Hver hefur lögsögu í geimnum?

Við lestur þessarar fréttar "Nasa rannsakar fyrsta "geimglæpinn"" þá fór ég að velta því fyrir mér hver hefur lögsögu í geimnum. Það getur ekki verið einfalt mál því margir hlutir eru ekki alltaf á sama stað í geimnum miðað við Jörð. Til dæmis ef miðað væri við að það væri "loftrými" hvers ríkis upp í ákveðna fjarlægð.

Alþjóðlega geimstöðin (ISS) er til dæmis á fleygiferð umhverfis Jörðina og því væri erfitt að vita í hvaða "loftrými" viðkomandi væri að brjóta lögin - og þá, hvaða lögum ætti að fara eftir? Þetta er nógu flókið á Jörðu niðri.

Mér dettur helst í hug að það væru samtök, sambærileg UN, sem myndi annast geimgæslu.


mbl.is NASA rannsakar fyrsta „geimglæpinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband