Óbein áhrif skemmtiferðaskipa eru mikil

Það hefur sýnt sig og sannað að skemmtiferðaskipin eru mikil búbót fyrir þau bæjarfélög og nágrenni sem þau sækja. Fyrir utan beinan hagnað af verslun og þjónustu þá hefur þetta mikið vægi í auglýsingaskyni.

Svona "heimsreisur" með skemmtiferðaskipum skilur mun meira eftir sig heldur en að fljúga á milli landa. Fólkið skynjar umhverfið betur og það festist frekar í minni þeirra. Þetta fólk á allt eftir að hitta vini sína og kunningja þegar heim er komið.

Það er miklu frekar tekið mark á góðri ferðasögu heldur en 100.000.000 kr. auglýsingaherferð í einhverju takmörkuðu auglýsingariti og kokteilveislum.

IMG 0343

Að mínu mati stendur Akureyrarhöfn sig með prýði til þess að taka á móti þessum ferðamönnum. Þar er verið að byggja góða aðstöðu á Oddeyrarbryggju til þess að taka á móti ferðamönnum.

IMG 0360 IMG 0355

Ég þekki ekki persónulega hvernig þetta er fyrir vestan.


mbl.is Skemmtiferðaskipin halda sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott framtak sjálfur hef ég haft vinnu við skemmtiferðaskip af mörgum toga t.d. verslunin við goðafoss, tollgæslan og Securitas þannig að af þessu má sjá að þessi skemmtiferðaskip eru mikil lyftistöng fyrir landið og margháttar störf þeim tengd.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband