Á lögreglan að stunda leigubílaakstur?

Samkvæmt fréttum á DV.is þá er Landhelgisgæslan farin að stunda útleigu á farakostum sínum til einkaaðila. Ekki bara að taka þátt í opinberum verkefnum erlendis. Maður spyr sig hvar mörkin liggja. Er til dæmis siðferðislega rétt að lögreglan fari að stunda leigubílaakstur fyrir almenning til þess að drýgja tekjurnar? Eða sjúkrahús að stunda hótelrekstur?
Það er kominn tími á það að stjórnmálamenn hypji upp um sig brók og fjársvelti ekki nauðsynlegar stofnanir hér á landi. Þetta er til skammar.

Þyrlan fór í tveggja klukkustunda útsýnisflug yfir Jökulsárlón um síðastliðna helgi. Um borð var auðkýfingur ásamt fjölmennu fylgdarliði. Samsett mynd.

 Myndin er DV og er beinn linkur á heimasíðu þeirra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband