Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á lögreglan að stunda leigubílaakstur?

Samkvæmt fréttum á DV.is þá er Landhelgisgæslan farin að stunda útleigu á farakostum sínum til einkaaðila. Ekki bara að taka þátt í opinberum verkefnum erlendis. Maður spyr sig hvar mörkin liggja. Er til dæmis siðferðislega rétt að lögreglan fari að stunda leigubílaakstur fyrir almenning til þess að drýgja tekjurnar? Eða sjúkrahús að stunda hótelrekstur?
Það er kominn tími á það að stjórnmálamenn hypji upp um sig brók og fjársvelti ekki nauðsynlegar stofnanir hér á landi. Þetta er til skammar.

Þyrlan fór í tveggja klukkustunda útsýnisflug yfir Jökulsárlón um síðastliðna helgi. Um borð var auðkýfingur ásamt fjölmennu fylgdarliði. Samsett mynd.

 Myndin er DV og er beinn linkur á heimasíðu þeirra.


Sjálfskapað víti Íbúðalánasjóðs?

Ein af ástæðum þess að Íbúðalánasjóður þarf aukafjárframlög er vegna þess að hann á eignir sem skila engum tekjum. Sennilega er það rétt að í sumum tilfellum býr fólk í einhverjum þeirra eigna og borgar leigu fyrir. Hins vegar vita flestir að Íbúðalánasjóður á eignir sem hann vill ekki leigja - eða að minnsta kosti reynir ekki að koma þeim í útleigu. Reglulega eru birtar fréttir af tómum íbúðum hans í miklu magni.

Ég hef heyrt sögur af því að þeir séu að reyna að halda bæði leiguverði og húsnæðisverði uppi. Hvort það er satt eða logið veit ég ekki. Í það minnsta er betra fyrir sjóðinn að leigja íbúðirnar þannig að þær skili að minnsta kosti einhverjum tekjum frekar en að láta þær standa tómar. Það ætti að nægja að leigja út íbúðirnar sem nemur afskriftum þeirra, reglubundnu viðhaldi og kostnaði. Sjóðurinn þarf að sjálfsögðu ekki að leigja út á uppsprengdu markaðsvirði til þess.


mbl.is ÍLS gæti þurft yfir 9 milljarða framlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru útfluttar landbúnaðarvörur niðurgreiddar?

Eins og flestir vita þá fá bændur og bændasamtökin einhverja milljarða í niðurgreiðslur eða styrki frá skattgreiðendum. Ég hef heyrt að það sé til þess að styrkja þessar greinar og til þess að halda verðinu niðri.

Nú er búið að vera flytja landbúnaðarvörur, s.s. skyr og lambakjöt, til útlanda og slíkt er stöðugt að aukast samanber þessa frétt.

Er verið að niðurgreiða þessar vörur af íslenskum skattgreiðendum? Ef ekki, hvernig fara bændur að því að sundurskilja framleiðslu sína; það sem er framleitt fyrir innanlandsmarkað og svo það sem er flutt út?

Ég geri fastlega ráð fyrir að bændur séu ekki með þetta aðskilið. Ef svo er, er þetta réttlátt eða er þetta hluti af þróunaraðstoð Íslands?


mbl.is Skyrmarkaður erlendis tvöfalt stærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gáfulegra að kaupa þyrlurnar

Einn ráðherra sagði eitt sinn við mig að "það væri dýrt að vera fátækur", þegar ég bar undir hann kjánaskap þess að leigja þyrlurnar í stað þess að kaupa.

Hins vegar er það ekki eins dýrt að vera fátækur þegar kemur að öðrum ónauðsynlegum útgjöldum í samfélaginu. Til dæmis ónauðsynlegar utanlandsferðir ráðamanna eða óþarfa sendiráð um um allan heim. Tali maður ekki um alla milljarðana sem hafa farið í rugl EFTIR bankahrunið til þess að bjarga einhverju sem kom neyð okkar ekkert við.

Þyrlur á Íslandi eru jafn nauðsynlegar og sjúkrabílar. Við vitum að við þurfum á þyrlum að halda næstu áratugina. Það að eyða fé skattborgara í leigu á slíkum þyrlum í stað þess að kaupa þær er í besta falli heimskulegt. Talið er að 3-4 ár í leigu kosti það sama og að kaupa þyrluna. Þegar leiguverð er svona hátt þá er þetta ekki spurning um að kaupa í stað þess að leigja.

Þyrlur bjarga mannslífum!


mbl.is Nýtt útboð á þyrlum til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður í afneitun

Brennandi króna - VerðtryggingÞað er með ólíkindum að Íbúðalánasjóður skuli fyrst núna reyna að átta sig á því hvað er búið að vera í gangi síðustu ár eða áratug. Núna skal það vera rannsakað sem öllum er ljóst - nema Íbúðalánasjóði og stjórnvöldum.

Íbúðalánasjóður verður að átta sig á að vasar almennings eru ekki botnlausir. Það er ekki endalaust hægt að seilast í tóma vasa almennings til þess að bjarga bágum efnahagsreikningi og klaufalegri stjórn sjóðsins.

Íbúðalánasjóður hefur með markvissum hætti haldið uppi fasteignaverði og leiguverði til þess að verja þetta veika eignasafn sitt. Allt þetta hækkar verðbólgu sem hækkar verðtryggingu sem hækkar greiðslubyrði.

Kaupmáttur launa nær með engu móti að halda í við þetta rugl.

Dæmi:

Stjórnvöld hér á landi, bæði fyrri og núverandi, sem og Íbúðalánasjóður opna lúxus veitingahúsakeðju í hjálparbúðum Rauða krossins þar sem hungusneið ríkir, því þar er jú markaðurinn - hellingur af svöngu fólki.
Þau myndu ómögulega átta sig á því að markhópurinn á ekki pening. Þau myndu samt ekki gefast upp og setja af stað rannsókn: Af hverju vill þetta hungraða fólk ekki kaupa þennan fína mat sem við bjóðum þeim? Að lokum myndu þau komast að þeirri niðurstöðu að þetta hungraða fólk geti dreift greiðslu fyrir hverja máltíð yfir 12 mánuði ef það verslar þrisvar í viku.

Í dæminu er ég bara að benda á hvernig stjórnvöld og Íbúðalánasjóður vinna. Algjörlega úr takti við raunveruleikann.

Þess ber að geta að Íbúðalánasjóður er langt undir 5% lágmarki um eigið fé og ríkissjóður þarf að dæla í hann tugi milljarða. Það er auðvita gert með því að hækka skatta sem dregur enn meira úr greiðslugetu fólks til þess að borga af húsnæðislánum.


mbl.is Um 500 ný heimili í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiguokur Íbúðalánasjóðs?

Miðað við þessar forsendur þá sýnist mér Íbúðalánasjóður vera að stunda leiguokur og halda leiguverði uppi hér á Íslandi. Ef leigutekjur 880 íbúða ná að dekka rekstrakostnað 2.052 íbúða sem og skila framlegð upp í fjármagnskostnað þá er rukkuð leiga a.m.k. 50% of há ef miðað er við 10% arðsemi.

Þetta auðvita leyfir öðrum að hækka sína leigu "í takt við markaðinn".

Þetta er þvert á lögboðið hlutverk Íbúðalánasjóðs sem er að veita landsmönnum kost á húsnæði með sanngjörnum hætti, hvort sem það er í formi lána eða leigu.

Þetta er félagslegur sjóður en ekki banki með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi, þó svo sjóðurinn eigi að vera sjálfbær.


mbl.is Rúmur milljarður í leigutekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fagna þessu skrefi í rétta átt

Það er ánægjulegt að stjórnvöld hér á landi geri sér grein fyrir því að við búum á Íslandi þar sem á öllu er von af hendi náttúrunnar. Þessir tveir starfsmenn munu án efa skipta miklu máli.

Hingað til hefur mér fundist þetta hlutverk stjórnvalda verið mjög vanrækt. Náttúruvá er okkar helsti óvinur ef þannig má að orði komast. Með þessum tveimur nýjum starfsmönnum verður hægt að skilgreina betur raunhæfar viðbragðsáætlanir fyrir landið allt.

Það sem gerist í einum landshluta hefur áhrif á aðra með beinum eða óbeinum hætti. Ef þjóðvegurinn lokast við Mýrdalsjökul þá verður norðurleiðin um Víkurskarð eina vegtengingin við allt austurland og suðurland austan við Mýrdalsjökul. Það er ekki til neitt strandflutningaskip hér á Íslandi og Langhelgisgæslan er neydd til þess að leigja út sín tæki vegna fjárskorts.

Landsbjörg er að sjálfsögðu trausti hlekkurinn í þessu öllu saman en starfsemi hennar byggist að mestu á frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum - sérstaklega vegna sjálfboðavinnu fólksins sem tekur þátt í hennar starfi. Stjórnvöld ættu að hlúa meira að Landsbjörgu og aðilarfélögum á hverjum stað fyrir sig.

Það er einnig búið að skera alltof mikið niður hjá lögreglunni þannig að hún nær ekki að sinna lögboðnu hlutverki sínu. Samt þarf hún ávallt að vera fyrst á staðinn og hafa umsjón með hverju svæði fyrir sig.

Fjárskortur til lögreglu og annarra grunnstoða er þjóðinni til skammar - sérstaklega þó stjórnvöldum!


mbl.is Starfsmönnum fjölgað vegna eldgosahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúum bökum saman

Ég er á því að núverandi ríkisstjórn er í engu sambandi við raunveruleikann. Það má ekki gleyma því að Jóhanna og Steingrímur eiga stóran þátt í því hvernig ríkið hefur þróast undanfarna áratugi. Þau hafa bæði verið ráðherrar áður og þau hafa verið atvinnustjórnmálamenn stærsta hluta ævi sinnar. Þau geta því ekki falið sig á bakvið þekkingar- og reynsluleysi.

Þessi fyrrnefndu eru búin að hafa gott tækifæri til þess að reyna að rétta hlutina af eftir banka- og gjaldeyrishrunið en flest allar ákvarðanir þeirra eru á skjön við almenna hagfræði. Þau kjósa að svelta beljurnar (og jafnvel slátra) en krefjast þess að mjólka á meiri afköstum en eðlilegt er.

Á sama tíma lifa þau í alsnægtum og passa vel upp á að gefa sér og sínum nóg að borða. Spillingin hefur aldrei verið meiri að mínu mati en einmitt eftir hrun (hvort sem það er mælt í raunvirði eða á nafnvirði).

Það dæmi gengur ekki upp og hefur aldrei gengið upp í mannkynssögunni. Sagan Animal Farm lýsir þessu á hliðstæðan hátt.

Á sama tíma og prestar, alþingismenn, ráðherrar, dómarar og ýmsir forstjórar ríkisstofnana fá sjálfgefnar launahækkanir, oft upp á hundruð þúsundir, þá er enginn vilji til þess að hækka laun lögreglumanna, þó það væri bara til þess að halda í við raunvirði ráðstöfunartekna.

Það eru tugir opinberra starfsmanna sem eru með milljónir í mánaðarlaun þrátt fyrir loforð forsætisráðherra um að svo yrði ekki.

Bestu skilaboðin sem ríkisstjórnin gæti fengið frá þjóð sinni til þess að hugsa ráð sitt - er að halda friðsamleg mótmæli 1. október næst komandi kl. 10:00, þar sem lögreglan myndi nýta tækifærið og mótmæla líka, þó það væri ekki nema rétt á meðan alþingismenn ganga yfir í kirkjuna; lögreglumenn gætu myndað skjöld um almenning gagnvart alþingismönnum í mínútu eða svo.


mbl.is Lögreglumenn geta engu treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með þjóðhátíðardaginn

Að gefnu tilefni finnst mér rétt að minnast á mikilvægustu atburði sem hafa átt sér stað á þessum degi.

‎1915 - Fyrsta bílprófið var tekið í Reykjavík.
1925 - Á Ísafirði var tekið í notkun fullkomnasta sjúkrahús á Íslandi.
1939 - Síðasta opinbera aftakan með fallöxi fór fram í Frakklandi.
1944 - Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum.
1994 - Jóhanna Sigurðardóttir sagði: „minn tími mun koma“.
2008 - Hvítabjörn var skotinn á Skaga.


Nýtt lýðveldi – nýtt stjórnkerfi

Ég rakst á eftirfarandi grein í Fréttablaðinu í dag eftir Bárð framhaldsskólakennara:

"Íslenzka flokkakerfið ræður ekki lengur við hlutverk sitt. Það er ólýðræðislegt, selur sig hæstbjóðanda og nýtur hvorki virðingar né velvildar þjóðarinnar. Einhver háværasta krafa búsáhaldabyltingarinnar var krafan um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá. Nú þarf að herða róðurinn að því að stjórnlagaþing verði kjörið hið allra fyrsta. Hér fer á eftir tillaga að nýrri stjórnskipan.
  1. Forseti Íslands fer með framkvæmdavaldið. Hann skal kjörinn í beinum kosningum og telst réttkjörinn hafi hann meirihluta greiddra atkvæða. Kjósa skal milli þeirra sem flest atkvæði fá ef enginn hefur tilskilinn meirihluta úr fyrri umferð. Allir atkvæðisbærir Íslendingar hafa kjörgengi en skylt er að frambjóðandi hafi stuðning minnst 5% en mest 10% kjósenda. Forseti Íslands skipar ríkisstjórn og skulu ráðherrar vera fjórir.
  2. Alþingi fer með löggjafarvaldið og skal kjörið úr einu kjördæmi og skal kjósa 30 þingmenn sem bjóða sig fram sem einstaklingar en hafa meðmælendur með framboði sínu – 1% kjósenda sem lágmark og 2% sem hámark.
  3. Dómarar skulu skipaðir til starfa – 4 ár í senn – af forseta Íslands með samþykki Alþingis.
Dómstig verði þrjú. Með því að kjósa forsetann beint er verið að sameina núverandi embætti forsætisráðherra og forseta. Mér finnst óþarfi að fara út í nánari skýringar á þörfinni fyrir þetta, en bendi fólki á að horfa um öxl til síðustu ára. Eitt af því sem einkennt hefur stjórnmálin á Íslandi undanfarin ár er oflæti, ofdramb og sýndarmennska. Lítil þjóð þarf að sníða sér stjórnkerfi eftir þörfum sínum en ekki eftir þörfum flokkanna til þess að koma klíkuvinum í óhófslifnað á kostnað almennings. Fimm manna ríkisstjórn undir forystu forseta er fullfær um að stjórna þessari smáþjóð.Sama máli gegnir um Alþingi. Það er engin þörf fyrir 63 þingmenn. Má jafnvel færa prýðileg rök fyrir því að 10-15 þingmenn dygðu ágætlega. Hins vegar er talan 30 hugsuð þannig að flest sjónarmið komi mönnum að. Gera má ráð fyrir því að þingmenn greiddu miklu fremur atkvæði samkvæmt hugsjónum eða þeim viðhorfum sem þeir hafa áður kynnt kjósendum ef þeir væru ekki bundnir á klafa klíkuveldis flokkanna.

Setja þarf inn í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn fjöldi kjósenda – t.d. 10% – geti krafizt atkvæðagreiðslu hvort heldur er í sveitarfélögum eða á landsvísu. Það er orðið miklu minna mál en áður var að hafa atkvæðagreiðslur. Þessum hugmyndum er hér varpað fram til umræðu."

Bárður G. Halldórsson (2010, 20. maí). Nýtt lýðveldi – nýtt stjórnkerfi.
Fréttablaðið, bls. 25.

Ég er sammála þessu í einu og öllu. Það vantar kannski aðeins meiri aðskilnað varðandi skipun dómara (t.d. framkvæmdavaldið útnefnir þá sem eru hæfir faglega og Alþingi kýs þar úr með leynilegri! kosningu þannig að dómarar viti ekki hver kaus þá).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband