Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Látum fólk deyja og höldum flotta tónleika í Hörpu

Ég er einn af þeim sem hef litið upp til Katrínar Júlíusdóttur. En kannski er það vegna þess að hún hefur ekki gert neitt af sér fyrr en nú. Hún heldur því fram að það sé ekki hægt að gera neitt meira af hálfu ríkisstjórnar til þess að halda sjúkrahúsum opnum.

Á sama tíma er ríkisstjórnin að ausa milljónum og milljörðum í listir og menningu - og tugum milljörðum í  einkavina-spillingu.

Það er eitthvað meira og minna bilað með þetta lið sem situr í ríkisstjórn. Þó ég sé ekki skoðanabróðir Steingríms J. Sigfússonar þá ætti hann að sjá sóma sinn og reyna að koma vit fyrir hina í ríkisstjórninni í þessum málum. Þjóðin á það skilið miðað við öll mistökin sem hún hefur þurft að þola af hans hálfu.

Án sjúkrahúsa, slökkviliðs, landhelgisgæslu og lögreglu verður ekkert Ísland. Þessar stoðir hefur tekið um öld að þróa og það má ekki eyðileggja þetta því það þarf að stofna einkavinaklúbb í Hörpu.


mbl.is Stjórnvöld geta ekki boðið meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk stjórnvalda er að tryggja öryggi borgara - fyrst og fremst

Miðað við hvernig tekið er á starfsmannamálum lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra innan heilbrigðisgeirans þá mætti halda að ríkisstjórnin búi á annarri plánetu. Ég hef til dæmis ekki heyrt neitt annað en að það eigi að byggja hátæknisjúkrahús. En hvers virði er slíkt sjúkrahús ef það eru engir læknar eða hjúkrunarfræðingar til staðar?

Þetta er eins og að kaupa sér brennivín en eiga ekki fyrir mat. En slík hugsun er ekkert ný á nálinni hjá íslenskum stjórnmálamönnum.

Sömu sögu er að segja varðandi löggæslu. Lögregla getur ekki sinnt sínu starfi fullkomlega vegna fjárskorts.

Samt eru til peningar í alls konar rugl og gæluverkefni ríkisstjórnar. Núna verða stjórnmálamenn að opna augun og átta sig á hvað það er sem skiptir máli. Hvert raunverulegt hlutverk stjórnvalda er: það er fyrst og fremst að tryggja öryggi borgaranna!

Viðurkenningar, vinsældir og óþarfa ríkisstarfsmenn með engan tilgang á ekki að vera efst á forgangslistanum.

Þessir tugir milljarðar sem ríkisstjórnin er búin að eyða í að bjarga einhverjum vonlausum sjóðum til þess að bjarga "vinum" er enn eitt dæmið um hversu vitlaus forgangsröðunin er hjá stjórnvöldum og hvað spillingin er mikil hér á landi.


mbl.is Allir deildarlæknar hafa sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband