Er þetta hótun?

Ef þetta er rétt vitnað í Davíð Oddsson þá sýnist mér þetta vera hótun frá honum eins og í verstu draugasögu. Draugurinn hættir ekki að ásækja þig fyrr en særingarmaður eða prestur úthýsir honum.

Reyndar ber hann ekki einn ábyrgðina. En hann ber þá mestu af öllum því hann var forsætisráðherra þegar þetta allt byrjaði og síðan seðlabankastjóri og gerði EKKERT nema að kynda bálið!


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann segir að hann hafi varað við en Óli kom í veg fyrir að það heyrðist í honum því að Baugur átti öll blöðin. Jamm...

Villi Asgeirsson, 4.12.2008 kl. 06:49

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég skil ekki hvað þú átt við Villi. Ef hann hefur eitthvað mikilvægt fram að færa þá eru ótal leiðir til þess að koma því á framfæri. Gat hann til dæmis ekki haldið blaðamannafund um ástandið? Gat hann ekki farið í viðtal við erlenda fjölmiðla? Gat hann ekki látið Morgunblaðið vita? RÚV?

Með fullri virðingu fyrir þér þá eru þetta svo kjánaleg rök hjá honum og kjánalegt hjá þér að styðja þennan málaflutning hjá honum. Þetta er eins og segja: ég fékk ekki nammið mitt og því þurfti ég að berja vin minn til þess að fá nammið hans.

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 07:00

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nákvæmlega. Þess vegna skrifaði ég þetta svona. Þetta eru hans rök, en þau eru álíka gegnsæ og þunnt gler. Hann gerði ekkert annað en að vara við komandi stórhríð, en af því að ÓRG skrifaði ekki undir lögin sem hann reyndi að þjösna í gegn, hafði hann engan vettvang til að tjá sig á.

Annað kom á daginn þegar hann rústaði þjóðinni í Kastljósi, en þetta eru samt hans rök.

Villi Asgeirsson, 4.12.2008 kl. 07:21

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ok, ég skil þetta hjá þér. Við erum greinilega sammála.

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 07:59

5 identicon

Davíð hefur hingað til ekki þurft aðstoð fjölmiðla til að koma sínum hugðarefnum til framkvæmdar. Af hverju þurfti hann þeirra aðstoð við þetta tilekna mál? Maðurinn hefur gríðarleg völd og getur gert hvað sem hugurinn girnist. Hitt er annað mál að hægrimenn á Íslandi rúmast hvort eð er ekki innan eins flokks, og klofningur væri tilvalin til að koma fleiri sjónarmiðum á framfæri. Þá væri mögulega hægt að halda ofurfrjálshyggjunni í stjórnarandstöðu.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband