Flug­véla­eldsneyti frá árinu 2006 getur varla verið gott

Ég hjó eftir í fréttinni að flug­véla­eldsneytið er allt frá árinu 2006. Venjulegt bensín fyrir bíla byrjar að rýrna eftir 6-12 mánuði og almennt er eldsneyti ekki talið nothæft eftir tvö ár.

Þetta fer hins vegar eftir því hvernig eldsneytið er geymt. Við fullkomnar aðstæður getur það varðveist í mörg ár.

Þarna er verið að tala um allt að 12 ára gamalt flug­véla­eldsneyti til sölu. Það getur varla verið gott fyrir flugvélar þar sem öryggiskröfur eru miklar. En kannski er hægt að nýta það í eitthvað annað.

Hins vegar er tekið fram að „Það er á ábyrgð kaup­anda að meta og kanna gæðin [..]".

Ps. ég er ekki sérfræðingur í þessu, þetta er bara almenn þekking.


mbl.is Gæslan auglýsir olíu til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband