Áfram slökkviliðsmenn!

Tilgangur með verkfalli er að stoppa þjónustu sem er veitt. Slökkviliðsmenn hafa mjög takmarkaðan rétt til þess að stöðva sína þjónustu. Einu verkfallsvopnin sem þeir hafa í dag bitnar bara á fólki sem er síst af öllu of upptekið við að kvarta. Að þeir skuli ná til almennings með þessum hætti eins og í fluginu finnst mér gott mál.

Þetta mál með slökkviliðið á Akureyri á rétt á sér og ég styð þessa aðgerð. Bara í gær las ég frétt um að bæjarstjóri Akureyrar ætlaði að flytja slökkvibíl frá Akureyri til Húsavíkur. Draga úr öryggi á Akureyri til þess að þóknast einhverju áætlunarflugi í einkageira. Sem betur fer var hætt við það.

Málið er að það fer lítið fyrir þessari stétt nema þegar þörf er á henni. Þegar við þurfum að leita til þeirra þá óskum við að þeir hafi milljón á mánuði. Þess á milli er okkur alveg sama. Þetta er starfstétt sem vinnur undir miklu álagi og þarf að halda stjórn sinni á meðan aðrir fá taugaáfall. Samt eru þeir á svipuðum launum og afgreiðslumaður á kassa í verslun. Á meðan ég og aðrir geta farið að sofa á næturnar þurfa þeir að vera með símtækið við náttborðið og viðbúnir að hlaupa af stað um miðja nótt og koma að ömurlegum aðstæðum.

Ef þeir ná að vekja athygli að sínum málum með þessum hætti þá styð ég þá heilshugar!


mbl.is Hleypa farþegum ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð baráttu slökkviðliðsmanna sannarlega-

en það er alltaf spurning hversu langt er hægt að ganga. Þetta er nú ekki bara ,,eitthvað áætlunarflug í einkageira''. Það áttu um 300 manns  bókað flug norður og stólaði á það og þannig geta öll plön hjá fólki farið út um þúfur. Þannig að áhrifin af þessu geta valdið fólki skiljanlegri gremju...

Tek það samt fram að slökkviliðsmenn eiga að vera á góðum launum en þeir gætu beitt öðrum aðferðum.

kv. Eldur.  

Eldur (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 19:29

2 identicon

Og hvað með það þó að slatti af fólki hafi átt bókað flug norður? þetta fólk vissi af því að möguleiki væri á því að það yrði ekki flogið til Akureyrar í dag... með löngum fyrirvara. Það gat bara tekið það með í reikninginn þegar það var að gera sín ferðaplön. Ég fer oft þvert yfir landið með flugi og geri alltaf ráð fyrir að það geti klikkað, það er svo margt sem getur komið uppá. Ef þú vilt vera viss um að komast á áfangastað þá geriru ráðstafanir, t.d. með því að gefa þér góðan tíma til að komast á milli staða og ferð bara keyrandi. Mér finnst ekki mikið mál að skottast til Akureyrar þegar mar er búinn að vera að keyra Egilsstaðir- Reykjavík í einni lotu.

Rósa (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 20:08

3 identicon

Þetta skapar fyrst og fremst óþægindi fyrir farþega sem vilja nýta sér þægindi flugsins fremur en að skrölta í 3-4 klst.  í bíl  og kostnað fyrir Flugfélag Íslands...

Spurning hversu langt er hægt að ganga í þessu og slökkviliðsmenn fá frekar fólk upp á móti sér með þessu...  

Eldur (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Rósa: Það er ósanngjarnt og hrokafullt af þér að segja að fólkið sem átti flug geti átt sig. Þetta fólk pantaði flugfar í staðinn fyrir að keyra því það kaus heldur að fljúga. Sem betur fer búum við ekki í einhverskonar "terroristalandi" þar sem atburðir sem þessir eru daglegt brauð og menn geta engu treyst. Alla jafna þurfa menn ekki að sætta sig við að keyra langar leiðir vegna þess að flug falli niður.

Verkföll eru í eðli sínu óeðlileg fyrirbrigði. Vinnuveitendur - í þessu tilfelli þjóðin - eiga ekki að þurfa að gjalda með þessum hætti fyrir óánægju yfir áður umsömdum launum starfsmanna sinna. Ef starfsmennirnir vilja hærri laun eiga þeir að biðja um þau, ef niðurstaða næst ekki við það eiga þeir einfaldlega að segja starfi sínu lausu. Þá myndi á endanum framboð og eftirspurn eftir starfsmönnunum halda laununum sanngjörnum og allir yrðu lausir við hryðjuverk sem þessi.

Auðbergur Daníel Gíslason, 14.8.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband