychelles að skila hlutfallslega meiri tekjum

Þetta er villandi frétt.

Bara ef súluritin eru skoðuð þá eru Noregur, Danmörk og Seychelles að skila hlutfallslega meiri tekjum miðað við afla. Við ættum að ná 25-100% meiri tekjum ef við tækjum þær þjóðir til fyrirmyndar.

Kannski er það vegna þess að stór hluti aflans á Íslandi er fluttur óunnin út.

Getur það verið að útgerðir hérlendis eru að selja sjálfum sér fiskinn erlendis og vinna hann þar til þess að komast fram hjá brengluðu efnahagslífi hér á íslandi?

Danir veiða lítið en margfalda verðmætin.


mbl.is Ekkert ríki skapar jafn mikil verðmæti úr fiskveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig erum við búin undir þetta?

Ég veit að ég er einn af þeim sem bendir fólki að vera með öryggisbelti þegar það fer út í umferðina - og fæ óþakkir fyrir að vera leiðinlegi maðurinn.

Fyrir skömmu þá benti ég á að ef hagvöxtur í Kína myndi minnka (http://summi.blog.is/blog/summi/entry/1250805/) þá gæti það haft umtalsverð áhrif á okkur sem þjóð þar sem bara eitt prósent samdráttur í hagvexti í Kína er eins og landsframleiðsla Íslands margfaldað.

Þetta hefur einnig áhrif á öll hin viðskiptalöndin okkar sem við stólum á til þess að rétta úr kútnum.

Spurningin er sú, eru stjórnvöld Íslands eitthvað að pæla í því hvað gerist á næstum árum? Sumir erlendir fræðimenn og fréttamiðlar spá því að raunveruleg heimskreppa byrji ekki með fullum þunga fyrr en á næsta ári - og þá fyrir alvöru.


mbl.is Kína orsakar lækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland tilbúið fyrir heimskreppu?

UK GDP since 1948Ég las á guardian.co.uk í gær að í UK er samdráttur sögulega dýpri (eða lengri) núna heldur en í kjölfar heimskreppunnar miklu 1929. Samdrátturinn er einhverju prósenti skárri en þá, en varir mun lengur og ekki sér fyrir endan á honum í bráð (ég efast um að Olympics hafi úrslitaáhrif þar). UK á víst að vera ein af helstu miðstöðvum peningaflæðis í heiminum.

Hvað þýskaland varðar, þá hef ég lesið um að það sé trausti kletturinn í EU. Nú eru að berast neikvæðar fréttir þaðan, sennilega vegna versnandi ástands víða í Evrópu sem og annars staðar í heiminum. Það þarf varla að eyða orðum í flest önnur ríki Evrópu, þ.e. hversu staðan þar er orðin alvarleg.

USA gerir ekkert annað en að safna skuldum og eyða peningum erlendis (sem það fær að láni). Það sambandsríki hefur aldrei staðið eins illa.

Kína er að horfa fram í minnkandi hagvöxt, en bara 1% minni hagvöxtur þar er stjarnfræðilega há tala miðað við flest öll önnur ríki í heiminum.

Vegna aukins hraða í samskiptum þá eru allir markaðir mun viðkvæmari fyrir breytingum hjá hvorum öðrum - ólíkt því sem var í fyrri hluta síðustu aldar, t.d. í heimskreppunni miklu. Auk þess sem að mestur hagnaður fyrirtækja í dag er sjaldan byggður á raunverulegri verðmætasköpun - heldur frekar huglægu mati sem á auðveldara með að rýrna.
 
Hér á Íslandi virðist allt vera komið í sama farið aftur og fáir hafa lært af bankahruninu. Það er bullandi þensla í húsnæðisverði, bullandi verðbólga, mikið falið atvinnuleysi, alltof mikil spilling og alltof mikill gervihagvöxtur, sem að mestu byggist á einkaneyslu og eyðslu á sparifé. Tekjur Landsvirkjunar byggjast á markaðsvirði áls, sem er stöðugt að lækka í verði. Íslenska ríkið dregur alltof mikið úr samneyslu á sama tíma og það hækkar alla skatta - en dælir fé í fáa útvalda með vænu tapi fyrir ríkissjóð.
 
Þess vegna er mér spurn hvort Ísland sé tilbúið í raunverulega heimskreppu, ef hún skellur á með fullum þunga? Það er til lítils að flytja út ál og fisk ef aðföng verða það dýr að lítill sem enginn virðisauki er til staðar.

Þetta eru auðvita bara vangaveltu um "hvað ef?".


mbl.is Versnandi horfur sautján þýskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar áttu að gera þetta fyrir löngu

Það er mun farsælla fyrir ríkið að auka veltu í samfélaginu með lægri sköttum og auknum framkvæmdum. Í heildina fær ríkissjóður meira og þegnum líður betur.

Hér á landi gera yfirvöld akkúrat hið gagnstæða. Hækka skatta fram úr öllu hófi og setja allt í bremsu. Þetta skilar sér í minni tekjum í heildina fyrir ríkissjóð.

Þessi meinta verðbólga hér á Íslandi er ekki sökum hagvaxtar eða eftirspurnar. Það er í raun hættulegur samdráttur í efnahagslífinu hér á landi en einhverra hluta vegna er lítið sem ekkert fjallað um það í fjölmiðlum eða hjá stjórnmálamönnum.

Til að mynda er hækkun fasteignaverðs "ímynduð" hækkun sem ríkið sjálft ákveður. Mikið af þeim vörum sem hafa hækkað er vegna beinna hækkana skatta sem ríkið ákveður. Allt þetta hækkar neysluvísitöluna sem hækkar síðan verðtryggðar afborganir lána. Þar að auki er innibyggður hvati/villa í aðferðafræði neysluvísitölunnar sem tryggir alltaf að hún fari hækkandi.

Ofan á þetta er seðlabankinn úti á þekju með sína vaxtastefnu og það ríkja hér gjaldeyrishöft.

Ef bankahrunið kom Íslandi í kennslubækur út um allan heim þá munu viðbrögð yfirvalda hér á landi í kjölfar hrunsins svo sannarlega gera það líka.


mbl.is Lækka skatta og auka framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka íslenskir stýrivextir heimsmarkaðsverð?

Ég vil byrja á að fagna því að seðlabankinn er farinn að átta sig á að verðhækkanir innanlands eru ekki út af óstjórnlegri eftirspurn hér á landi - ekki núna.

Einnig er ég ánægður með það framfaraskref að þeir hafi tekið það saman greinagerð um málið og sent viðskiptaráðherra hana. Kannski að ríkisstjórnin átti sig með tíð og tíma hvernig ástandið er hér á landi. Málið er að ríkisstjórnin er ekki ennþá búin að átta sig á því að raunvirði og nafnvirði er ekki sami hluturinn og má ekki rugla saman. Fólk þarf að hafa jafn miklar tekjur eða hærri en það kostar að lifa. Þetta er ekki bara nauðsynlegt á Íslandi heldur einnig í öllum öðrum löndum í heiminum.

Hins vegar þarf seðlabankinn að taka mark á sjálfum sér og spyrja sjálfan sig hvort íslenskir stýrivextir muni draga úr heimsmarkaðsverði á hrávöru- og olíuverði.

Munu stýrivextir hafa áhrif á Fasteignamat ríkisins sem hækkar allt fasteignaverð út frá "tilfinningu"?

Munu hærri stýrivextir draga úr skattahækkunum sem hafa hækkað vöruverð?


mbl.is Olíuverð ýtir upp verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá vangaveltur um krónuna og ávöxtun

Hjá Seðlabanka Íslands er kaupgengi evru 164,53 ISK. Ef seðlabankinn er að kaupa evrurnar á genginu 210 ISK þá er þarna komin strax 27,64% ávöxtun við undirskrift. Skuldabréfin sem seðlabankinn greiðir fyrir evrurnar eru með 3,25% raunávöxtun (3,25% + verðtryggingu).

Miðað við efnahagsástandið þá er þetta býsna góð ávöxtun.

Ef framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða telur að vextirnir á skuldabréfinu mættu vera hærri þá mætti halda að hann trúir ekki nægilega vel á skuldabréfin.

Í því samhengi má nefna að skuldabréfaútgáfa seðlabanka er í raun peningaprentun. Ég bendi á góða grein eftir Jóhannes Björn sem útskýrir þetta ágætlega: http://vald.org/greinar/110618/

Í fyrsta lagi, af hverju ættu lífeyrissjóðir að vilja losna við öruggar evrur og taka á móti skuldabréfi í staðinn? Það er ekki eins og að stór skuldabréf seðlabankans séu eftirsótt í hinum stóra heimi.

Í öðru lagi, af hverju er seðlabankinn að borga svona hátt verð fyrir evrur ef hann telur að gengið eigi að vera 165 ISK?


mbl.is Hefðu viljað sjá hærri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband