Munu erlendir málaliðar berja niður íslenska lögreglumenn?

Ég hlustaði á afar forvitnilegt viðtal við Ögmund innanríkisráðherra í útvarpsþættinum "Reykjavík síðdegis" á Bylgjunni í gær (28. september 2011).

Þar segir hann:

"... og það þarf eitthvað mikið að gerast til að við förum horfa út fyrir landssteinana með hjálp í þessum efnum. Þá gerum við hitt miklu fremur að beina orðum til Íslendinga almennt ..."

og svo aðeins síðar: 

"... í stað þess að fara að flytja inn erlendar óeirðarsveitir þá beinum við þeim orðum til íslendinga, eigum við ekki bara að taka á málum hvað þetta snertir og tryggja að hér sé friður í landinu og að mótmælin séu með friðsæmum hætti ..."

riot3Ég skil þetta ekki öðruvísi en að erlendir málaliðar verði kallaðir til ef þörf krefur. Svipað og Gaddafí notaði gegn þjóð sinni.

Þegar ráðherrar eru komnir út á þennan hála ís að ræða um erlenda málaliða til þess að berja á almenningi og lögreglu landsins - þá láta þeir ekki einhverja stjórnarskrá eða lög stoppa sig.

Ég trúi því varla að íslenskur ráðherra hafi leyft sér að viðra þennan möguleika í beinni útsendingu.

Upptaka af viðtalinu: Reykjavík síðdegis
 

 

 

(Mynd: http://twistedscottishbastard.blogspot.com
/2010_06_01_archive.html
)


mbl.is Lögreglan í kröfugöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll félagi nú er fokið í flest skjól og ég fórna lífinu fyrir lýðræðið ef til þarf! Stjórnmennskan hjá okkur er orðin að mestu ógnarstjórn frá lýðveldinu 1944.

Sigurður Haraldsson, 29.9.2011 kl. 07:10

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er auðvita orðið alvarlegt ef það er grafið undan lögreglunni með þessum hætti. Hún er límið sem heldur samfélaginu saman.

Sumarliði Einar Daðason, 29.9.2011 kl. 07:24

3 Smámynd: Steini Bjarna

Það var Björn Bjarnason sem fyrstur viðraði þessa hugmynd í búsáhaldabyltingunni og var meiningin að fá lánaða óeirðalögreglusveit frá Danmörku.  Er ekki bara málið að mæta 1. okt. á Austurvöll til að sýna lögreglunni samstöðu? 

Steini Bjarna, 29.9.2011 kl. 07:25

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að maður verði hálf orðlaus yfir orðum Ögmundar. Það er greinilegt að Ríkisstjórnin ætlar sér að sitja sem fastast í sætum sínum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.9.2011 kl. 07:40

5 identicon

Hvað kallaði Gissur þetta? Skynvillu?

Ekkert annað.

Hallur (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 08:33

6 Smámynd: corvus corax

Þarna er Ögmundur að sýna hið rétta eðli VG liðsins. Það skal berja niður alla andstöðu með ofbeldi til að þetta hyski haldi stólunum. Hann hótar grímulaust að kalla til erlenda málaliða gegn þjóðinni, þ.m.t. gegn eigin lögreglu að því er virðist. Þá er bara eitt eftir fyrir þjóðina, alla nema Ingibjörgu Sólrúnu, það er að mæta á Austurvöll og mölbrjóta ráðherrastólana.  Og svona í leiðinni, Helgi kvikmyndagerðarmaður skrifstofustjóri alþingis hlýtur að vera klár með græjurnar til að búa til enn eitt falsaða myndbandið af hugsanlegum atburðum og tilbúinn á delete takkanum svona til öryggis.

corvus corax, 29.9.2011 kl. 08:47

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er nauðsynlegt að standa öll saman og mæta á Austurvöll 1. október og minna ráðherra á að þeir starfa einungis í umboði þjóðarinnar. Lögreglan og almennir borgarar standa saman í þeirri baráttu.

Að hóta almenningi og lögreglu með erlendum málaliðum hlýtur að vera skynvilla.

Ef erlend ríki færu að taka þátt í aðgerðum hér á landi þá er ekki hægt að túlka það öðruvísi en innrás. NATÓ aðild á að koma í veg fyrir það.

Sumarliði Einar Daðason, 29.9.2011 kl. 09:04

8 identicon

Heill og sæll; Sumarliði Einar - og þið önnur, gestir hans !

Það má; búast við öllum fjandanum, af kerfis lúðanum Ögmundi Jónassyni, gott fólk.

NATÓ aðild; er algjört aukaatriði, í því samhengi.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 00:55

9 identicon

Ég var að hlusta á viðtalið endurflutt á Bylgjunni núna rétt í þessu og hlustaði af athygli eftir að hafa lesið bloggið þitt. Mér til mikillar undrunar kom mjög skýrt fram í lok viðtalsins að þessi möguleiki hefði alls ekki verið ræddur enda telur ráðherra hann "fráleitan."

Þá fór ég að hugsa: Hvað veldur því að fólk eins og þú skuli leyfa sér að setja það fram áopinberum vettvangi að innaríkisráðherra sé að hóta erlendum málaliðum þegar hann í rauninni segir það ekki koma til greina og sé fráleitt. Hvað ertu að spá? 

Tryggvi (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 08:31

10 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sæll Tryggvi (1.10.2011 kl. 08:31). Þetta er áhugaverð ábending hjá þér því það er fáranlegt að kalla til erlenda aðila til þess að berja á íslendingum eins og hann segir.

Hins vegar er þarna ekkert sem dregur úr fyrri orðum hans, þar sem hann gefur augljóslega til kynna að erlendar óeirðasveitir verði kallaðar til haldi almenningur ekki friðinn.

Sumarliði Einar Daðason, 4.10.2011 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband