30.4.2010 | 14:13
Þetta er jákvæð þróun
Þetta er jákvæð þróun og ætti að draga aðeins tennurnar úr þessum miskunnarlausu hákörlum sem er að reyna éta allt og alla hér í íslensku samfélagi.
Eitt núll fyrir réttlætinu!
Ekki heimilt að gengistryggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 23:41
Með hamborgurum skal land byggja
Ég rakst á eina skemmtilega frétt á Pressunni sem veitti mér innblástur til þess að setja saman þessa mynd:
Þeir sem þekkja ekki málið, sem ég vísa í, geta lesið um það hér:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2010 | 11:17
Óbein áhrif skemmtiferðaskipa eru mikil
Það hefur sýnt sig og sannað að skemmtiferðaskipin eru mikil búbót fyrir þau bæjarfélög og nágrenni sem þau sækja. Fyrir utan beinan hagnað af verslun og þjónustu þá hefur þetta mikið vægi í auglýsingaskyni.
Svona "heimsreisur" með skemmtiferðaskipum skilur mun meira eftir sig heldur en að fljúga á milli landa. Fólkið skynjar umhverfið betur og það festist frekar í minni þeirra. Þetta fólk á allt eftir að hitta vini sína og kunningja þegar heim er komið.
Það er miklu frekar tekið mark á góðri ferðasögu heldur en 100.000.000 kr. auglýsingaherferð í einhverju takmörkuðu auglýsingariti og kokteilveislum.
Að mínu mati stendur Akureyrarhöfn sig með prýði til þess að taka á móti þessum ferðamönnum. Þar er verið að byggja góða aðstöðu á Oddeyrarbryggju til þess að taka á móti ferðamönnum.
Ég þekki ekki persónulega hvernig þetta er fyrir vestan.
Skemmtiferðaskipin halda sínu striki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2010 | 10:59
Styrkjum Akureyrar- og Egilsstaðarvöll frekar en Reykjavíkurvöll
Ef þetta eldgos hefur kennt okkur eitthvað þá er það að það borga sig ekki að hrúga allri þjónustu á sama blettinn fyrir sunnan. Það þarf að dreifa eggjunum út um allt land.
Það er búið að sýna sig og sanna undanfarið að það þarf að styrkja Akureyrar- og Egilsstaðarflugvöll sem og bæta samgöngur með rútum um allt land.
Af hverju eru strandsiglingar ekki lengur til staðar á Íslandi? Eru einhver fraktskip skráð yfir höfuð á Íslandi?
Spurningin er bara: Hvenær ætla stjórnmálamenn að vakna úr rotinu og gera sér grein fyrir að við búum á Íslandi og þurfum að miða samgöngur við íslenskar aðstæður og íslenskan efnahag.
Um 3.500 farþegar farið um Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 07:13
Alþingi - hin einu sönnu móðurharðindi íslendinga
Alþingi er í mínum huga orðið stór vettvangur skrípaleiks. Alþingismenn virðast ýmist fylgja eigin sannfæringu eða sannfæringu lokaðs hóps innan eigin flokks. Stundum á sama tíma og stundum eftir því hvað klukkan slær.
Stundum er sagt að þú hafir það að meðaltali gott, ef önnur höndin er í ísköldu vatni og hin í sjóðandi heitu vatni. Í því samhengi má segja að allir alþingismenn eru að meðaltali spilltir og siðlausir.
Ég veit varla hvort er verra að vera í spilltu einræðisríki og vita þá allavega af því - eða vera í lýðræðisríki þar sem spilling, svik, lygar og blekkingar eru alls ráðandi - og vita ekki hvað ræður hverju sinni.
Það eru auðvita til alþingismenn sem fylgja eigin sannfæringu - en þeir eru í litlum minnihluta hér á landi.
Sá sem fylgir ekki eigin sannfæringu getur ekki borið ábyrgð á eigin gjörðum og ábyrgðarleysi fylgir siðleysi. Afbrotamenn með einbeittan brotavilja eru oftar en ekki skilgreindir siðlausir. Slíkir einstaklingar eru taldir hættulegir samfélögum - samfélögum sem ég tel að við íslendingar viljum flestir kenna okkur við.
Það á að virða Alþingi og þær ákvarðanir sem eru teknar þar. Alþingismenn eiga líka að virða það. Siðlausir síbrotamenn eiga ekkert erindi á Alþingi. Siðlausir síbrotamenn eru ekki bara morðingjar og nauðgarar. Það geta líka verið einstaklingar sem eru í ábyrgðastöðum - og láta börn og gamalmenni drukkna - á meðan þeir troða í sig kavíar og kampavín, í eina hálftóma björgunarbátnum sem er til staðar.
Eru alþingismenn ekki í neinu sambandi við þjóðina? Þarf íslendingurinn að borga hverjum alþingismanni fimm milljónir svo hlustað sé á hann? Þurfa allir íslendingar að losa sig við siðferði til þess að skilja alþingismenn?
Farið hefur fé betra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2010 | 15:27
Nóg að gera á flugvellinum
Af einhverjum ástæðum neyddist ég til þess að taka smá krók út á flugvöll með myndavélina óvart meðferðis. Það er nóg að gera þarna í kringum þessar flugvélar og það var að sjá á sumum starfsmönnum að þeir voru orðnir þreyttir. En vinna er alltaf vinna.
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu lítið ónæði er af þessu stóru vélum. Það heyrist mun meira í Fokkernum og litlu rellunum.
Ég gæti alveg vanist þessu. Núna þarf bara að stækka flugstöðina!
Flugvél farin til Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2010 | 08:01
Þurfti gos til þess að stjórnvöld standi við plön
Nú þegar gos truflar starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjavík þá er flotinn þeirra fluttur til Akureyrar. Þegar Íslendingar neyddust til þess að taka þyrlumálin í sínar hendur þá var það fullyrt að a.m.k. ein þyrla yrði gerð út frá Akureyri. Ekkert af því stóðst.
Núna þegar á reynir - neyðast stjórnvöld að standa við gefin fyrirheit.
Sem sérstakur áhugamaður um flug og flugöryggismál þá langar mig að tengja þetta líka við umræðuna um staðsetningu flugvallarins í Reykjavík vegna nálægðar við sjúkrahúsið - við enda flugbrautarinnar þar.
Það finnst öllum óþægilegt að tala um "neikvæða hluti" en segjum svo að eitthvað óheppilegt stórslys gerist á meðan Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur er lokaður. Hversu mikilvægt er þá að hafa öll dýrmætustu eggin okkar (sjúkrahús, flugvöll, stjórnvald, höfuðstöðvar löggæslu o.fl.) troðið á nákvæmlega sama blettinn í Reykjavík sem er minna en gígurinn sem gýs núna (hernaðarheitið er E15).
Þetta er þörf umræða og verður að vera í tíma tekin áður en spilltir stjórnmálamenn taka endanlegar ákvarðanir sem verður ekki hægt að breyta sökum kostnaðar.
Flugvél og þyrla Gæslunnar færðar á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2010 | 10:42
Heimsbyggðin hlýtur að taka mark á svona frétt
Það hefur verið mikið rætt um vænisýki og hræðslu tengt flugbanni í Evrópu. Sérstaklega þar sem það skaðar fjárhagslega hagsmuni fjárfesta sem og ferðaþjónustuiðnaðinn. Þessi frétt hlýtur að leggja lóð á vogaskál þeirra sem vara við hættunni að fljúga í eldfjallaösku.
Það verður nóg að gera í flugi og ferðamennsku þegar gosið verður yfirstaðið. Sérstaklega á Íslandi!
Flugstjórinn fann öskulykt og sneri við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2010 | 16:11
Þetta eru mjög flottir bílar
Vélar frá BMW í bandarískum lögreglubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2010 | 09:51
Þetta er mjög jákvætt!
Íslandsbanki fellir niður heimildagjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)