Smálán og verðtryggð lán - sama bölið

Það er ánægjulegt að Alþingismenn eru að vakna til lífs og sjái okrið á smálánum.

En ánægjulegra væri ef þau vöknuðu til lífs varðandi verðtryggð lán. En þar setja þau sjónaukann fyrir blinda augað og segja ekkert.

Þau hamra á fjármálalæsi en það er nánast vonlaust fyrir flesta að vita hvernig verðtryggð lán enda - enda ekki hægt - þó þú sért dúx í fjármálum, viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.

Verðtryggð lán ætti að vera fyrir löngu búið að afnema, nema til fagaðila.

Ef menn þora ekki að afnema hana á einu bretti, þá að minnsta kosti taka húsnæðisliðinn út til að byrja með. Á sama tíma festa neyslukörfuna þannig að sömu vörur/þjónusta haldi vægi sínu út tímann - en ekki sé flakkað með neyslumynstur á hverjum tíma eftir því hvað er í tísku hverju sinni.


mbl.is Smálán „ekkert annað en óværa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband