Keypti í HB Granda fyr­ir 21,7 millj­arða (hvað er verið kaupa?)

Ég spyr bara spurningar hvað er verið að kaupa?

Ég reikna með að það sé verið að kaupa tæki og húsnæði. En í grunninn held ég að það sé verið að kaupa kvóta. Samkvæmt lögum þá er bannað að framselja kvóta eða selja hann því hann er eign þjóðarinnar.

Kannski geta eldri eða vitrari menn hjálpað mér að skilja hvernig hægt er að selja kvóta sem á annars að vera í opinberri eigu.

Ég hef heyrt áður að það sé verið að selja skip og báta sem eru varla færir um að veiða en hafa kvótann á bakvið sig. Með einhverjum hætti þá er skipum fargað og kvótinn fer áfram á næsta skip (Útgerð). Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ég er á því að allir mega veiða. Greiði kannski auka skatt hvað það varðar. En ég er á móti því að fáir hafi einkaleyfi (nánast ókeypis) til þess að veiða á meðan öðrum er bannað.


mbl.is Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband